Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 54
50 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. lítil blýkúla, 6. 999, 8. skordýr, 9.
draup, 11. hreyfing, 12. jakki og pils,
14. krapi, 16. átt, 17. hyggja, 18. tæfa,
20. tímabil, 21. truflun.
LÓÐRÉTT
1. vilji, 3. frá, 4. garðplöntutegund, 5.
landspilda, 7. naggrís, 10. óvild, 13.
hola, 15. matargeymslu, 16. arinn, 19.
bókstafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. hagl, 6. im, 8. fló, 9. lak,
11. ið, 12. dragt, 14. slabb, 16. sv, 17.
trú, 18. tík, 20. ár, 21. ónáð.
LÓÐRÉTT: 1. vild, 3. af, 4. glitbrá, 5.
lóð, 7. marsvín, 10. kal, 13. gat, 15.
búri, 16. stó, 19. ká.
„Saffran í Glæsibænum. Ég
fæ mér alltaf það sama þar,
saffrankjúkling og rauðlauk á
teini.“
Björg Alfreðsdóttir, förðunarmeistari hjá
MAC
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8
1. Reisa vatnsverksmiðju á Rifi.
2. Golfkylfu.
3. Tíu kjarnorkuver.
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur,“
segir Brynja Silness, sölustjóri
Cintamani, en nýlega birtust myndir
af norsku krónprinsessunni Mette-
Marit í fatnaði frá fyrirtækinu.
Mette-Marit tók þátt í sjónvarps-
söfnuninni Care og birtust mynd-
ir af henni í norska Séð & heyrt
fyrir skemmstu. Söfnunin er hald-
in árlega og var prinsessan klædd í
dúnvesti þar sem hún bakaði vöfflur
til fjáröflunar fyrir utan konungs-
höllina. „Við erum með verslun og
dreifingaraðila í Noregi og ég held
að stílistinn hennar hafi bara valið
þetta,“ segir Brynja, en Mette-Marit
er sögð vera mikill aðdáandi Cinta-
mani og bæði hún og börn hennar
nota fatnaðinn í útivistina.
Mette-Marit er þó ekki eina prins-
essan sem klæðist Cintamani því
danska krónprinsessan Mary Don-
aldson var í útivistarfatnaði frá fyr-
irtækinu í konunglegu skíðaferða-
lagi í svissnesku Ölpunum í febrúar
síðastliðnum. Á myndum sem birt-
ust af henni í dönsku blöðunum Bill-
ed Bladet og Se & Hör sést hún í úti-
vistarbuxum, peysu og jakka frá
Cintamani.
Aðspurð segir Brynja vinsældir
fatnaðarins fara vaxandi, en fyr-
irtækið er einnig með verslun og
dreifingaraðila í Danmörku. „Við
erum að þreifa fyrir okkur úti og
núna í janúar opnum við verslun í
Svíþjóð. Frá því í haust höfum við
verið með söluaðila í Kanada og svo
eru aðilar í Frakklandi sem hafa
sýnt okkur áhuga,“ segir Brynja.
Prinsessur í Cintamani
VINSÆLL FATNAÐUR Útivistarfatnað-
urinn frá Cintamani er vinsæll meðal
konungsfjölskyldna í Skandinavíu, en
norska krónprinsessan Mette-Marit
klæddist dúnvesti frá fyrirtækinu í
fjáröflun nýverið.
KONUNGLEG SKÍÐAFERÐ Mary
Donaldsson var í útivistarfatnaði frá
Cintamani í konunglegu skíðaferðalagi í
svissnesku Ölpunum.
Sigurður Guðmundsson og Memfis
mafían gerðu allt vitlaust með eld-
gömlum íslenskum slögurum í fyrra
á plötunni Oft ég spurði mömmu. Sú
plata var öll tekin upp á einn míkra-
fón eins og vaninn var á sjötta ára-
tugnum. Í lok vikunnar er von á
tveimur jólalögum frá Sigurði og
mafíunni. Nú er reyndar tekið upp
með nútímatækni en útgáfuform-
ið er fornt: Lögin tvö koma út á lít-
illi vinýlplötu. Þetta er að öllum lík-
indum fyrsta litla jólaplatan á vinýl
síðan SG hljómplötur gaf út jóla-
plötu með Stúlknakór Selfoss árið
1973! Eru menn nú endanlega orðn-
ir vitlausir?
„Já ætli það ekki bara!“ segir Sig-
urður og hlær. Hann segir að fólk
hafi verið að spyrja sig hvort ekki
væri von á „einhverju jóladóteríi“
frá honum og fyrst það hafi bara
komið tvö lög hafi verið kjörið að
gefa þau út á vinýl-plötu.
„Hvað gerir maður annars við tvö
lög? Þau hefðu bara orðið undir ef
þau hefðu bara komið
út í stafrænu formi,“
segir Sigurður. „Svo
er umslagið hálfpart-
inn eins og merkimiði í
laginu og það má alveg
nota plötuna sem merki-
miða. Aðallega erum við
þó bara að minna á að við
séum enn þá starfandi. Það
er aldrei að vita nema að þetta sé
forsmekkurinn að einhverju meiru.
Maður veit samt aldrei lengra nefi
sínu. Sérstaklega þegar maður býr
á Íslandi.“
Hvað sem öðru líður á hann fast-
lega von á að koma með nýja plötu
á næsta ári. Líklega næsta haust.
Jólalögin sem Sigurður syngur á
litlu plötunni voru upphaflega með
Roy Orbison og Walker Brothers, en
hirðskáldið Bragi Baggalútur
Skúlason hefur íslenskað
þau. Nú heita þau „Það
snjóar“ og „Þá komu
jólin“. Plötunni fylgir svo
vefslóð þar sem hægt er
að nálgast lögin á staf-
rænu formi. - drg
Stór maður með litla plötu
ÞAÐ SNJÓAR Sigurður Guð-
mundsson og Memfismafían
hafa gefið út fyrstu
íslensku litlu
jólaplötuna
síðan 1973!
Sverrir Guðnason, þrítugur Íslend-
ingur sem búsettur er í Svíþjóð,
leikur eitt aðalhlutverkanna í
nýjum sjónvarpsþáttum um rann-
sóknarlögreglumanninn Kurt Wal-
lender. Um er að ræða þrettán
myndir, tólf sem fara á DVD-diska
og síðar í sjónvarp og svo eina kvik-
mynd sem sýnd verður í sænskum
kvikmyndahúsum. „Ég hef verið að
leika mikið í Svíþjóð, bæði í sjón-
varpi og kvikmyndum, og var bara
fenginn til að vera með, þetta er
bara mjög gott mál“ segir Sverrir í
samtali við Fréttablaðið.
Sverrir hefur búið mestalla ævi
sína í Svíþjóð. Ef undanskilin eru
átta ár hér heima. „Ég bjó hérna
úti til fjögurra ára aldurs en þá
fluttum við heim,“ segir Sverrir
en hann er sonur Guðna Jóhannes-
sonar, orkumálastjóra. „Við bjugg-
um hér þar til ég varð tólf ára en
þá snerum við aftur til Svíþjóðar.“
Þessi átta ár höfðu þó mikil áhrif á
Sverri því það var hér sem draum-
urinn um að verða leikari kviknaði.
„Ég lék ungan Ólaf ljósvíking í upp-
færslu Borgarleikhússins árið 1989
og eftir það var framtíðarstarfið
eiginlega ákveðið,“ segir Sverrir
og hlær.
En þá aftur að Wallender. Sverrir
segir þetta hafa verið mikla vinnu,
tökur hafi staðið yfir í eitt og hálft
ár. „Ég leik Pontus og þetta hlut-
verk er lítið í fyrstu myndunum.
En svo vex því ásmegin og í mynd
númer tíu, held ég, er Pontus hálf-
partinn í aðalhlutverki,“ útskýrir
Sverrir en þegar hann hefur safn-
að kröftum eftir Wallender-tímabil-
ið þá mun hann leika fyrir sænska
ríkissjónvarpið. Sverrir vildi ekki
gefa upp hvað það væri, slíkt væri
ekki tímabært eins og málin stæðu
í dag.
Sverrir heimsækir Ísland tvisar
á ári og segist alltaf hugsa um sig
sem Íslending þótt hann hafi verið
búsettur svona lengi í Svíþjóð. Og
hann útilokar ekki að leika í ein-
hverju íslensku verki þegar fram
líða stundir. „Það er alltaf draumur,
að koma heim og leika. Það virðist
allavega alltaf vera eitthvað í gangi
á Íslandi.“ freyrgigja@frettabladid.is
SVERRIR GUÐNASON: STJARNA Í SÆNSKU SJÓNVARPI
Leikur aðalhlutverkið í
myndum um Wallender
STÓRT HLUTVERK Sverrir mundar byssuna sem Pontus í mynd um Kurt Wallender. Hlutverk Sverris er nokkuð lítið til að byrja með
en því vex ásmegin eftir því sem myndunum fjölgar.
Stefán Karl Stefánsson heldur
áfram að gera mikla lukku í Panta-
ges-leikhúsinu sem Trölli í sam-
nefndum söngleik eftir
barnabók Dr. Seuss.
Stefán hefur fengið
afbragðsgóða dóma
fyrir frammistöðu sína
og eins og við mátti
búast þá hafa
nokkrar stjörnur
úr bandaríska
afþreyingariðn-
aðinum kíkt á
sýninguna enda
söngleikur-
inn sýndur í
L.A. Þeirra
á meðal
var Gwen
Stefani
úr No Doubt en hún mætti með
eiginmanni sínum, Gavin Rossdale
og syni þeirra, Kingstone.
Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir
skemmstu var það útgefandinn
skeleggi, Jóhann Páll Valdi-
marsson, sem tók kápumyndina
af Vigdísi Finnbogadóttur fyrir
ævisögu hennar eftir Pál Valsson.
Jóhann Páll lét ekki staðar numið
þar því hann á einnig fjölmargar
ljósmyndir í bók Óskars
Guðmundssonar um
Snorra Sturluson. Þá
myndar Jóhann Páll
einnig flestalla
rithöfunda
Forlagsins en
enn hafa þó
ekki borist
beiðnir frá
öðrum for-
lögum um
að Jóhannn
myndi þeirra
líka.
FRÉTTIR AF FÓLKI