Veðrið - 01.04.1962, Qupperneq 25

Veðrið - 01.04.1962, Qupperneq 25
JÓNAS JAKOIiSSON: Hitastig yfir Keflavík ] þetta sinn eru birtar hitalínur frá síðasta vetri, mánuðunum október til marz. Hitabreytingar eru litlar fyrri hluta október. Vindur var þá lengstum suð- lægur og oft skúraveður á Suðurlandi. Þrátt fyrir sunnanáttina var loftið ekki langt að komið, fyrr en þ. 12. Þá nær liingað suðrænt hafloft með lægð, sem var afkomandi fellibyls. Næstu dagana snerist til norðanáttar. Kólnaði þá í bili og gerði frost með fyrstu snjóum á Norðurlandi þ. 16. Daginn eftir mældist fyrsta frost haustsins í 500 m hæð yfir Keflavík. Þar var seinasta frostið um vorið 25. maí, svo að lengd sumarsins 1961 hefur samkvæmt því orðið tæplega 21 vika, en meðaltal undanfarinna átta ára er tæpar 19 vikur. Á þessu tímabili var sumarið 1955 lengst, eða nákvæmlega 21 vika, en það skemmsta var 1957, 15 vikur. Eftir þetta kuldakast kom hlýindakafli, sem stóð í um það bil viku og rís eins og há alda á línuritinu þ. 19. Það var hlýjasti dagurinn í október. Þá var dinnn þoka og mikill úði víða við suður- og vesturströndina. Undir lok mán- aðarins kólnaði í veðri með norðanátt og nokkru frosti. Kemur það glöggt fram sem öldudalur á línuritinu við mánaðamótin. Helztu einkenni hitafarsins í nóvember cru hlýindakaflinn skömmu fyrir miðjan mánuðinn og kuldakastið síðustu tíu dagana. Þ. 12. og 13. kom suðrænt loft hingað norður. Því fylgdi mjög mikil úrkoma um sunnan og vestanvert landið. Mest mældist hún á Eyrarbakka og í Kvígindisdal, eða um 100 mm á sólarhring seinni daginn og nóttina eftir. Ákafast varð vatnsveðrið um það bil, sem tekur að kólna, þegar kuldaskilin eru að nálgast. Seinni hluta mán- aðarins kom mikið kuldakast, sem stóð í nær viku. Þá setti niður mikinn snjó rakkasléttu, þar sem hitinn er 8—10 stig. Þess ber þó að geta, að mjög miklu munar hvort hitinn er nærri 10 stig eða aðeins rúmlega 8. En vafalaust er, að þessi lönd eiga eftir að koma að mun meiri notum en nú er, með fólksfjölgun og aukinni tækni í landinu. Landssvæði, þar sem júlíhiti er lægri en 8 stig, eru undantekningalítið gróður- snauð. Þar eru allir jöklarnir, þó að hraðskreiðir skriðjöklar teygi sig á stöku stað niður í mun meiri sumarhlýju. Samfelldast er kuldasvæðið yfir Vatnajökli og umhverfi lians, allt til Eyjafjallajökuls. Annað er um miðbik landsins, yfir Hofsjökli og Langjökli, og hið þriðja á Norðausturlandi, en sundurslitnari eru öræfin á Vestljörðum, Austfjörðum og milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Sums staðar er hitinn nærri 8 stigum á stórum svæðum, svo sem Sprengisandi og Fljótsdalsheiði, og getur ])á mjög orkað tvímælis, hvar mörkin skuli draga. VHÐRIÐ 25

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.