Veðrið - 01.04.1956, Side 20

Veðrið - 01.04.1956, Side 20
á sömu hlitf og fyrr, en eftir 36 klst. björgunarstarf var liægt að halda áleiðis til lands. Utdráttur úr dagbók botnvörpuskipsins Gulltopps, skipsLjóri Jón Högnason: Sunnudagur 8. febrúar: „Fárviðri frá ANA með mikilli snjókomu og frosti. Skipinu haldið upp í veðrið með ýmist hálfri eða fullri ferð. Rétt eftir mið- nætti kom brotsjór á stjórnborðssíðuna og kastaði skipinu á hliðina. Mestallt saltið í lestinni kastaðist yfir í bakborðssíðuna og mikið a£ kolum færðist til, annar björgunarbáturinn brotnaði, allar lifrartunnurnar fóru fyrir borð og rnikla skemmdir urðu aðrar.“ Það, sem vekur sérstaka athygli við lestur þessara frásagna, er það, að ekk- ert er minnzt á ísingu, og verður þess vegna að álykta, að lnin liafi ekki verið svo mikil, að orð væri á gerandi. Það, sem skipstjórarnir leggja áherzlu á, er veðurhæðin, blindhríðin og sjólagið. Halaveðrið 1955: Tæpum 30 árum síðar varð annað stórslysið á Halamiðum Það skeði 26. janúar 1955, þegar tveir brezkir togarar fórust með 42 mönnuin á Halamiðum. Veðurfarið var svipað og í fyrra skiptið. Á Halamiðum geisaði norðaustan aftakaveður með snjókomu og frosti. Dagana 23.-29. janúar ríkti stöðug norðaustan átt á Halamiðum. Lægðarmiðjurnar hreyfðust norðaustur fyrir sunnan land, en yfir Grænlandi var háþrýstisvæði. Þann 25. janúar nálgað- ist ein lægðarmiðjan Reykjanes úr suðvestri. Samskilin, sem fylgdu þessari lægð voru í eðli sínu hlý, þar eð tiltölulega hlý suðvestan átt var á bak við þau, en köld austan og norðaustan átt blós á undan þeim. Klukkan 6 að morgni 25. janúar fóru samskilin yfir Reykjavík og veðurhæðin mældist 7 vindstig. Sam- skilin þokuðust hægt í norðvestur, en lægðarmiðjan var um 400 km. suðvestur af Reykjanesi. Klukkan 6 síðdegis sama dag var veður á Hornbjargsvita sem hér segir: vindur norðaustan 10 vindstig, frost 1 stig, mikil súld, sem fraus jafn- skjótt og hún féll til jarðar og myndaði glerung. Þarna var augsýnilega hlýtt loft efra, sem streymdi yfir kalt yfirborð jarðarinnar, og það má búast við, að skip á þessum slóðum hafi fengið mikla ísingu á sig. Daginn eftir eða 26. janúar lágu samskilin yfir Kreiðafirði og Húnaflóa frá norðaustri til suðvesturs, og þar virtust þau liafa staðnæmzt. Norðvestan við þau ríkti norðaustan stórviðri og snjókoma, og síðdegis þennan dag fórust brezku togararnir eins og áður var sagt. Klukkan 12 á hádegi voru 7 vindstig á Hornbjargsvita, frost 2 stig og snjó- koma, en í Reykjavík var hiti 0 stig og í Vestmannaeyjum 2 stig. Klukkan 6 síð- degis voru 8 vindstig af norðaustri, 5 stiga frost og talsverð snjókoma á Horn- bjargsvita. Loftþrýstingur var þá 987.3 mb. þar, en á sama tíma var loftþrýst- ingur 1006.7 mb. á Tobinhöfða á Grænlandi og norðaustan 8 vindstig með snjókomu og 13 stiga frosti. Þessi mismunur á loftjirýstingi, gefur til kynna, að á liafinu milli íslands og Grænlands hafi geisað fárviðri eða 10—12 vindstig. Óveðursbeltið náði frá Jan Meyen um Vestfirði og suðvestur á Grænlands- haf, og má gera ráð fyrir, að á öllu Jressu svæði hafi veðrið verið slíkt, að það hafi verið hættulegt öllum skipum, sem þar voru stödd. Orsakirnar að þessum slysum eru, að Jrví er bezt verður séð, aftaka norðaust- 20

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.