Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 6
6 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, Fram- sóknarflokki, vill að Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra ræði um Icesave-málin við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi. Vill hún að gerð verði úrslitatilraun til að rétta hlut Íslands í málinu og að það verði gert augliti til auglitis. Á þingfundi í gærmorgun vitn- aði Siv til yfirlýsinga fjármálaráð- herra Bretlands og Hollands, annars vegar um að tryggingar Bretanna taki bara til banka sem heyra undir yfirráð breska fjármálaeftirlitsins og hins vegar að regluverk EES um innstæðutryggingar eigi ekki við þegar kerfishrun verður. Íslensku bankarnir heyrðu ekki undir breska fjármálaeftirlitið og sannanlega varð kerfishrun á Íslandi með falli bankanna fyrir rúmu ári. Gegn ólöglegum veiðum Undirritað hefur verið samkomulag milli Íslands og ESB um framkvæmd á reglugerð sem á að koma í veg fyrir innflutning sjávarafurða sem eiga uppruna sinn í ólöglegum veiðum. Samkvæmt reglugerðinni þarf að fylgja veiðivottorð með öllum íslensk- um sjávarafurðum sem fluttar eru inn á markaðssvæði ESB. SJÁVARÚTVEGUR Málþing í dag Málþing félags- og mannvísinda- deildar Háskóla Íslands býður í dag, fullveldisdaginn, upp á mörg fróðleg erindi um þjóðfélagsbreytingar í kjölfar kreppunnar, stöðu Íslands og framtíðarmöguleika út frá sjónarhóli fræðigreina innan deildarinnar. Mál- þingið verður í stofu 101, Háskóla- torgi, klukkan 13.00-16.00. FRÆÐI Bræðraborgarstíg 9 VEÐURBÓK STORMSINS Handhæg bók eftir „Sigga storm“ og Hólmfríði Þórisdóttur um hagnýta veðurfræði og það hvernig fólk getur gert sínar eigin veður- athuganir og haldið veðurdag- bók þar sem einnig er að finna veður- og hamfaraannál alla daga ársins. Prófkjörið fer fram laugardaginn 30. janúar 2010. Rétt til að bjóða sig fram í prófkjörinu hafa þeir félagar í Samfylkingunni sem eru á kjörskrá í Reykjavík og fá meðmæli minnst 30 og mest 50 flokksfélaga með lögheimili í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út á hádegi laugardaginn 16. janúar 2010. Frambjóðendur sem uppfylla skilyrðin skili framboði sínu skriflega til kjörstjórnar á skrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, ásamt þátttökugjaldi krónur 50 þúsund. Kosningarétt hafa allir félagar í Samfylkingarfélögunum í Reykjavík sem eiga lögheimili eða hafa kosningarétt í Reykjavík og eru skráðir félagar fyrir lok dags þann 16. janúar 2010. Nánari upplýsingar á samfylkingin.is og í síma 414 2200. Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík PRÓFKJÖR SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK VEGNA VALS FRAMBJÓÐENDA Á FRAMBOÐSLISTA FYRIR BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR 2010 Auglýsing þessi er með fyrirvara um óbreytt kosningalög. Verði lögum breytt kann að vera nauðsynlegt að endurskoða tilhögun um val frambjóðenda á framboðslista. ALÞINGI Bretar og Hollendingar geta, frá og með deginum í dag, sagt upp samningum við íslensk stjórn- völd um lánveitingar til Trygging- arsjóðs innstæðueigenda. Helg- ast það af því að í gær átti Alþingi að hafa samþykkt ábyrgð íslenska ríkisins á lántökunum, samkvæmt samningi stjórnvalda þar um. Enn er langt í land í að slík sam- þykkt liggi fyrir enda þokast önnur umræða um málið hægt áfram. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa Bretar og Hollending- ar ekki ámálgað uppsögn samning- anna en þeim er haldið upplýstum um gang mála á Íslandi. Í ljósi þess að frumvarpið er í farvegi í þinginu halda þeir enn ró sinni. Innan raða stjórnarliða og í stjórnsýslunni eru þó uppi áhyggjur af að þeir kunni að ókyrrast ef ekki tekur að sjá fyrir endann á málinu. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra gerði í gær forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar grein fyrir afstöðu sinni til máls- meðferðarinnar á lokuðum fundi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins ítrekaði hann þá eindregnu skoð- un sína að nauðsynlegt væri að samþykkja málið sem allra fyrst. Margt væri undir því komið, meðal annars lánshæfismat ríkissjóðs og um leið stórra fyrirtækja. Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, bar á þingfundi í gær upp tilboð við stjórnarflokkana um framhald þingstarfanna. Í því fólst að gera hlé á Icesave-umræðum, taka frum- varp til fjáraukalaga til umræðu og koma því til fjárlaganefndar. Ræða svo skattafrumvörp ríkisstjórnar- Uppsagnarákvæði Icesave orðið virkt Bretar og Hollendingar geta frá og með deginum í dag rift samningunum um Icesave-skuldbindingarnar. Önnur þingumræðan um málið þokast hægt áfram. Stjórnarandstaðan lagði í gær til frestun en stjórnarliðar vilja halda áfram. Steingrímur J. Sigfússon sagði í ræðu að ljúka yrði málinu sem fyrst af ástæðum sem hann vildi ekki nefna. Þær hefði hann tíundað við forystumenn stjórnar- andstöðuflokkanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi Steingrímur vísað í uppsagn- arákvæðið sem orðið er virkt og lánshæfismat Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kannaðist ekki við að hafa verið upplýstur um ástæðurnar. VILDI EKKI UPPLÝSA Siv vill að forsætis- og fjármálaráðherrar fundi um Icesave með starfsbræðrum: Steingrímur segir málið margrætt SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ATVINNA Útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Samherji hefur ákveðið að greiða 300 starfsmönnum sínum í landi hundrað þúsund króna launauppbót, miðað við fullt starf. Uppbótin verður greidd með laun- um í dag og bætist við umsamda desemberuppbót sem greidd er á sama tíma. Miðað við mjög krefjandi rekstr- arumhverfi hefur rekstur Sam- herja gengið vel á árinu. Starfs- fólk félagsins hefur lagt sig fram í störfum sínum og um að þjónusta kröfuharða viðskiptavini félags- ins eftir bestu getu. Fyrir það vill Samherji þakka með þessari launa- uppbót núna í aðdraganda jólanna, segir á heimasíðu fyrirtækisins. „Þetta er í annað skipti á árinu sem Samherji greiðir starfsfólki sínu launauppbót umfram kjara- samninga, en það var einnig gert síðastliðið vor. Nú fer í hönd einn útgjaldamesti mánuður ársins hjá flestum fjölskyldum og þess vegna ákváðum við nú að umbuna starfs- fólki okkar fyrir frábært starf á árinu,“ segir Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja. Landvinnsla Samherja fer fram í landvinnslu fyrirtækisins í Dal- víkurbyggð og fiskeldisfyrirtækj- um í Grindavík, á Núpum, í Öxar- firði og Mjóafirði. - shá Samherji launar starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf á árinu: Launauppbót í annað skipti LANDVINNSLA Á DALVÍK Samherji greiðir landvinnslufólki launauppbót í dag í annað skipti á árinu. MYND/SAMHERJI SJÁVARÚTVEGUR Skip HB Granda, Faxi RE og Ingunn AK, komu til hafnar á Akranesi í lok síðustu viku með samtals um 1.200 tonn af gulldeplu til bræðslu. Faxi var inni á föstudag með rúm- lega 700 tonna afla og Ingunn kom degi síðar með tæplega 500 tonn. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, deildarstjóra uppsjávar- sviðs HB Granda, hefur veiðin verið léleg á miðunum suður af Reykjanesi síðustu dagana. Frá þessu er sagt á heimasíðu fyr- irtækisins. Skipum á gulldeplu- veiðum hefur fjölgað að undan- förnu. - shá Dræmt hjá uppsjávarskipum: Lítil gulldeplu- veiði hjá öllum innar á miðvikudag og vísa þeim þá til nefndar. Stjórnarliðar gengu ekki að þessu tilboði enda sneri það ekki með nokkrum hætti að mögulegum lyktum Icesave-umræðunnar. Árni Þór Sigurðsson, þingflokks- formaður VG, segir vilja stjórnar- flokkanna skýran. „Við viljum ljúka annarri umræðu svo málið komist til nefndar. Þar verður tekin afstaða til þeirra efnisatriða sem stjórnar- andstaðan vill að verði skoðuð og sérfræðingar kallaðir fyrir nefnd- ina.“ bjorn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Vildi hún að þessar yfirlýsingar yrðu grunnur viðræðnanna. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra svaraði því til að þessi mál hefðu verið margrædd við stjórnvöld ytra og sjónarmiðum Íslendinga haldið á lofti. Rétturinn til að láta reyna á lögmæti skuld- bindinga Íslendinga hafi verið við- urkenndur af Bretum og Hollend- ingum. „Hvar er baráttuviljinn?“ spurði þá Siv en fékk sömu svör frá Stein- grími; málið hefði margsinnis verið rætt án þess að staða þess hefði breyst. - bþs LAGT Á RÁÐIN Illugi Gunnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lögðu á ráðin í gær þegar Icesave-umræðan fór fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Styður þú áform ríkisstjórnar- innar um afnám sjómannaaf- sláttarins? Já 57,9 Nei 42,1 SPURNING DAGSINS Í DAG: Er kjör nýs oddvita Framsóknar í Reykjavík merki um nýja tíma í stjórnmálum? Segðu þína skoðun á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.