Veðrið - 01.04.1962, Síða 14
Eins og áður var getið hefur tritíum þá sérstöðu, að það fylgir vatninu, hvar
sem það fer. Eftir að það hefur fallið til jarðar með úrkomunni gufar nokkur
hluti þess upp aftur, annar hluti sezt að í raka jarðvegsins, sem vökvar gróður-
inn og þriðji hlutinn rennur niður í jarðlögin og kemur ujrp aftur eftir skemmri
eða lengri tíma í uppsprettum.
Eftir að stórar vetnissprengjur hafa verið sprengdar hækkar tritíummagn úr-
komunnar skyndilega og helzt hátt í nokkrar vikttr eða mánuði. Tritíuminni-
haldið er hin ákjósanlegasta merking fyrir regnvatnið og með tritíummæling-
unt má fylgjast nteð, Iivað af því verður. Þannig má t. d. finna, hvenær regn-
vatnið frá slíku tímabili kemur fram í mismunandi uppsprettum.
Slíkar rannsóknir fara nú fram í Eðlisfræðistofnun Háskólans, ]tar sem mælt
er tritíummagn í vatni frá bæði heitum og köldum uppsþrettum, auk regnvatns.
Enda þótt tiiluvert magn af tritíum myndist í vetnissprengjum, þá gætir þess
ekki mikið vegna þess að það blandast öllu vatni gufuhvolfsins og jafnvel sjón-
um líka þegar tímar líða.
Eitt, sem gerir viðfangsefnið að vissu leyti flóknara er það, að vetnissprengjur
eru ekki einar um að framleiða tritíum, heldur hefur frá akla öðli myndast tri-
tíum I lofthjúp jarðarinnar fyrir tilstilli geimgeislanna. Áætlað hefur verið
að á jörðinni séu 10—20 kg af tritíum, sem á geimgeislunum tilveru sína að
þakka, en framleiða vetnissprengjanna mun þó vera mun meiri.
Eins og áður var getið stendur tritíum ekki lengi við í veðrahvolfinu, og að
nokkrum mánuðum liðnum hefur mestur hluti þess lent í sjóinn. Þannig er tri-
tíummagn sjávarins nú nokkrum sinnum hærra en ]>að var fyrir einum áratug,
áður en nokkur vetnissprengja hafði verið sprengd. Þetta aukna tritíummagn
sjávar hefur einnig áhrif á úrkomuna, ]>ar sem vatn það, sem gufar upp úr sjón-
um flytur nú með sér meira tritíum en áður.
Kolefni—14 var einnig til i andrúmsloftinu áður en kjarnorkusprcngingar hóf-
ust, því að það er einmitt þetta efni, sem notað er til aldursákvarðana á leifunt
jurta og dýra. Hér eru það einnig geimsgeislarnir, sem sjá um framleiðslu hins
geislavirka kolefnis. Aætlað hefur verið, að á jörðinni séu um 80 tonn af C—14,
sem stafar Irá geimgeislunum, þar af um 1 tonn í gufuhvolfinu. Langmestur
hluti hins geislavirka kolefnis er I sjónum, og áður en kjarnorkusprengjur komu
til sögunnar virtist ríkja fullkomið jafnvægisástand milli magnsins I sjónum
og í loftinu. Þetta bendir til, að enda þótt hið geislavirka kolefni, sem er í loft-
inu, berist mjög treglega í sjóinn þá komist þó jafnvægi á á milli magnsins í
loftinu og sjónum á nokkrum þúsundum ára.
Framleiðslumátinn er nákvæmlega sá sami, hvort sent C—14 er framleitt af
geimgeislum eða kjarnorkusprengjum. í báðum tilfellum cru það nevtrónur,
sém með köfnunarefni loftsins mynda geislavirkt kolefni. Ætla má að næstum
því hver einasta nevtróna, sem lendir í loftinu, sameinist köfnunarefniskjarna
og myndi úr lionum eitt atóm af C—14. Hið ótruflaða C—14 magn et því mál
fyrir, hve margar nevtrónur geimgeislarnir mynda í gufuhvolfi jarðarinnar, en
aukningin segir til um, hve margar nevtrónur kjarnorkusprengjur hafa sent
út í guluhvolfið. Geislavirkt kolefni gefur því mjög mikilvægar upplýsingar um
14 --- VEÐRtÐ