Veðrið - 01.04.1956, Síða 13

Veðrið - 01.04.1956, Síða 13
ar séu hvorki sérlega ljósar né skemmtilegar aflestrar, hygg ég, aö þær nægi flestum greindum alþýðumönnum, en Jreim er rit þetta ætlað. Víkjum nú að hitakortinu og sérkennum þess. Áberandi er það, að miðdegis- hitinn er meiri í innsveitum en við sjóinn, og er Jiað raunar gamalkunn stað- reynd. Svöl hafgolan leikur um útnes og strendur, en í innsveitum fær sólin ráð- rúm til að ylja landið og loftið, jafnvel ])ótt nokkuð sé skýjað. En Jrað, sem eink- um greinir þennan júlímánuð frá venjulegu íslenzku sumri, er liinn mikli liita- munur sveitanna norðan og sunnan fjalla. Sextán og jafnvel átján stiga liiti var í sérstökum skilningi hversdagsviðburður frá Skagafirði austur um Fljótsdals- hérað, en í venjulegum skilningi má þó segja, að slíkt sé enginn hversdagsvið- burður. Tólf til fjórtán stiga miðdegishiti, eins og tíðkaðist á Suður- og Vestur- landi, sýnir hins vegar svalan júlímánuð miðað við venjulegt árferði. Komum við nú að þriðju mynd, er sýnir samanlagða úrkomu júlímánaðar í millímetrum. Hér er eins og á hinu kortinu eingöngu miðað við láglendi. Yfir- leitt eykst úrkoman mjög eftir því sem hærra dregur frá sjó, og má fara nærri um úrkomu á hálendi með því að hækka það, sem kortið sýnir, um 10 af hundr- aði fyrir hverja 80 metra í hæðinni yfir sjó. T. d. verður viðbótin 200 mm (100%), ef kortið sýnir 200 mm og hæðin yfir sjávarmál er 800 m. Úrkomukortið sýnir vel Jiær andstæður, sem hér hefur verið talað um, og jafn- vel enn meiri en línuritin frá Þingvöllum og I-Iallormsstað sýndu. Tíu millímetr- ar í Skriðuklaustri og 357 mm í Vík gætu virzt ótrúlegar tölur, en Jió er engin ástæða til að rengja þær. Tvö hundruð millímetra úrkoma samsvarar því vatns- magni, sem felst í mannhæðar djúpu, jafnföllnu nýsnævi, og getur hver ímyndað sér vatnsganginn, ef slík fönn væri skyndilega brædd, jafnvel þótt jörðin væri Jnxrr og Ju'ð undir. Á stórum svæðum á Suðurlandi var rigningin meiri en jietta, og mun því engum ofsögum sagt af vatnsaga túnanna hjá bændum í Árnessýslu í sumar. Á Norðausturlandi var samtímis vatnsskortur fyrir gróður, og má af Jivi ráða, að ekki dugi minna en 25 mm regn á sumarmánuði hverjum til þess, að jörðin fái svalað Jiorsta sínum. Ekki er við Jrvi að búast, að kort þetta gefi rétta hugmynd um heyskapartið í héruðum landsins, J>ví að vel getur farið svo, að góðir þurrkar komi öðru hvoru, þar sem mikið rignir aðra stundina, og á sama liátt geta úrkomur og svækjur verið þrálátar og til baga, þótt lítið regn mælist. En eins og línuritin frá Þingvöllum og Hallormsstað bera með sér, mun þó hafa verið allnáið samband milli úrkomu- magns og óþurrka þetta sumar. 3. Ur veðurbókum. Tölur Jiær, sem hér hafa verið þuldar, eru vissulega mælikvarði, sem notast má við til þess að lýsa veðráttunni. En til hvers erum við að lýsa henni? Er það ekki fyrst og fremst til þess að vita-, hvernig veðrið býr að mönnum og skepnum, hvort allt leikur í lyndi eða móti blæs? Ef svo er, má segja, að við sækjum vatn yfir lækinn, ef við einblínum á tölur, en heyrum ekki umsagnir Jreirra, sem eiga sitt allt undir sól og regni. Við skulum ekki vanmeta gildi talnanna, en þó er full ástæða til að birta hér 13

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.