Veðrið - 01.04.1962, Síða 8
PORllJÖHN SIGUIiGEIRSSON.
Dreifing geislavirkra efna frá kjarnorkusprengingum
Efni það, scm licr er tekið lil meðferðar hefur verið mjög á dagskrá undan-
farið hjá blöðum og öðrum frcttastofnunum. Það er í haesta máta alþjóðlegt,
þar sem áhrifa kjarnorkusprenginga gætir um alla jörðina og þau varða alla
íbúa hennar. Blöðin hafa einkum rætt málið út frá heilsufarslegu sjónarmiði. Hér
verður sú lilið málsins ekki rakin, en einkum rætt um Jiað, sem kalla mætti
hin eðlisfræðilegu atriði í sambandi við dreifingu geislavirkra efna frá kjarn-
orkusprengingum.
MYNDUN GElSLAVIRKRA EFNA í KJARNORKUSPRENGINGUM.
Kjarnorkusprengingum má skipta í tvo flokka, annarsvegar sprengjur, sem
byggjast á klofnun þungra atómkjarna, og hinsvegar sprengjur, sem hyggjast á
samruna léttra atómkjarna. 1 fyrri flokknum eru úraníum- og plútoníum-
sprengjur en í seinni flokknum vetnissprengjur.
Framleiðsla geislavirkra efna er mjög með sínum hætti í hvorum flokki fyrir
sig. í klofnunarsprengjum klofnar hvert atóm í tvö minni atóm, sem bæði eru
geislavirk. Úr úraníum myndast þannig helmingi fleiri geislavirk atóm en úran-
íumatómin sem eyðast, og Jmngi hinng geislavirku efna er í upphafi álíka og
J>ungi þess úraníums, sem tekur beinan þátt í sprengingunni. Magn liinna
geislavirku efna, sem myndast, er hér í réttu hlutfalli við afl sprengingarinnar.
Afl kjarnorkusprenginga er venjulega gefið upp í kílótonnum eða mega-
tonnum, og er Jíá átt við jafngikli sprengjunnar af trinitrotoluol-sprengiefni.
Sprengja sú, sem sprengd var yfir Hirosíma í lok heimsstyrjaldarinnar jafn-
gilti, livað sprengiafl snerti, tuttugu þúsund lestum af trinitrotoluol og er því
talin 20 kílótonna sprengja. í slíkri sprengju klofnar rúmlega 1 kg af úraníum
í geislavirk efni. Við það myndast aragrúi af mismunandi geislavirkum efn-
um, alls um 200 talsins, hvert með sína ákveðnu eiginleika. Þau tilheyra um
35 mismunandi frumefnum með atómjmnga milli 70 og 170. 1. mynd gefur til
kynna, hve mikið myndast af efnum með mismunandi atómþunga.
Flest hinna geislavirku efna hafa stuttan helmingunartíma og eyðast fljótt,
en nokkur Jjeirra hafa all langan helmingunartíma og geta enzt svo öldum
skiptir. Má þar einkum nefna strontíum—90 með helmingunartímann 28 ár og
cesíum—137 með helmingunartímann 30 ár.
Flin geislavirku efni senda frá sér beta og gammageisla. í byrjun kemur mest-
ur hluti geislunarinnar frá efnum með stuttan helmingunartíma, en þau hverfa
fljótt og önnur með lengri helmingunartíma taka við.
Einni mínútu eftir sprengingu 20 kílótonna sprengju er talið að geislun hinna
8 --- VEÐRIÐ