Veðrið - 01.04.1956, Síða 30
Þrumuveðrið mikla 21. júní 1933
Laugardagurinn 21. júní 1933 iiófst I)jartur og fagur með hita-sólskin og heið-
ríkju. Ut við sjóndeildarhringinn sáust þó hvítir skýjabólstrar, senr stækkuðu
eftir því sem á daginn leið> Einkum urðu þeir stórvaxnir í norðaustri og suð-
vestri, þegar leið að hádegi. Kl. 1 c. m. fóru að heyrast þrumur í norðaustri og
litlu seinna í suðveslri, en auðheyrt var, að þær voru í mikilli fjarlægð. Smám
saman færðust þær þó nær, og um kl. 2 e. m. fór að myndast skúr yf'ir sunnan-
verðum Laxárdal. Var hann að því leyti merkilegur, að ekki varð séð, að hann
kæmi úr neinu skýi, því vesturloftið var að mestu heiðríkt. Þokaðist skúrinn liægt
suður undan Belgjarfjalli. Var því líkast, að þar sæi á risavaxinn vegg, blásvart-
an. Hef ég aldrei séð svo skuggalegan regnskúr. Skúrinn hefur náð upp 1 ca. 300
metra hæð yfir brúnir Laxárdals. Mátti sjá það með því að bera hæð hans saman
við hæð Belgjarfjalls.
Skömmu eftir að skúrinn myndaðist, fóru að sjást í honum eldingar. Urðu þær
svo tíðar, að kl. 2,30 e. m. töldum við rúmlega 30 þrumur á 10 mínútum. Kl. 3
e. m. var himinninn orðinn alskýjaður. Voru skýin mjög dökk, og mögnuðust þá
þrumurnar ákaflega. Sáust þá oft eldingar i þrem áttum samtímis, og þrumurn-
ar voru svo ákafar, að i hálfa klukkustund var ómögulegt að heyra aðgreining á
þeim, rann þrumuhljóðið saman í einu látlausa þrumu, og var það ógurlegur
gauragangur. Þá voru eldingarnar svo tíðar um Belgjarfjall, að stundum sáust
allt að finnn eldingar samtímis umhverfis topp fjallsins. Eldingum laust niður
víðs vegar um Mývatnssveit. Skemmdu þær einkasíma sveitarinnar, og bjöllur sím-
ans hringdu sjálfkrafa öðru hvoru. Sumum eldingunum sló niður í vatnið, og
var þá eins og létt reykský liðu upp frá vatnsfletinum, en allir fuglar virtust
ærðir af hræðslu, og yfirleitt voru allar skepnur mjög órólegar þennan dag.
Kl. 4 e. m. fór fyrir alvöru að draga úr þrumunum. Þó héldust miklar þrumur
allan daginn. Um kl. 9 um kvöldið lagði þétta þoku yfir sveitina og jafnframt
heyrðust miklar þrumur öðru hvoru. Héldu þrumurnar áfram um nóttina, og
kl. 5 að morgni 22. júní heyrði ég síðustu þrumuna. Hafði j)á Jirumuveðrið
staðið yfir í 16 klukkustundir, og hefur ekki, svo menn hafi sagnir af, komið
hér þrumuveður, sem sé nálægt því eins stórkostlegt og þetta, og er [)að hér
almennt kallað „Þrumuveðrið mikla".
Grímsstöðum við Mývatn, 16. apríl 1937.
Jóhannes Sigfinnsson.
ATH. Ég hef tekið þessa ágætu veðurlýsingu traustataki úr bréfasafni mínu,
og vona ég, að höfundurinn taki ekki hart á því. Þess má geta, að skúr er hér
beygt sem karlkynsorð, eins og títt er á Norðurlandi, og þótti ekki ástæða til
að breyta jiví. — Loks vil ég láta ])á ósk í ljós, að sem flestir verði til Jjess að
senda VEÐRINU álíka gagnorðar og skilmerkilegar frásagnir af sérkennilegum
veðrum. J. Ey.
30