Veðrið - 01.04.1956, Side 7
Eins og lýst hefur verið, er því það, sem liér er birt, ekki unnið beint úr
Ieiðréttum frumgögnum. Þó hygg ég, að óvíða séu skekkjur, sem fara mikið
fram úr einni Celsíusgráðu. Og í mánaðameðaltölum eru varla stærri skekkj-
ur en einn til tveir tíundu úr gráðu.
FALL HITANS VIÐ VAXANDI HÆÐ.
Litum nú nánar á línuritin á bls. 5 og 6. Suma daga er um tíu gráðum
kaldara í 1500 en í 500 metra hæð. Venjulega er þó hitamunurinn minni, og
stöku sinnum er hlýrra ofar. Kemur það helzt, þegar hitastig fer hækkandi, og
sýnir, að hlýr loftstraumur hefur náð sér hið efra, þótt enn sé kalt liið neðra.
Skörp hitaskil eru þá einhvers staðar á milli 500 og 1500 metra hæðar. Mjög
gott dæmi er um þetta 14. febrúar klukkan 20, en ]>á lilýnar fjórar gráður
með hæð á þessum eina kílóinetra.
Að meðaltali allt árið 1954 var kólnunin 0,57 °C á hverja 100 m upp í
tveggja kílómetra liæð. Að jafnaði er hitafallið mest næst jörðu, einkum á
daginn yfir sumarmánuðina. Þegar ofar dregur er hitafallið hins vegar meira
á vetrum en að sumrinu. F.ftirfarandi tafla sýnir, hvernig þessu er háttað
Efri liluti hennar sýnir meðaltal ársins, en neðri hlutinn sýnir liæsta og
lægsta liitafall, sem kcmur fyrir í mánaðarmeðaltölum. Minnsta hitafall, 0,34 °C
á 100 m, er í júnímánuði klukkan 02 í 1500—2000 m hæð, en mesta hitafall hefur
verið í september klukkan 14 í neðstu 500 metrunum, 1,00 °C á 100 m, eða
nærri þrisvar sinnum meira en það minnsta.
itafall í Celsiusgráðum á hverjum 100 rnetrum . Meðaltöl ársins .
Hæð í km <14 1,4-1 I-I1/2 11/2-2 Meðaltal
Kl. 02 0,52 0,55 0,54 0,51 0,53
- 08 0,62 0,56 0,54 0,50 0,56
- 14 0,80 0,63 0,57 0,55 0,64
- 20 0,61 0,58 0,57 0,53 0,57
Meðaltal 0,64 0,58 0,55 0,52 0,574
Mest 1,00 0,74 0,72 0,66
Mán. sept. sept. des. des.
Kl. 14 14 20 02
Minnst 0,44 0,40 0,36 0,11
Mán. febr. júlí júní ji'mí
Kl. 02 02 og 08 02 02
DÆGURSVEIFLA HITANS.
Sumarmisserið er talsverður munur á liitastigi dags og nætur við jörð, en
þessi munur, dægursveifla hitans, fer minnkandi með hæð eins og línuritin á
bls. 8 sýna. Sveiflunnar gætir þar vel í 500 metra hæð, en miklu minna einum
7