Veðrið - 01.04.1962, Qupperneq 12

Veðrið - 01.04.1962, Qupperneq 12
agnir þær, sem myndast úr efni og umbúðum sprengjunnar sjálfrar eru yfirleitt mjög smáar. Þvl sterkari sem sprengjan er jiví liærra upp berst rykið, sem myndast og má gera ráð fyrir að ryk frá megatonna sprengjum, sem sprengdar eru hátt í fofti, berist að langmestu leyti upj> í heiðhvolfið. í heiðhvolfinu er öll loftblöndun ntiklu hægari en í veðrahvolfinu og jjar getur hið geislavirka ryk haldizt mjijg lengi. Stærri rykagnirnar falla að vísu með tímanum niður úr heiðhvolfinu og niður í veðrahvolfið, en mikill hluti agnanna er Jjað smár, að fall jjeirra hefur lítið að segja og má reikna með að jjær fylgi hreyfingum loftsins. Þekking okkar á hreyfingum loftsins í heiðhvolfinu er ennjjá ófullkomin, en dreifing geislavirkra efna frá kjarnorkusprengjum mun hafa stuðlað mjög að jjví að auka hana. í ljós hefur komið, að geislavirk efni, sem blandast loftinu í heiðhvolfinu í nánd við miðbaug haldast miklu lengur á lofti en ef blöndunin fer fram í nánd við heimskautin. Þannig virðist Jjurfa 5—10 ár til jjess að lielm- ingur jjess geislavirka ryks, sem myndaðist við sprengingar Bandaríkjamanna vorið 1954 í heiðhvolfinu við Eniwetok eyju í Kyrrahafinu 11° fyrir norðan miðbaug, falli til jarðar. Tilsvarandi tími fyrir geislavirkt ryk frá sprengingum Rússa haustið 1958 við Novaja Sernlja um 73° norðlægrar breiddar er l/2—1 ár. Við heimsskautin liggja veðrahvörfin, eða mörkin á milli veðrahvolfs og heið- hvolfs, í allt að 10 km hæð en helmingi hærra við miðbaug, eins og lauslega er sýnt á 2. mynd. Yfirleitt eru skír mörk á milli heiðhvolfs og veðrahvolfs nema á vissu svæði milli 30. og 40. breiddargráðu, en á jjessu bili vex hæð jjeirra ört eftir jjví sem nær dregur miðbaug. Það hefur komið í ljós, að Jjað er langt frá Jjví að hið geislavirka ryk sáldrist jafnt og jjétt niður í gegnum mörkin á milli heiðhvolfs og veðrahvolfs, livar sem er á jörðinni. Þar sem miirkin eru skír kemur sára lítið af hinu smágerva ryki niður í veðrahvolfið, heldur nær eingöngu á belti Jjví, þar sem mörkin eru óljós, á milli 30. og 40. breiddargráðu. Á jjessu bili virðist loft úr heiðhvolfinu streyma niður í veðrahvolfið og annars staðar ekki svo teljandi sé, nema ef vera skyldi við heimsskautin. Niðurstreymi jjetta virðist örast að vetrinum eða vor- inu, en hægast á sumrin eða haustin. Lítil blöndun virðist eiga sér stað á milli suður og norðurhvels í lægri hlutum heiðhvolfsins og bendir jjað til Jjess að í hitabeltinu streymi loft ujjp í heiðhvolfið, sem breiðist svo út til suðurs og norð- urs. 3. mynd gefur góða hugmynd um hvernig magn geislavirkra efna í andrúms- loftinu breytist með breiddargráðunni. 4. mynd gefur tilsvarandi upplýsingar um geislavirk efni í regnvatni. Þegar rykið er einu sinni komið niður úr heiðhvolfinu skolast jjað tiltölu- lega fljótt til jarðar með úrkomu. Þetta veldur því að rykið nær ekki að dreif- ast jafnt yfir alla jörðina, heldur verður Jjað mest í heittempruðu beltunum, lítið í hitabeltinu og fer lækkandi í kaldtempruðu beltunum eftir Jjví sem Ijær dregur miðbaug. Þar sem flestar sprengingarnar liafa verið gerðar á norð- urhveli jarðar er þar miklu meira magn af geislavirku ryki en á suðurhvelinu. Innihald úrkomunnar af geislavirkunt efnum fer fyrst og fremst eftir Jjví, hversu inikið er af þeim í loftinu jjar sem regnskýin myndast, en úrkomumagn 12 VEÐRie

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.