Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 27
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ég hef aldrei verið í betra formi, að minnsta kosti ekki síðan ég var átján ára,“ segir Sveinn Jóhann- esson Kjarval, sem hefur æft af kappi combat conditioning og kettle bells, eða ketilbjöllur, sem hafa verið að ryðja sér til rúms hérlendis. „Combat conditioning er hrein- ræktuð alhliða líkamsþjálfun, þar sem mikið er unnið með laus lóð, þol og eigin líkamsþyngd,“ útskýrir Sveinn fyrir blaðamanni og bætir við að þessi tegund lík- amsþjálfunar njóti sívaxandi vin- sælda og einkum og sér í lagi á meðal þeirra sem stunda bardaga- íþróttir. „Samt er þetta í sjálfu sér ekki bardagaíþrótt og á lítið skylt við þær,“ bætir Sveinn við, en hann hefur allt frá bernsku heillast af slíkum íþróttum. „Ég hef alltaf verið aðdáandi bardagaíþrótta og lá alveg yfir myndum með Bruce Lee og Jean-Claude van Damme á unglingsárum. Þetta voru nátt- úrulega harðir naglar,“ segir hann og hlær. Áhuginn varð til þess að Sveinn fór að æfa jiu jitsu og taekwondo og gerði það í nokkur ár, áður en hann sneri sér síðan að combat conditioning og ketilbjöllunum. Hann náði ágætis árangri í taek- wondo, vann til einna silfurverð- launa á Íslandsmóti og síðan til tvennra gullverðlauna á alþjóð- legum mótum. Þetta áhugamál virðist vera arfgengt þar sem yngri syst- ir Sveins, Þóra Kjarval, fetaði til skamms tíma í fótspor stóra bróðir. „Það kom fyrir að maður lamdi litlu systur sína á æfingum. En það var allt í lagi, hún kunni nú alveg að sparka frá sér,“ segir Sveinn hlæjandi og neitar því ekki að ýmis ágreiningsefni hafi verið leyst í taekwondo-tímum. „Nú heldur hún sig mestmegnis í ræktinni og stendur sig vel.“ Þótt bardagaíþróttirnar hafi alltaf heillað mest segist Sveinn fá heilmikið út úr rútínunni sem hann hefur komið sér upp á síð- ustu árum. „Þú sérð það að ég næ að taka allan pakkann á aðeins 45 mínútum í hádeginu svona fjórum til fimm sinnum á viku,“ útskýrir hann og bætir við að hann sé alltaf að bæta við sig. „Nú get ég til að mynda slengt eigin líkamsþyngd yfir höfuð. Það er nýjasti árangurinn.“ roald@frettabladid.is Útrásarvíkingur í vígahug Sveinn Jóhannesson Kjarval er stórhuga maður, sjálftitlaður útrásarvíkingur sem vílar ekki fyrir sér að lyfta allt að 40 kílóa þungum ketilbjöllum og getur slengt eigin líkamsþyngd yfir höfuð sér án þess að blása úr nös. „Ætli áhugann megi ekki meðal annars rekja til þess að ég hef alltaf fílað mig betur í einstaklingsíþróttum en í liði,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, sjálftitlaður útrásarvíkingur með brennandi áhuga á bardagaíþróttum og líkamsrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÝÐHEILSUSTÖÐ ráðleggur að menn neyti að minnsta kosti tveggja fiskmáltíða á viku. Algengur skammtur af fiski er um 150 grömm og ágætt að reikna með því að fiskneysla sé að minnsta kosti 300 grömm á viku. Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is Bjóðum úrval af dönskum ReSound heyrnartækjum * Heyrnarþjónusta * Heyrnarvernd * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings. Ellisif K . Björnsdóttir heyrnar fræðingur Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.