Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 36
36 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Úlfar Hauksson skrifar um örlög íslensks sjávarútvegs í ESB Fiskveiðar eru meðal elstu athafna manns-ins og eina atvinnugreinin sem byggist á veiðimennsku sem er enn stunduð í umtals- verðum mæli með viðskipta sjónarmið í huga. Ásókn í gjöful fiskimið voru lítil sem engin takmörk sett til ársins 1976 en fram að þeim tíma voru flest fiskimið öllum opin. Á seinni hluta áttunda áratugarins var þróun í hafréttar málum mjög hröð og segja má að 200 mílna efnahags lögsaga hafi orðið viðtekin venja frá árinu 1976 þótt slíkt hafi ekki fengist staðfest fyrr en á þriðju hafréttar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1982. Lögsaga strandríkja var mikil- vægt skref í þá átt að afmarka nýtingar- rétt á fisk stofnunum. Margir fiskistofnar virða hins vegar ekki lögsögu ríkja og veið- um úr þeim þarf að stjórna á þverþjóðleg- um vettvangi. Það er hins vegar hápólitískt úrlausnar efni hvernig ber að stýra nýtingu á sameigin legum fiskistofnum; sú pólitík snýst um hver fær hvað, hvenær og hvernig. Evrópusambandið er lýsandi dæmi um slíkt og samstarf aðildarríkjanna í sjávarútvegs- málum hefur mótast af nauðsyn en jafnframt af mikilli hagsmunabaráttu bæði innan land- anna og þeirra í milli. Aðildarumsókn Íslands Umræða um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB hefur til þessa strandað á sjávar- útvegsmálum. Nú þegar Ísland hefur sótt um aðild er mikilvægt að varpa ljósi á þennan málaflokk á yfirvegaðan hátt og út frá stað- reyndum. Í þessari fyrstu grein af þremur verður gerð grein fyrir tilurð og þróun sjávar- útvegsstefnu ESB. Í næstu grein verður farið yfir aðildarsamning Norðmanna um sjávar- útvegsmál frá árinu 1994 og samning Malt- verja frá 2004. Að síðustu verður farið yfir samningsstöðu Íslendinga á sviði sjávar- útvegsmála og ályktað um hugsanlega niður- stöðu aðildarsamninga. Sjávarútvegsstefna ESB Upphaf sjávarútvegsstefnu ESB má rekja til alþjóðlegrar þróunar í sjávarútvegsmálum á áttunda áratugnum. Í hnotskurn snýst stefnan um sameiginlega nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum sem virða ekki mörk efnahags- lögsögu ríkja. Skynsamleg nýting fiskistofna, stöðugt framboð sjávarafurða til neytenda og sómasamleg lífskjör fólks sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi eru höfuðmarkmið sjávar- útvegs stefnunnar. Sjávar útvegsstefnu ESB má skipta upp í fjögur svið: Markaðs- skipulag sem á að tryggja stöðugt framboð af sjávar fangi í ESB sem er stærsti mark- aður í heimi fyrir sjávarafurðir. Samskipti við þriðju ríki þar sem framkvæmdastjórnin kemur fram fyrir hönd aðildar ríkjanna og hefur umsjón með alþjóðlegum samningum. Styrkja- kerfi til uppbyggingar og ný sköpunar í greininni og loks fisk veiði stjórnun sem byggir á lögmálinu um jafnan aðgang fyrir utan 12 mílur, hámarksafla, hlutfalls legum stöðug leika auk tæknilegra ráðstafana til verndunar og stjórnunar á nýtingu fiskistofna. Hér munum við einkum beina sjónum okkar að fiskveiði- stjórnun og aðgangi að veiðisvæðum aðildar- ríkja. Skipting veiðiheimilda og fiskveiðistjórnun Hámarksafli á miðum ESB er ákveðinn af sameiginlegri yfirstjórn og byggir á áliti fiskifræðinga. Framkvæmdastjórnin leggur tillögur fyrir ráðherraráðið sem ákveður heildarafla helstu fisktegunda. Sjávar útvegs- ráðherrar aðildarríkjanna taka því endan- lega ákvörðun um heildarmagn og deila á milli þjóða eftir svokölluðum hlutfallslegum stöðugleika. Hlutfallslegi stöðug leikinn var tekinn upp árið 1983 og ræðst hlutdeild ein- stakra ríkja af veiðireynslu, mikilvægi sjávar- útvegs og þeim missi sem ríkin urðu fyrir þegar strandríki færðu efnahagslögsögu sína út í 200 sjómílur og aðgengi að fiskimiðum takmarkaðist við þjóðerni. Ríkin úthluta síðan hlutdeildinni eftir sínu eigin kerfi og bera ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu og geta sett strangari reglur en ESB svo fremi sem slíkar reglur mismuni ekki aðilum á grundvelli þjóðernis. Hlutfallslegi stöðugleikinn tryggir strand- ríkjum hlutdeild í heildarafla á því svæði sem ákvörðun um hámarksafla nær til. Útgangs- punkturinn er veiðireynsla í viðkomandi fisk- tegund. Nánar verður vikið að hlutfallslega stöðugleikanum í seinni greinum. Jafn aðgangur að fiskimiðum Meginreglan um jafnan aðgang kemur til út af ákvæði í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Ákvæðið takmarkast hins vegar mjög af reglunni um hlutfallslega stöðugleikann og greint var frá hér að ofan. Aðgangurinn er því skilyrtur sem felst m.a. í því að hlutdeild ríkja í fisk- tegundum, sem falla undir ákvörðun um heildarafla, er bundin við ákveðin svæði sem aftur byggir á veiðireynslu. Ákvæðið um jafnan aðgang þýðir sem sagt ekki að um opinn og frjálsan aðgang að fiskimiðum ríkj- anna sé að ræða. Ríkin geta hins vegar skipst á veiðiheimildum ef þeim hugnast slíkt. Að auki eru fordæmi fyrir því að aðgangur að ákveðnum miðum sé einskorðaður við tiltekin strandsvæði séu þau verulega háð fisk veiðum og fiskistofnarnir staðbundnir. Dæmi um slíka ráðstöfun má meðal annars finna í kringum Hjaltlandseyjar. Í gegnum tíðina hefur þessi svæðisbundna mismunun reynst afar mikilvæg fyrir landfræðilega afvikin svæði. Af ofan sögðu má því draga þá ályktun að ákvæðið um jafnan aðgang hafi í raun mjög takmarkaða þýðingu. Umdeild stefna Fiskveiðistjórnun ESB hefur, líkt og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, það markmið að gera fiskveiðar efnahagslega hagkvæmar án þess að það hafi í för með sér félagslega upplausn. Það er hins vegar hápólitískt deilu- efni hvernig ber að ná því markmiði. Þetta vandamál er af allt annarri og ósambæri- legri stærðargráðu í ESB en á Íslandi. Í ESB ná fiskveiði hagsmunir nær undantekningar- laust út fyrir lögsögu þjóðríkja þar sem lög- sögur skarast með miðlínu og eða út á alþjóð- legt hafsvæði. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi undan farin ár sótt í auknum mæli í úthafið teljast flestir okkar helstu nytjastofnar vera staðbundnir. Þar að auki er efnahagslögsaga Íslands tiltölulega einangruð. Sjávarútvegsstefna ESB er, líkt og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, langt frá því hafin yfir gagnrýni. En hvar liggur vandinn? Er það sjávarútvegsstefnan sem slík, þ.e. hinn sameiginlegi vettvangur aðildarríkjanna til að ráða ráðum sínum sem er höfuð mein- semdin eða hangir fleira á spýtunni? Frá upphafi hefur stefnan verið umdeild og dæmi eru um þrýstihópa sem berjast fyrir því að sjávarútvegsmál verði alfarið færð til aðildar- ríkjanna. Aðildarríkin myndu þá einhliða ákveða hámarksafla innan sinnar lögsögu og hverjir hefðu rétt til veiða þar. Slíkar raddir hafa verið háværar og hafa fallið í frjóan jarðveg í sumum sjávarbyggðum ESB. Einföldun á staðreyndum Að sama skapi og uppi hafa verið háværar raddir sem finna sjávarútvegsstefnu ESB allt til foráttu eru til raddir sem benda á það sem mikla einföldun að kenna sameiginlegu sjávar útvegsstefnunni alfarið um það sem miður hefur farið í sjávarútvegi í ESB. Þvert á móti er því haldið fram að sam- eiginleg stefna sé eina von sjávarútvegsins; allar tilraunir í þá veru að stjórna nýtingu fiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi með ein- hliða aðgerðum strandríkja sé dæmd til að mistakast. Slíkt fyrirkomulag yrði ávísun á stjórnlausar veiðar; þorskastríð allra gegn öllum. Þrátt fyrir að tilkoma sjávarútvegs- stefnunnar hafi á sínum tíma verið liður í pólitískri refskák er alveg ljóst að aðstæð- ur eins og þær eru núna kalla á samvinnu ríkja á milli og á einhverjum tímapunkti hefði þurft að koma á sameiginlegum vett- vangi strandríkja. Sameiginleg sjávarútvegsstefna innan ESB í einhverri mynd virðist vera besti vettvangur inn til að semja um þessi mál. Það hefur a.m.k. ekki tekist að sýna fram á annað með afgerandi hætti. Niðurstaðan er því sú að þeir sem kalla eftir því að stjórn fiskveiða í ESB verði alfarið færð til þjóðríkja afhjúpa í senn van- þekkingu sína á fiskveiðum og á landfræði- legum aðstæðum strandríkja við Norðursjó og nálægum hafsvæðum; höfða til þjóðernis- tilfinninga en ekki heilbrigðrar skynsemi. Í næstu grein verður fjallað um aðildar- samning Norðmanna og Maltverja. Höfundur er stjórnmálafræðingur og vél- stjóri á Sólbaki EA-1. Greinin byggir á rannsókn höfundar sem birtist í bókinni Gert út frá Brussel? árið 2002. Jafnframt er stuðst við grein höfundar „Hvalreki eða skipbrot“ sem birtist í bókinni Ný staða Íslands í utanríkismálum frá 2007. Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins ÚLFAR HAUKSSON UMRÆÐAN Kristján Sveinbjörnsson skrif- ar um sveitarstjórnarmál Eftir bankakreppu hefur sam-eining sveitarfélaga komist aftur í umræðu. Jafnvel á höfuð- borgarsvæðinu hafa ýmsir rætt þau mál óformlega. Flest sveitar- félög, m.a. á höfuðborgarsvæðinu, eru í miklum erfiðleikum vegna lækkandi tekna og framkvæmda- stöðnunar. Álftanes stendur þar einna verst og nú eftir flopp D- listans með stofnun nær óstarf- hæfs meirihluta er Sveitarfélag- ið Álftanes í andarslitrunum. Er lausnin að sameina, og/eða þarf að gerbreyta rekstri sveitarfélaga? Hugmynd um að mynda eina yfirstjórn yfir öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nefnd, eða jafnvel að sameina suðursveitarfélögin frá Kópavogi til Voga. Nú er komið að sveitar- stjórnarmönn- um að skoða alvarlega þessi mál. Raunhæf- ast er að gera það með stofn- un starfshóps á vegum Sam- taka sveitar- f é l a g a á höfuðborgar- svæðinu. Samfylking- in á Álftanesi ætlar að hefja þessa umræðu á opnum fundi og fær til sín góða gesti frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði. Þar mun íbúum höfuðborgar- svæðisins einnig gefast kostur á að leggja orð í belg. Fundurinn verður í hátíðarsal Íþróttamið- stöðvar Álftaness fimmtudaginn 3. des. kl. 20. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi. Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 3.590kr.Verð frá Nike jólagjöfin í ár Bolir 7.290kr.Verð frá Buxur 10.990kr.Verð frá Peysur KRISTJÁN SVEIN- BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.