Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 9
Alla mánuði ársins hefur meðal-
hiti verið undir frostmarki í 2000
metra hæð. Það bendir ákveðið á,
að uppi á Öræfajökli bæti heldur
á en bræði snjó hlýjasta mánuð árs-
ins, hvað þá heldur aðra. í þúsund
metra hæð er þíðviðri fjóra mán-
uði ársins, en frost að jafnaði hina
átta. Það er því ekki undarlegt, þó
að fannir hverfi seint á vorin úr
háum fjöllum, og eins er eðlilegt,
að þau faldi hvítu sne.nma á haust-
in. Þetta árið hefur desember ver-
ið kaldastur, en ágúst hlýjastur, en
annars er oftast kaldast hér á landi
í janúar, en hlýjast i júlí. Er ekki
ólíklegt, að ýmsum þyki fróðlegt að
fylgjast með meðalhita mánaðanna
6. mynd. Árssveifla hitans 195-f.
ár frá ári, en það er ætlunin, að VEÐRIÐ birti árlega sams konar linurit og nú
hefur verið lýst. Af hitafarinu í 500 metra hæð má væntanlega nokkuð marka ár-
ferði á heiðum uppi og lífsskilyrði jurta og dýra, sem þar hafast við.
KOSTNAÐA RMENN:
Til þess að unnt væri að hefja útgáfu þessa tímarits liafa eftirtaldir veð-
urfræðingar heitið allt að 1000.00 króna framlagi hver:
Adda Bára Sigfúsdóttir, Laugateig 24.
Ari Guðmundsson, Keflavíkurflugvelli.
Borgþór H. Jónsson, Keflavíkurflugvelli.
Bragi Jónsson, Keflavíkurflugvelli.
Gunnar Hvammdal, Keflavíkurflugvelli.
Hlynur Sigtryggsson, Keflavíkurflugvelli.
Ingólfur Aðalsteinsson, Keflavíkurflugvelli.
Jón Eyþórsson, Fornhaga 21.
Jónas Jakobsson, Skúlagötu 64.
Knútur Knudsen, Keflavíkurflugvelli.
Ólafur Einar Ólafsson, Keflavíkurflugvelli.
Páll Bergþórsson, Njálsgiitu 86.
9