Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 4
4 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Rangt var farið með föðurnafn Ilmar Kristjánsdótur leikkonu í laugar- dagsblaði Fréttablaðsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Bjarka Frey Sigur- geirsson, 31 árs, í sextán ára fang- elsi fyrir morð. Bjarki Freyr varð Braga Friðþjófssyni að bana í her- bergi að Dalshrauni í Hafnarfirði mánudagskvöldið 17. ágúst síðast- liðinn. Bjarki var handtekinn við húsið skömmu eftir morðið. Hann hafði þá bankað upp á hjá nágranna sínum alblóðugur og í mjög annar- legu ástandi og meðal annars sagt honum að Bragi hefði slasast við að leika Köngulóarmanninn. Bjarki var undir miklum áhrifum áfeng- is og sjóveikitaflna. Nágranninn hringdi strax í Neyðarlínuna. Bjarki var ákærður fyrir að hafa slegið Braga ítrekað þungum höggum í höfuðið með borðplötu og vöfflu járni. Bragi játaði sök við þingfestingu málsins, en kannað- ist þó ekki við að hafa beitt vöfflu- járninu, sem fannst mölbrotið og alblóðugt á vettvangi. Blóðferlasérfræðingur sem rannsakaði vettvanginn taldi hins vegar ljóst að Bjarki hefði bæði notað borðplötuna og vöfflujárnið við árásina. Við meðferð málsins greindi Bjarki frá því að hann hefði ráð- ist á Braga eftir að átök brutust út á milli þeirra þegar þeir stigu inn í herbergið. Eftir að hafa setið að neyslu fyrr um daginn hefðu þeir farið að kýta, Bragi hefði verið með stæla við hann, hefði bitið hann fast í fingurinn og reynt að ræna hann. Bjarki sagðist hafa talið að Bragi bæri hníf á sér og hafi því gripið lítið borð „í brjálæðiskasti“ og látið höggin dynja á honum. Þetta kemur hins vegar ekki heim og saman við staðreyndir málsins. Bragi hafði engan hníf á sér, á fingrum Bjarka voru engin bitför og auk þess bendir allt til þess að tvímenningarnir hafi verið í herberginu í tvær klukkustundir áður en morðið var framið. Í geðrannsókn sem Bjarki gekkst undir segir að hann hafi verið í óreglu frá unglingsárum. Hann sprauti sig með ýmsum efnum og hugsanlegt sé að hann hafi hlotið heilaskaða á táningsaldri vegna sniffs. Hann hafi átt við kvíða og þráhyggju að stríða. Þá segir í dómnum að Bjarki virðist ekki hafa verið með sjálf- um sér þegar hann framdi morð- ið vegna neyslu. „Árás ákærða var ofsafengin og hrottaleg og hlaut ákærða að vera ljóst að hún myndi leiða til dauða“, segir enn fremur. Bjarki hefur ellefu sinnum hlotið dóm frá 1998, fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og þjófnaði. Bjarki er jafnframt dæmdur til að greiða foreldrum Braga 700 þúsund krónur í miskabætur hvoru um sig og móðurinni auk þess 600 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför Braga. stigur@frettabladid.is Bjarki Freyr í 16 ára fangelsi fyrir morð Héraðsdómur hefur dæmt Bjarka Frey Sigurgeirsson í sextán ára fangelsi. Hann banaði Braga Friðþjófssyni með borðplötu og vöfflujárni í Hafnarfirði í ágúst. Bjarki Freyr vissi hvorki í þennan heim né annan þegar morðið var framið. MUNDI LÍTIÐ Bjarki hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Með honum á myndinni er Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Ranghermt var í blaðinu í gær að bruni hafi orðið í vinnubúðum hjá Norðuráli á sunnudag. Hið rétta er að bruninn varð í vinnubúðum Líflands sem er að reisa fóðurverksmiðju á Grundartanga. LIFRARSAMLAGIÐ BRENNUR Húsnæði fyrirtækisins brann um miðjan október. ATVINNA Vinna við niðurrif Lifr- arsamlagsins í Vestmanna- eyjum, sem brann um miðjan október, hófst í gærmorgun. Síð- ustu lýsisbirgðirnar voru flutt- ar úr húsinu á fimmtudag en um 140 tonn af lýsi hafa verið send til hreinsunar hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Eyjar.net sagði frá. Jóhann Jónsson, sem hefur rekið Lifrarsamlagið síðustu fimmtán ár, telur líklegt að stærsta hluta lýsisins megi nýta, en búast megi við að gæðin rýrni við endurvinnsl- una. Jóhann segir að í kjölfar brunans hafi um hundrað tonn af lifur frá Eyjabátum farið til bræðslu í Þorlákshöfn, þar sem nú er eina lifrarbræðslan á landinu. - shá Öll lifur brædd í Þorlákshöfn: Lifrarsamlagið í Eyjum rifið STJÓRNSÝSLA Umhverfisráðherra hefur ákveðið að lagning Vest- fjarðavegar, milli Eiðis í Vattar- firði og Þverár í Kjálkafirði, skuli sæta umhverfismati. Sú ákvörðun er samhljóða úrskurði Skipulags- stofnunar. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær þegar Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, spurðist fyrir um málið. Kvaðst hún hafa kveðið upp úrskurð sinn á föstudag. Einar benti á að úrskurðurinn væri kveðinn upp fimm mánuð- um eftir lögboðinn frest. Svandís sagði það rétt og áhyggjuefni væri hve oft farið væri fram úr slíkum frestum í ráðuneytinu. Unnið væri að úrbótum. - bþs Kafli á Vestfjarðavegi: Þarf að fara í umhverfismat VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 6° 6° 4° 9° 5° 2° 6° 6° 22° 7° 15° 9° 25° -1° 7° 17° 7° Á MORGUN 8-18 m/s, hvassast NV-lands. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s. -2 -4 -2 -6 -4 -4 0 -1 1 -7 8 14 15 10 4 7 6 13 14 18 13 -1 -2 -3 0 2 0 0 -1 1 3 -3 KALT Í VEÐRI Spákort dagsins er ansi kuldalegt enda frost víðast 1-10 stig. Það verður yfi rleitt úrkomu- lítið í dag, sums staðar dálítil él norðan- og austan til en undir kvöld bætir í úrkomuna suðaustanlands. Það hlýnar lítillega á morgun og hlánar líklega syðst á landinu. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður FJÖLMIÐLAR Tap á rekstri Ríkis- útvarpsins ohf. nam 271 milljón króna samkvæmt ársreikningi sem birtur var í gær. Í tilkynningu til Kauphallar- innar segir að afkoma Ríkis- útvarpsins hafi batnað um 465 milljónir króna frá árinu á undan. Tap ársins megi að öllu leyti rekja til mikils fjár- magnskostnaðar vegna verðbólgu og gengislækkun- ar íslensku krónunnar. Launakjör Páls Magnússonar útvarpsstjóra, námu 18 milljón- um króna. Laun hans rýrnuðu ekki þrátt fyrir launalækkun starfs- manna RÚV á síðasta ári. Ástæðan er sú að inn í launakjör útvarps- stjóra reiknast hlunnindamat bíls, en það hefur hækkað verulega. - jhh Ársreikingur RÚV birtur: RÚV tapaði 271 milljón í fyrra PÁLL MAGNÚSSON REYKJAVÍK Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri á að segja af sér vegna fjárframlaga sem hún þáði af Landsbanka Íslands, áður en hún varði hagsmuni eigenda Landsbankans í málefnum Listaháskóla við Laugaveg. Svo segir Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista, sem ætlar að leggja fram til- lögu í þessa veru á borgarstjórnarfundi í dag. Hanna Birna hafi verið vanhæf til að gegna skyldu sinni gagnvart borgarbúum, þegar hún fjallaði um Listaháskólann. Spurður til hvers hann vísi hér, segir Ólaf- ur að Hanna Birna hafi beitt sér „með mjög ákveðnum hætti fyrir byggingu Listahá- skóla við Laugaveg, sem gekk þvert á mál- efnasamning Sjálfstæðisflokks og F-lista um verndun gamallar götumyndar Laugavegar- ins“. Um fjárframlögin vísar Ólafur í frétt DV um að Hanna Birna muni hafa fengið allt að 800 þúsund krónur frá Landsbankanum haustið 2005. „Og hún hefur neitað að greina frekar frá fjár- hagslegum tengslum sínum við eigend- ur Landsbankans,“ segir Ólafur. Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri segir tillögur Ólafs, um að borgarfulltrúar segi af sér eða skili inn heilbrigðisvottorði, ekki nýjar af nálinni. „Ég líkt og aðrir borgarfulltrúar hef kosið að gera hans pólitík ekki að minni og tel því dylgjur hans um mig og aðra borgarfulltrúa ekki svaraverðar,“ segir hún. - kóþ Hanna Birna Kristjánsdóttir segir dylgjur Ólafs F. Magnússonar ekki svaraverðar: Ólafur krefst afsagnar borgarstjórans ÓLAFUR FRIÐRIK MAGNÚSSON HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR GENGIÐ 30.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,7286 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,79 122,37 201,16 202,14 183,25 184,27 24,619 24,763 21,513 21,639 17,519 17,621 1,4094 1,4176 196,13 197,29 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.