Veðrið - 01.04.1956, Page 17
Fyrsta mynd sýnir í stórum dráttum hafstraumana umliverfis ísland. Örv-
arnar sýna straumstefnuna, en feitu linurnar straummótin. ÞrAlát norðaustan
átt virðist skerpa straumamótin á Halamiðunum og oft myndast þá misjafnlega
breitt illviðrabelti á þessum slóðum og samfara því hafrót í röstinni milli straum-
anna.
Skilyrðin fyrir aftakaveðri á Halamiðum eru þau, að yfir Grænlandi sé nærri
kyrrstætt háþrýstisvæði, en djúp lægð einhversstaðar í námunda við ísland.
Önnur mynd er ekki sýnishorn af neinu sérstöku veðurkorti, heldur má kalla
hana samnefnara allra þeirra veðurkorta, sem sýna, þegar austan og sfðan norð-
austan stórviðri geisa á Halamiðum. A norður-hveli jarðar blæs vindurinn and-
sælis kringum lægðarmiðjuna, en réttsælis kringum hæðarmiðjuna. Frá norður-
heimsskautinu blæs því kaldur vindur, og frostið er venjulega 10—20 syig.
Þetta kalda loft blandast svo saman við hlýrra og suðrænna loft og hlýnar
þannig, að frostið verður um 3—7 stig á Halamiðum. Þegar svo lægðin hreyf-
ist norðaustur yfir ísland eða fyrir sunnan og austan land, herðir á norðaustan-
áttinni og hitaskilin hreyfast norður og norðvestur og hafna að lokum yfir
17