Veðrið - 01.04.1962, Page 20
Bandaríska veðurstofan liefur einnig áætlað, hve ntikið flóðspár dragi úr
tjóni af völdum flóða, og hafa 25 milljónir dollara á ári verið nefndar í þvi
sambandi. Mun láta nærri, að hagur af spánum hafi verið þrítugfaldur á við
tilkostnað. Gætu þessar tölur verið íhugunarefni fyrir þá, sem fé eiga að veita
til svipaðrar starfsemi.
Á Islandi er tjón af völdum flóða í ám tiltölulega fátítt og smávægilegt, þeg-
ar miðað er við tjón af völduin flóða víða erlendis. Valda þessu staðhættir og
strjálbýli. Rétt er þó að nefna hér hin ægilegu og sérkennilegu jökulhlaup,
en í sumum þeirra hefur vatnsflaumurinn jafnazt á við stórflóð í mestu fljót-
um veraldar. í jökulhlaupinu á Skeiðarársandi árið 1934 var vatnsflaumurinn
t. d. um tíma meiri en venjulegt vatnsmagn Amazonfljótsins, en það er vatns-
mesta fljót veraldar.
Ægilegasta jökulhlaup, sem sögur fara af, varð, þegar Öræfajökull gaus árið
1362. Eyddist þá með cillu byggð í Héraði milli sanda, en svo nefndist landsvæði
Jiað, sem nú heitir Öræfi. Eru til þjóðsagnakenndar frásagnir, sem herma, að
ldaupið hafi grandað öllum héraðsbúum utan einni kerlingu eða einum smala.
Þótt frásagnir þessar fái ekki staðizt, mun liitt vafalaust, að margt manna hefur
farizt í hlaupinu og margir bæir jafnazt við jörðu. Gjöreyðingu byggðarinnar
má Jró ekki síður rekja til gífurlegs öskufalls en jökulhlaupsins.
SJÁVARFLÓÐ.
Við sjávarstrendur verður sem kunnugt er viðast vart flóða tvisvar á hverj-
um sólarhring eða nánar tiltekið tvisvar á hverjum 24 klukkustundum og 50
mínútum. Á Jietta annars vegar rætur sínar að rekja til aðdráttarafls tungls og
sólar, en hins vegar til snúnings jarðar um möndul sinn. Flóðin eru misstór,
og fer hæð ílóðbylgjunnar eftir breytilegri afstöðu tungls og sólar til jarðar
og eftir því, hvar er á jörðunni.
Til eru þeir staðir, þar sem mikill niunur flóðs og fjöru veldur verulegunt
óþægindum, en sjaldgæft er þó, að hin reglubundnu sjávarflóð valdi umtals-
verðu tjóni, ef ekki kemur einnig til stórviðri af hafi eða aðrar sérstakar orsakir.
Þegar stórstreymt er samfara ofsaveðri, eru Jress hins vegar mörg dæmi, að stór-
fellt tjón hafi orðið við láglendar strendur. Kemur hér ýmislegt til. Fyrst er
það, að hafvindur Juýstir sjónum upp að ströndinni og getur Jrannig hækkað
sjávarborðið verulega. Annað er það, að stórviðri eru oftast samfara lágum
loftþrýstingi, en þar, sem loftþrýstingur er lægri en umhverfis, hækkar sjávar-
staða nokkuð. Loks er þess að geta, að mikið öldurót er samfara stormum, en
nái öldufaldarnir hærra en varnargarðar eða sjávarkambar, þá flæðir sjór yfir
landið, og mikil hætta getur verið á ferðum.
Tjón af völdum sjávarflóða verður fyrst og fremst á láglendum eyjum og
Jrar, sem víðáttumiklar lágsléttur, t. d. ársléttur, liggja að sjó.
Holland er sem kunnugt er mjög láglent, enda hefur oft hlotizt þar mikið
tjón og mannskaðar af flóðum. Margir munu t. d. minnast stormflóðanna um
mánaðamótin janúar—febrúar 1953, en Jrá fórust um 1800 manns í Hollandi, og
20 --- VEÐRIÐ