Veðrið - 01.04.1956, Side 14
nokkra kafla úr íslenzkum veðurbókum sumarið 1955. Enga heildarmynd fáum
við, aðeins nokkrar svipmyndir, dæmi um hugblæ og viðbrigði starfandi fólks,
þegar lífsbjörgin eyðilagðist fyrir augum þess.
í júnílok skrifar ólafur Sveinsson á Lambavatni á Rauðasandi:
„Það hefur verið stillt og gott veður yfir mánuðinn. Fullmiklir þurrkar fram-
an af, svo grasvöxtur varð síðbúnari en ella. Síðan væta kom, hefir grasvöxtur
mikið aukizt, og er nú víðast orðið sæmilega sprottið."
Ekki leynir sér ánægja bóndans og bjartsýni á öndverðum túnaslætti. Hann
getur þess að vísu, að sláttur sé almennt ekki byrjaður:
„Hefir það líka dregið úr mönnum að slá til muna, að nú undanfarið hafa
verið rigningar og þurrkleysur. En nú verður almennt farið að slá um mánaða-
mótin.“
Ekki skal óþurrkakafli í síðari liluta júnímánaðar draga kjark úr mönnum til
lengdar. Og á Arnarstapa á Snæfellsnesi skrifar Kristbjörn Guðlaugsson um-
svifalaust:
„Það hefur verið ágætt tíðarfar yfir mánuðinn.“
Ingibjörg Guðmundssdóttir í Síðumúla getur einnig um þurrkana í byrjun
júní og hve vel hafi þó rætzt úr með vætuna, „og þá þaut grasið upp. Túnið
hér er orðið dável sprottið, og fer sláttur að byrja.“
Svo líður júlímánuður. Skýrslur berast á ný frá stöðvunum. Ólafur á Lamba-
vatni skrifar, og gætir nú nokkurrar áhyggju:
„Það liafa verið sífelldar rigningar yfir mánuðinn. Smágerð rigning fyrri hlut-
ann, en mjög stórgerðar rigningar seinni hlutann. Annan júlí var þurrkur, síðan
aldrei þurr dagur að heitið gæti, fyrr en í gær 31., þá var góður þurrkur frá há-
degi. Heyskapur liefur gengið mjög illa, hvergi þurr tugga komin í hús, nema
ef einhver hefur getað þurrkað í gær. Það sem hefir verið tekið af heyjum er í
vothey, en það er ekki nema lítið af heyjunum hjá mörgum. Flestir hafa farið
liægt við að slá. Grasspretta er orðin alls staðar góð, og gras víða farið að spretta
úr sér.“
Ingibjörg í Síðumúla gefur lifandi lýsingu á ástandinu:
„Sláttur er lítið byrjaður. Ekkert strá komið inn nema í vothey. Það, sem sleg-
ið hefur verið í þurrhey, er orðið brúnt að lit. Það er í föngum, görðum og
flötum flekkjum. Er skýr litamunur, þar sem föng og garðar standa saman á
hvanngrænum háarsprottnum velli.“
Sýnilegt er, að ekki dugar annað en skjótur bati, ef ekki á illa að fara. Agúst
líður. Um hann segir Ólafur á Lambavatni: \
„Slæmt var í júlí, en ágúst hefur hér verið enn verri, því það hefir aldrei
komið eðlilegur þurrkdagur yfir mánuðinn. Þ. 18. gerði hér stórviðri með rign-
ingu, og varð þá að setja hey saman í hrúgur, og eyðilagðist það, þegar það rigndi
í hrúgunum. Nú 30. gerði hér aftaka norðanhviðu með rigningu, svo hey hefir
fokið hér á Sandinum í báðum þessum rokum . . .“
Sama sagan er á Arnarstapa:
„ . . . stöðugar úrkomur yfir allan mánuðinn, og liefur ekki náðzt neitt Jrurrt
liey í hlöðu."
14