Veðrið - 01.04.1962, Qupperneq 10
hverfi sprengjunnar, fyrir áhrif nevtróna, sem hún sendir frá sér. Nevtrónur eru
kjarnaagnir, án rafhleðslu, sem hafa þann eiginleika að geta sameinazt hvaða
atómkjarna sem er, en við það myndast í flestum tilfellum geislavirk efni.
Fari sprengingin fram í sjó verða geislavirkir ísótópar af klór og natríum áber-
andi, en í lofti sameinast nevtrónurnar köfnunarefniskjörnum og mynda úr
þeim geislavirkt kolefni með atómþunga 14. Kolefni—14 eða C—14, er beta-
geislandi og helmingast á 5.600 árum. Önnur efni geta myndast úr umbúðum
sprengjunnar, allt eftir því úr hvaða efni þær eru. Allar kjarnorkusprengjur
senda frá sér mikið magn af nevtrónum, þó á það sérstaklega við um vetnis-
sprengjur. Geislavirk efni, sem sérkenna vetnissprengjur eru því fyrst og fremst
tritíum og auk þess kolefni—14, ef sprengingin fer fram í lofti. Úraníum- og
plútoníumsprengjum fylgja hinsvegar alltaf efni svo sem strontíum—90 og
cesíum—137, sem áður var getið.
Enn hefur ekki, svo vitað sé, verið sprengd nein sprengja, sem fengi orku sína
einvörðungu frá samruna léttra atómkjarna. Sprengingunni er yfirleitt komið
af stað með klofnunarsprengju, og auk þess er talið að úraníum, eða öðrum
kjarnkleyfum efnum, sé komið fyrir umhverfis sprengjuna til að auka afl henn-
ar. Nevtrónur frá samrunanum lenda þá inn í úraníumkjarna og valda klofnun
þeirra. Allt fram til ársins 1961 var talið að um helmingur af afli allra stórra
sprengna (þ. e. megatonn eða meira) stafaði frá kjarnklofnun, en hinn helming-
urinn frá samruna þungra vetniskjarna. f hinum miklu sprengingum Rússa s. 1.
haust var þó hlutfallið annað, og hefur Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna áætlað
að aðeins 20% sprengiaflsins hafi stafað frá kjarnklofnun, en 80% frá samruna.
Talið er að alls hafi nú verið sprengdar kjarnorkusprengjur, sem hvað orku
snertir jafngilda 290 megatonnum af trinitrotoluol, þar af 120 megatonn s. 1.
liaust og 80 megatonn á árunum 1957 og 1958. Af kjarnklofnun stafa 50 mega-
tonn fram til ársins 1957, 40 megatonn á árunum 1957 og 1958 og 25 megatonn
frá s. 1. hausti, eða alls 115 megatonn, sem samsvara því að 6—7 tonn af geisla-
virkum efnum hafi myndast við klofnun þungra atómkjarna.
ÚTBREIÐSLA GEISLAVIRKRA EFNA.
Dreifing hinna geislavirku efna frá kjarnorkusprengingum er mjög undir því
komin, hvar sprengingin fer fram. Sé sprengt neðanjarðar sitja liin geislavirku
efni kyrr á sprengjustaðnum, a. m. k. cf sprengingin fer fram það djúpt niðri,
að hún nái ekki að kasta af sér jarðlögum þeim, sem yfir liggja. Við sprenging-
una bráðnar bergið, og er það storknar aftur myndast gler, sem geymir í sér hin
geislavirku efni. Á yfirborðinu gætir þá geislunar litt eða ekki.
Ef sprengingin er gerð neðansjávar lendir mikill hluti hinna geislavirku efna
í vatninu og berst með straumum sjávarins frá sprengistaðnum. Útbreiðsla hinna
geislavirku efna gefur þá mjög góða hugmynd um sjávarstraumana. I upphafi
eru hin geislavirku efni í þunnu yfirborðslagi á takmörkuðu svæði, en óreglu-
legir straumar í yfirborði sjávar valda því að svæðið stækkar stöðugt. Mælingar
japanskra og bandarískra vísindamanna á útbreiðslu geislavirkra efna í Kyrra-
hafi eftir neðansjávarsprengingu Bandaríkjamanna við Bikini eyju vorið 1954
10 --- VEÐRIÐ