Veðrið - 01.04.1962, Síða 6

Veðrið - 01.04.1962, Síða 6
á stöSvunum á Vestfjörðum og á Raufarhöfn 22—23 millibar, sem samsvarar um 10 vindstigum yfir opnu liafi. Nú má spyrja, við livaða skilyrði verða stór- skemmdir af völdum brims og sjávargangs á Norðurlandi í norðanátt. Að loftvogin stanili lágt, er nokkuð atriði. Því lægra sem loftvogin stendur, því hærra stendur sjórinn. Við óvenju lága Ioftvogarstöðu getur sjórinn, að iiðru jöfnu, staðiö allt að hálfum metra liærra en við meðalloftvægi. Stórstreymi hef- ur nokkuð að segja. í veðrinu 1961 var stórstreymt, en hins vegar var straumur aðeins í meðallagi og minnkandi 1934. Virðist stórstreymi þannig ekki ráða eins miklu og maður gæti haldið í fljótu bragði. Þá er komið að vindinum, sem er aðalorsök svona náttúruhamfara. Virðist sennilegt, að ef loftvog stendur að meðaltali yfir 20 millibar lægra á Raufarhöfn en á Galtarvita í sólarhring sam- fleytt, en þá inyndi vindur vera 9 vindstig eða meir, megi gera ráð fyrir tölu- verðum skemmdum, hvernig sem stendur á straumum og loftvog. Miklar skemmdir urðu víða á Norður- og Norðausturlandi vegna sjógangs og brims, og eins fennti fé eða hrakti í sjó. Skal nú drepið á það helzta. Einn bátur, Skíði frá Skagaströnd, fórst með 2 mönnum, en annað manntjón varð ekki. A Siglufirði flæddi sjór í kjallara og íbúðir á götuhæð nokkurra húsa, og sumt fólk varð að yfirgefa íbúðir sínar. Þar laskaðist löiulunarbryggja. I Olafsfirði ætlaði 155 smálesta stálskip, Sæþór, út úr höfninni, en hafnaði uppi í fjöru. Skipið skemmdist lítið. í Dalvík varð milljónatjón á hafnarmannvirkj- um. í Hrísey var stórviðri og svo mikið flóð, að siglt var á trillubátum um svæði, sem venjulega eru ekin í bílum. Þar skemmdust vélar og raftæki í síldarbræðsl- unni og sjór náði upp á 3.-4. pokaröð í fiskimjölsgeymslunni. Á Raufarliöfn lá Reykjafoss við bryggju, og skemmdist bæði skipið og bryggjan. Mest mun tjónið hafa orðið á Þórshöfn, en þar skemmdust hafnarmannvirki afar mikið. Tók sjórinn þar 2 bílskúra með bílum og stórskemmdi vörur í pakkhúsi. Að lokum er liér úrdráttur úr nokkrum bréfum. Rögnvaldur Steinsson á Hrauni á Skaga gerir samanburð: Þó mun sjávar- gangur mun minni nú en fyrsta vetrardag 1934. Til marks um það hef ég holt, sem er hér austan við bæinn. Nú var nokkuð upp úr af holti þessu, en árið 1934 rak sexæring yfir holtið og var róið yfir það daginn eftir, var þó talsvert farið að grynna þá. Veðurofsinn þá var og mun meiri en nú. Friðjón Guðmundsson á Sandi í Aðaldal segir: Brim var mjög mikið liér við sandana, en þó ekki meira en nokkrum sinnum í mínu minni. T. d. mun sjór hafa gengið hér lengra 27. október 1934. Helgi Kristjánsson í Leirhöfn á Sléttu skrifar: Veðurofsi var mikill, en engin aftök, en sjávargangur sá mesti, sem komið hefur hér síðan í október 26.-27. 1934, og sums staðar hygg ég, að sjórinn hafi gengið mun lengra á land nú en þá. En í því hafróti gekk sjórinn hærra hér á Sléttunni en clztu menn höfðu spurn- ir af, í Skinnalóni, Rifi og Núpskötlu. Árni Árnason í Höskuldarnesi á Sléttu skrifar: Hér utan við Raufarhöfn gekk sjórinn yfir allar malir og útnes, færði yfir grjót og þara, fyllti allar dokk- ir og gryfjur af sjó, og virtist landslag breytt morguninn eftir stærsta flóðið. Tjón varð á túngirðingum og túnum, sem að sjó liggja. Hér í Höskuldarnesi 6 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.