Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 18
Vestfjörðum eða Vestfjarðamiðunum. Snjókoman eykst að sama skapi á þessu
svæði, eftir því sem skilin færast nær, og vindurinn verður byljóttari.
Þriðja mynd sýnir meðallagshita sjávar í febrúar. Það skal sérstaklega tekið
fram, að þetta er meðallag og er því talsverðum breytingum undirorpið.
í síðari hluta október 1950 mældist sjávarhitinn + 7 stig um 90 km. norð-
vestur af Hornbjargsvita, en 35 km. frá þeim stað hafði hitinn fallið niður í + 1
stig, og jafnvel ~ 1 stig. Þessar mælingar voru augsýnilega gerðar á strauma-
mótunum, sem sýnd
eru á fyrstu mynd og
gefa skýra hugmynd
um það, live mikill
mismunur er á sjávar-
hitanum á þessum
slóðum.
Þá komum við að
síðasta atriðinu, en
það er ísingin. Spurn-
ingin er, að hve miklu
leyti getur ising orsak-
að skipsskaða, og live-
nær væri helzt að
vænta mestrar ísingar.
Frostregn, þ. e. regn,
sem frýs um leið og