Veðrið - 01.04.1956, Síða 3
RITNEFND: JON EYÞORSSON
H. SIGTRYGGSSON
ARI GUÐMUNDSSON
TÍMARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI JÓNAS JAKOBSSON
KEMUR ÚT TVISVAR Á ARI. - VERÐ ÁRG. KR. 20.00 AFGREIÐSLUSTJORI:
1. HEFTI 1956 1. ÁRGANGUR GEIR ÓLAFSSON, DRÁPUHLÍÐ 27
Fylgt úr hlaði
ÞETTA RIT er tómstundavinna nokkurra veðurfrœðinga, er nu starfa
í Veðurstofu Islands. Þvi er œtlað það hlutverk að rœða um veðrið við
landsmenn almennt og halda til haga fróðleik um veðráttu og veðurfar
að fornu og nýju.
Það þarf að visu nokkra djörfung og bjartsýni til þess að fitja uþþ á nýju
timariti á landi hér, svo mörg sem þegar eru fyrir. — En við, sem að þessu
riti stöndum, höfum þá trú, að tilraun okkar eigi rétt á sér. Okkur kemur
ekki til hugar, að við munum bceta fjárhag okkar með henni, en við þykj-
umst hafa i fórum okkar ýmislegt til gagns og fróðleiks landsmönnum til
sjávar og sveita, og við erum þess vissir lika, að þeir kunni frá mörgu að
segja, sem vert sé að halda til haga og geyma i riti þessu.
Islendingar hafa löngum átt afkomu sina að mestu undir sól og regni,
enda hafa þeir gert sér tiðrcett um veðrið. Sést það m. a. á þvi, hversu mikl-
um veðurfróðleik hefur verið bjargað frá gleymsku á liðnum öldum. Þess
vegna gat Þ. Thoroddsen fyllt heila bók um islenzkt árferði i þúsund ár.
Á nokkrum undanförnum árum hefur sþrottið uþþ stétt manna, þótt fá-
menn sé, sem hlotið hefur sérmenntun i veðurfrceði og vinnur ýmisleg og
harla sundurleit störf á vegum veðurstofunnar. Vinnutimi þeirra margra
er cerið óreglulegur, nceturvökur og langir vinnudagar, en tilskildar tóm-
stundir á milli. — Þessum tómstundum geta þeir varið sér til skemmtunar
eingöngu, og þeir geta varið þeim að nokkru leyti til freeðilegra starfa.
Fyrir sjálfa þá og þjóðfélagið er mikils virði, að siðari kosturinn sitji í
fyrirrumi. Þetta er lika skoðun hinna ungu veðurfrceðinga, sem standa að
útgáfu þessa rits og hafa tekið á sig fjárhagslega skuldbindingu til þess
að koma þvi af stað.
VEÐRIÐ mun fyrst um sinn kom út tvisvar á ári, en vcentanlega fjór-
um sinnum sið.ar, ef það á lif fyrir höndum. Það mun flytja frásagnir af
minnisstccðum veðrum, einkennilegum fyrirbrigðum i lofti, frceðilegar rit-
gerðir og svör við fyrirsþurnum o. s. frv. Útgefendur vcenta sér mikillar og
góðrar samvinnu við veðurglögga menn viða um land og óska eftir bréf-
um frá þeim eða ritgcrðum um veður og veðráttu i bliðu og striðu.
JÓN EYÞÓRSSON.
3