Veðrið - 01.04.1956, Side 21
anveður, mikil ísing og liafrót. í þessu sambandi má benda á það, að landlielgis-
takmörk komu hér ekkert málunum við. Það má telja víst, að það ha£i verið
ógerlegt að toga á Halamiðum frá 23. janúar til 29. janúar. Skipstjórarnir á
brezku togurunum höfðu því 2—3 daga til þess að láta ganga frá veiðarfærum
og halda til lands, en því miður tóku þeir þá óheillavænlegu ákvörðun að
andæfa úti fyrir og einmitt á þeim slóðum, þar sem telja má víst, að veðrið og
sjólagið liafi verið verst. Samkvæmt eins nákvæmum upplýsingum og hægt er
að fá var ekkert ísrek Jiarna um þetta levti, svo að ckki þarf að reikna með
árekstri á ísjaka.
Að síðustu er ekki úr vegi að athuga, hvað megi gera tii Jiess að auðvelda
rannsókn á ísingarmyndun, og um leið hvort ekki sé hægt að spá fyrir, live
mikil hún getur orðið hverju sinni.
Það er einkum tvennt, sem hér kemur til greina og mætti framkvæma með
sáralitlum tilkostnaði. í fyrsta lagi mætti láta athuga ísingarmyndun á landi.
Það myndi liafa lítinn aukakostnað i för með sér að athuga þetta á einhverri
veðurathugunarstöð á Vestfjörðum, helzt Hornbjargsvita, sem er sennilega einna
mest áveðurs í austan- og norðaustanátt. Mætti t. d. setja upp tvö hylki, annað
ferkantað en hitt sporbaugslagað, og bera síðan saman ísinguna, sem settist
á hylkin. Með þessu mætti sennilega fá vitneskju um tvö veigamikil atriði, en
þau eru, við hvaða vcðurskilyrði er liætt við mestri ísingu og live ör ísingar-
myndunin er, einnig fengist vísbending um það, hvort straumlínulöguð yfir-
bygging er ekki heppilegri á skipum, sem sigla um Jiau svæði, þar sem hætta er
á ísingu.
í öðru lagi þarf fleiri veðurathuganir írá Vcstfjarðamiðunum, cn Jiær
fást aðeins ef sjómennirnir sjálfir gera þær og senda þær til Veðurstofunnar.
Einnig væri mjög mikilsvert að fá lýsingar á óveðrum og sérstaklega á ísingar-
mynduninni, t. d. hve ört ísingin myndast, hvar hún sezt aðallega, hve þykk
hún er og við hvaða veðurhæð hún byrjar. Einnig væri gott að fá upplýsingar
um lofthita, sjávarhita og úrkomu. Eins og áður er sagt, er Jietta atriði ein-
göngu komið undir sjómönnunum sjálfum, en allar slíkar upplýsingar eru áreið-
anlega vel þegnar af veðurfræðingum, sent liafa Jiað vandasama starf á hendi
að gera veðurspár fyrir þessi stormasömu svæði.
Heimildarrit, sem notuð voru við samningu þessarar grcinar eru: Klima und
Wetter der Fischereigebiete Islands, samið af dr. Martin Rodewald.
Fyrsta og þriðja mynd eru teknar úr þessari bók, einnig mælingar á sjávar-
hita, sem getið er um í greininni.
Veðurkort frá veðurstofunum á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli voru
einnig notuð.
21