Veðrið - 01.04.1956, Side 22

Veðrið - 01.04.1956, Side 22
ÓLAFUR EINAR ÓLAFSSON cand. mag. Vorhretið 1955 OrðiS vorhret munu ílestir e£ ekki allir íslendingar þekkja. Er liætt við, að veðurfræðingur íengi að launum góðlátlegt bros hjá íslenzka bóndanum, ef liann tæki sig til og færi að segja honum hvernig vorhretin lýstu sér. En bóndinn hef- ur öldum saman orðið manna verst fyrir barðinu á þessum skolla í íslenzku veðurfari. Bölvaldur þessi leggst á allan gróður, kyrkir fyrstu gróðurnálarnar, sem teygja sig upp mót vorsólinni, lömbin krókna jafnskjótt og þau sjá dagsins ljós og „vor- boðinn ljú£i“, sem nýkominn er til sumarlandsins eftir stranga ferð, hrekst fyrir óblíðum vindum, frosti og snjó, unz söngur hans deyr út á ísum þessa fagra lands. Vorið 1955 var dágott framan a£, og maímánuður fór vel af stað. Sunnan lands var frernur hlýtt í veðri fyrstu 8 daga mánaðarins, vindur yfir- leitt hægur og jörð víða orðin algræn og tré og runnar að því komin að springa út. Á Norðurlandi var hins vegar fremur kalt í veðri og gróðri miðaði seint. Þann 8. maí mátti sjá á háloftakortum, að mjög kalt loft („kuldapollur") var yfir hafinu norðan við Jan Mayen. Þetta kalda loft barst suður á bóginn næstu daga og frá 10. til 20. maí var allvíðáttumikil, kyrrstæð og köld lægð við vestur- strönd Noregs, en yfir Grænlandi og Grænlandshafi var háþrýstisvæði þetta tíma- bil, og fékk nú norðanáttin lausan tauminn (sjá mynd). Lá kaldur loftstraumur frá heimsskautshéruðunum suður milli Noregs og Grænlands yfir ísland og Bret- landseyjar og allt suður til Spánar. Tók nú að harðna á dalnum nyrðra og þ. 11. tók að snjóa á ýmsum stöðum á Norðausturlandi og aðfaranótt þ. 12. skall á norðan hvassviðri með talsverðu frosti og iðulausri stórhríð um allt norðan- vert landið frá Blönduósi að Dalatanga. Einnig snjóaði suður yfir Holtavörðu- lieiði niður í Borgarfjörð. Snjóaði nú linnulaust næsta sólarhring, en þ. 13. dró heldur úr fannkomunni, einkum um miðbik Norðurlands. En laugardaginn 14. var aftur komin blindhríð um norðanvert landið og éljagangur sums staðar á Suðvesturlandi. Vindur var norðan og norðaustan 6—8 vindstig um land allt þessa daga og norðan lands var frostið 2°—4° C á daginn, en komst niður í 5°—8° á nóttunni. Aðfaranótt þ. 14. komst frostið niður í 12° C i Möðrudal, en víðast hvar annars staðar var frostið 6°—8° þá nótt. Um sunnanvert landið var veður þurrt og bjart þessa daga og mun hlýrra en nyrðra. Var norðanáttin víða þurr og fremur hlý sunnan fjalla (hnjúkaþeyr) eins og oft vill verða, þegar svona viðrar. Á Suðvesturlandi var þó kalt í veðri og fór hitinn jafnan 2°—4° C undir frostmark um nætur. Á Norðurlandi var nú um að litast, sem um hávetur væri, jörð alhvít víðast hvar, vegir tepptir og í Suður-Þingevjarsýslu og Skagafirði var getið um allt að mannhæðar háa skafla. Skömmu fyrir hretið höfðu sumir bændur sleppt geldfé sínu, og fen'nti það sums staðar. Var til dæmis getið um að á einum bæ hafi 20 kindum verið bjarg- að úr fönn, en fimm fundust ekki. Sauðburður var viða byrjaður og neyddust 22

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.