Veðrið - 01.04.1956, Page 25

Veðrið - 01.04.1956, Page 25
Hafa kjarnorkusprengjur ákrif á veðrið? Vorið 1954 íluttu frétlablöð um allan heim fregnir um vetnissprengjur, sem Bandaríkjamenn hefðu sprengt í tilraunaskyni á afskekktum eyjum í Kyrrahafi. Þegar kom fram á sumarið tóku mörg blöð í Norðurálfu að vekja athygli á óvenju- lega vætusömu og sólarlausu veðurlagi þar um slóðir, „svo að el/tu menn þótt- ust ekki muna annað eins.“ Alþýða manna var ekki sein á sér að finna skýring- una: Þetta stafaði vitanlega af kjarnorkusprengingum á Kyrrahafi. Bent var á, að ákafar regndembur hefðu dunið yfir Hiroshima, rétt eftir að sprengjunni miklu var varpað á borgina í ágústmánuði 1946. Sprengingin, sem gerð var neð- ansjávar við Bikini í maí 1954, haíði einnig haft í för með sér regnskúrir, er stóðu yfir í hálfa klukkustund. Sýndi þetta ótvírætt áhrif á veður í grennd við sprengi- staðinn. Hitt er svo annað mál, hvort slíkra áhrifa verði vart í mikilli fjarlægð frá sprengingunni. Hér á landi var sumarið 1954 óvenjulega hagstætt, og því munu getgátur um slæm álirif kjarnorkusprenginga á veðrið ekki hafa vakið mikla athvgli meðal al- þýðu manna fyrst í stað. Hins vegar mátti lieyra slíkar getgátur í óþuiTkatíðinni á Suðvesturlandi síðast liðið sumar (1955). Fyrir norðan og austan var þá þurrt og sólrxkt, en slíkt veðurlag gefur lítt tilefni til lieilabrota. Niðurstaðan er því sú, að kjarnorkusprengingar hafi vart haft merkjanleg áhrif á veðurskilyrði hér á landi fram til þessa. Málsmetandi veðurfræðingar í Ameríku og Evrópu, sem ritað hafa um málið, draga líka mjög í efa, að kjarnorkusprengingar geti haft merkjanleg áhrif á veðr- áttu á stórum svæðum — og sízt varanleg. Vestan fjalls í Noregi var mjög votviðrasamt sumarið 1954, og ýmsir munu hafa sett það í samband við kjarnorkusprengingar. — Því hefur norskur veðurfræðing- ur l) í Björgvin tekið sér fyrir liendur að grafast fyrir liið sanna í málinu. í Björgvin rigndi 535 mm. í júní, júlí og ágúst, en meðallag er 395 mm. Veðurat- huganir hafa verið gerðar [xar á sama stað í 51 ár, og á því árabili hafa sex sum- ur verið vætusamari en 1954, — þar af þrjú áður en nokkrum datt í hug kjarn- orkusprengja. Sumarhiti í Björgvin var mjög nærri meðallagi. Á 51 ári liafa 23 sumur reynzt hlýrri, þrjú jafnhlý og 25 svalari. Höf. telur því enga ástæðu til að grípa til ann- arlegra skýringa, þótt sumarið í Björgvin og í Suður-Noregi vfirleitt væri í votara lagi. Á Bretlandseyjum var svalt og vætusamt. En af 48 undangengnum sumrurn höfðu sex verið vætusamari en 1954. í Skotlandi voru meira að segja 25 sumur af 48 votviðrasamari. Hins vegar var sumarið eitthvert hið kaldasta í manna minnum á Bretlandseyjum. Aðeins sumurin 1907 og 1922 höfðu verið kaldari á þessari öld. í Bandaríkjunum og í Rússlandi var sumarið hlýrra og öllu þurrara en í með- 1) Finn Pedersen: Har atombombene hatt innflytelse pá været? Naturen 1955, nr. 13, side 395—408. 25

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.