Veðrið - 01.04.1962, Page 4

Veðrið - 01.04.1962, Page 4
með sér hitamæli í lækningaferðum sínum og skrifaði veðurlýsingu og hitastig, þar sem hann var staddur hverju sinni. — Væntanlega verður síðar sagt nánar frá veðurbókum Sveins í þessu riti, því að af miklu er að taka. En rannsóknir hans á íslenzkum jöklum og ritgerð um þá mun halda nafni hans lengst á lofti. iy. Hinn heimsfrægi, norski veðurfræðingur Vilhelm Bjerknes var fæddur 14. marz 1862. Veðurlræðingar um allan heim minntust aldarafmælis hans með þökk og virðingu. Bjerknes lagði á margan hátt grundvöll að nútíma veður- fræði og haffræði, einkum hreyfingu og hreyfiorku í lofti og legi. En kunnast- ur er hann og samstarfsmenn iians fyrir skýringar á myndun lœgða og veðra- brigða, sem skapast á takmörkum mislægra og mishlýrra loftmassa. Hafa slík tak- mörk verið kölluð skil eða veðramót á vora tungu, stundum í stuttu máli Bjerknes- kenningin. * Veðurstoían á Reykjavíkurflugvelli (Veðurdeildin) fluttist loks í febrúarlok sl. úr gamla llugturninum í hinn nýbyggða. Eru aðeins 100 m milli lnisanna, og Jrví engin teljandi tilfærsla á athugunarstöð eða tækjum. Nýi turninn er vel byggt og vandað hús, en vistarveran, scm starfsmenn liafa búið við í mörg ár, var nöturleg og heilsuspillandi. J. Ey. Stormsveipur yfir Austfjörðum Kápumyndlin er að Jiessu sinni veðurkort, er sýnir stormsveip yfir Austfjörðunt ]r. 25. jan. 1949 kl. 17. Kom sveipur Jressi með miklum hraða sunnan af hafi og gerði engin boð á undan sér, Jiví að svo var hann lítill um sig, að hans varð ekki vart á veðurskipum fyrir sunnan land. Stormsveipurinn olli skammvinnu ofsaveðri austan lands, en vestan lands hélzt á meðan stillt og gott veður. Féll loftvog geysilega hratt á undan lægðinni, en steig síðan enn örar, um leið og óveðrið fjarlægðist. Vart mun hægt að flokka lægð þessa með fellibyljum þeim, sem myndast í hitabeltinu, aðallega á haustin. En hin takmarkaða stærð stormsins og ofsi hans minntu ]x> mjög á þessi illræmdu fárviðri heitu hafanna. 4 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.