Veðrið - 01.04.1962, Síða 21
mjög mikið tjón varð á eignum. í flóðunum drukknuðu yfir 25.000 kýr, 20.000
svín, 3.000 kindur og 1500 hestar. Samtímis voru einnig mikil flóð í Englandi,
og munu þar hafa drukknað unr 300 manns.
Af öðruni og mannskæðari sjávarflóðum má nefna flóðbylgjuna, sem skall
yfir óshólma og ársléttu Ganges- og Bramaputra- og Mega- fljótanna í fndlandi
samfara stórviðri 31. október 1876. Að minnsta kosti 70 þúsund manns drukkn-
uðu á þessum slóðum og yfir 40 þúsund fórust af völdum kóleru, sem tclja
má afleiðingu flóðsins. Fjöldi fólks fórst einnig í nærliggjandi liéruðum, og
hefur verið áætlað, að alls hafi 215.000 manns látið lífið bcint og óbeint af völd-
um þessara hörmulegu náttúruhamfara.
Enn mannskæðara er þó talið, að stormflóðið liafi verið, sem skall á ströndum
fndlands þann 7. október 1737. Er álitið, að þá liafi um 300.000 karlar, konur
og börn farizt.
Ægileg sjávarflóð geta einnig orðið af völdum eldsumbrota og jarðskjálfta á
sjávarbotni. Þegar meginhluti eldfjallaeyjunnar Krakatá sprakk í loft upp seint
í ágúst 1883 mynduðust til dæmis flóðbylgjur, sem urðu um 36 þúsundum manna
að bana á láglendum ströndum eyjanna Jövu og Súmötru. Urðu flóðskaðar
við strendur þessara eyja í allt að 30 metra hæð yfir meðalsjávarborði, og má
af því ráða hrikaleik hæstu flóðöldunnar.
Við strendur íslands liefur sem betur fer orðið fátt um mikla skaða af sjávar-
flóðum. Nefna má þó Básendaflóðið í suðvestan stormi og þrumuveðri nóttina
milli 8. og 9. janúar 1799, en þá varð mikið tjón á ýmsum stöðum á Suður-
og Vesturlandi. Ein öldruð kona drukknaði í flóðinu, talsvert fórst af búpen-
ingi, fjöldi húsa skemmdist, og álitið er, að 187 bátar og skip hafi gjöreyðilagzt
eða skemmzt mjög mikið. Við Seltjarnarnes steig sjórinn um 3 metrum liærra
en við venjulegt stórstraumsflóð og flaut yfir nesið innanvert við Lambastaði.
Mikið tjón varð á Eyrarbakka, í Grindavík, við Seltjarnarnes, á Akranesi, í
Staðarsveit, á Skógaströnd og á mörgum öðruin stöðum. Má af því marka
nokkuð ofsa veðursins og flóðsins.
Flosi Hrafn Sigurðsson.
Fyrsta alþjóðlega veðurdagsins 23. marz 1961 var minnzt víðsvegar urn heim á
ýmsan hátt, meðal annars með stærri og minni sýningum. Ein sú minnsta var
efalaust gluggasýning Veðurstofunnar, sem áður hefur verið getið í Veðrinu. í
ársskýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar 1961 þar sem frá þessu er skýrt,
er birt mynd af einni þessara sýninga, og er ekki að orðlcngja það, að sú mynd
er af glugga Málarans í Revkjavík.
VEÐRIÐ --- 21