Veðrið - 01.04.1956, Qupperneq 11

Veðrið - 01.04.1956, Qupperneq 11
en ekki er hann um að saka, úrkoman á Héraði var lítil og ekki nema gott, að mælingar séu i samræmi við það. Úrkoma þessara tveggja staða endurspeglar svo sem bezt ma verða hin merki- legu þráviðri, sem einkenndu sumarið 1955. Fyrir sunnan og vestan jökla breiddist skýjamökkur yfir sveitir, dinunur og regnþrunginn, en að fjallabaki þutu hlýir og þurrir vindar, skýin greiddust í sundur og sólin brauzt fram. Fyrir hvern þann, sem þekkir til heyskaparvinnu, verður erfitt að ímynda sér, hvernig unnt var að þurrka hey í veðurlagi því, sent Þingvallalínuritið sýn- ir. Frá 18. júní til 13. september koma aldrei tveir alþurrir sólarhringar hver á eftir öðrum. Þann 12. júlí kemur þurrkglæta, en morguninn áður hefur verið vatn í mælinum, og þar á undan 50 mm rigning á þrem sólarhringum. Eftir j>að linnir ekki fvrr en í ágústbyrjun. Þá eru aðeins smágerðar rigningar í nokkra daga, og frá morgni þess 5. fram á morgun hins 7. kom „langi þurrkurinn", sem sr. Jóhann kallar svo. Má hugsa sér, að með harðfylgi hafi þá náðzt nokkur hey í garð. En nú tekur við súlnaröðin, samfelld og svört, — þangað til um ntiðj- an september. Loksins styttir upp. ÓJjurrkunum er víðast lokið. Þeir hafa stað- ið frá 18. júní til 13. september, í rúmlega áttatíu daga og áttatíu nætur. Það er tvöfalt syndaflóð og mál að linni, komið frant undir göngur. Lcitum og réttum er frestað til |>ess að engu verði sleppt af Jteim stutta bjargræðistíma, sem nú loksins kom, þrátt fyrir allt. 11

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.