Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 26
26 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ísland nýtur ekki mikils álits í öðrum löndum eins og sakir standa. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að útlendingar hafa tapað um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við gömlu bankana. Meðvirkni stjórn- valda með bönkunum fram að hruni fór ekki fram hjá fórnar- lömbunum. Skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis hlýtur að gera rækilega grein fyrir þeim þætti málsins, þegar hún verður loks- ins birt, þar á meðal fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og embættismenn. Fjártjón sitt af viðskiptum við bankana fá herskarar skað- brenndra útlendinga aldrei bætt nema að litlu leyti og heimamenn ekki heldur. Þeim mun brýnna er, að stjórnvöld komi vel og virðu- lega fram innan lands og utan, sýni viðeigandi auðmýkt, biðjist afsökunar og heiti því að svipta hulunni af orsökum hrunsins og draga ekkert undan, hversu þung- bær sem sannleikurinn kann að reynast. Með hangandi hendi Ekkert af þessu hefur ríkisstjórn- in þó gert nema með hangandi hendi. Fyrir fáeinum dögum bauð ríkissaksóknari Noregs Íslending- um hjálp. Boðið sýnir, að rösku ári eftir hrun hafði ríkisstjórnin ekki enn óskað eftir slíkri aðstoð. Ekki bað stjórnin heldur um aðstoð Evu Joly rannsóknardómara að fyrra bragði. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari neitar að víkja úr starfi gegn tilmælum Jolys vegna vanhæfis. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hirti ekki um að spyrja Jón Gerald Sullenberger, eða hvað hann nú annars heitir sá ágæti maður, um 30 milljarðana frá Venesúelu, sem Jón segist í viðtali við DV hafa reynt að leggja inn í Landsbankann 2006 án þess að vita deili á eiganda fjárins, og situr enn í embætti í boði Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna. Í þessu ljósi þarf að skoða andstöðu ríkisstjórnarinnar við að fela óháðum erlendum mönnum rann- sókn hrunsins. Breytum bara nafninu! Ekki er landinu heldur til vegs- auka, að ríkisstjórnin hefur orðið uppvís að mannréttindabrotum og hefur þó ekkert gert enn til að bæta fyrir brotin. Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna birti álit sitt á fiskveiðistjórnarkerfinu í desember 2007 og veitti stjórn- völdum 180 daga frest til að gera nefndinni grein fyrir, hvernig þau hygðust nema mannréttindabrota- þáttinn burt úr fiskveiðistjórn- inni og bæta skaðann sjómönn- unum tveim, sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Álit- ið er efnislega samhljóða dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannes sonar gegn ríkinu 1998, en rétturinn sneri við blaðinu í Vatneyrarmálinu 2000 undir þrýst- ingi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Álit mannréttindanefndarinnar er bindandi og endanlegt í þeim skilningi, að því verður ekki áfrýj- að. Í nefndinni sitja margir helztu mannréttindasérfræðingar heims. Í svari sínu til nefndarinnar í júní 2008 lýsti ríkisstjórnin þeirri skoðun, að ógerlegt kunni að vera að búa til fiskveiðistjórnkerfi, sem tryggi, að allir séu jafnir fyrir lögum. Þetta er auðvitað helber fásinna. Hvers vegna í dauðanum skyldu fiskveiðar útheimta mann- réttindabrot? Nú er beðið andsvars frá nefndinni. Fara má nærri um, hvert það verður, enda bauð ríkis- stjórnin ekki upp á annað í svari sínu en upphituð eldri rök, gamlar lummur, sem nefndin hafði þegar fjallað um og hafnað. Ef nefndin situr föst við sinn keip, svo sem vænta má, mun ríkisstjórnin ekki eiga annarra kosta völ en að breyta fiskveiðilöggjöfinni án frekari tafar og greiða sjómönnun- um skaðabætur. Það vekur athygli, einnig erlendis, að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefur ekki lýst neinum áhyggjum af mannréttindabrotun- um eða ranglætinu, sem sjómenn- irnir tveir voru beittir líkt og margir aðrir. Þeim mun háðulegri er breytingin um daginn á nafni dómsmálaráðuneytisins í dóms- mála- og mannréttindaráðuneyti. Skyld mál Þessi tvö mál tengjast. Kvótakerfið lagði grunninn að misheppnaðri einkavæðingu bankanna og hruni þeirra. Miklar skuldir útvegs- fyrirtækjanna, sem þau stofnuðu til með því að veðsetja sameign þjóðarinnar, geta sligað sjávarút- veginn og nýju bankana. Sinnu- leysi ríkisstjórnarinnar við að bæta fyrir mannréttindabrotin í fiskveiðistjórninni með lagabreyt- ingum og skaðabótum og tilfinn- anlegur skortur á frumkvæði við uppgjör hrunsins eru angar á sama meiði. Engan þarf að undra, að aðeins þrettán prósent viðmæl- enda Capacents sögðust í marz 2009 bera mikið traust til Alþing- is. Varla hefur traust þjóðarinnar til þingsins aukizt frá þeim tíma miðað við ástandið þar. Mannréttindaráðuneytið Frá ríki til sveitarfélaga Í DAG | Tvö skyld mál ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla) skrifar um atvinnu- leysi Ungt fólk sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi er stór hluti þeirra sem glíma við atvinnuleysi í dag. Könnun leiddi í ljós að mörg þeirra hafa ekkert við að vera, snúa við sólarhringnum og skortir sjálfs- traust. Reynsla Finna af kreppu sýnir að hluti þeirra ungmenna sem ekki ná í fasta vinnu, þegar eðlilegt er að hefja atvinnuþáttöku, ber þess aldrei bætur. Við þurfum sértækar aðgerðir fyrir ungt fólk. Sveitarfélög eru betur til þess fallin en ríkið að upphugsa úrræði sem taka mið af aðstæðum á hverj- um stað. Í Reykjavík er hægt að bjóða persónulega þjónustu fyrir atvinnulausa á þjónustumiðstöðvum hverfanna og enginn vandi að hafa þar upplýsing- ar um störf í boði á landinu öllu og sveitarfélög geta haft samvinnu sín á milli, hvenær sem það hent- ar. Ekki er liðinn nema áratugur síðan Páll Péturs- son félagsmálaráðherra Framsóknar, í boði Davíðs, stækkaði báknið með því að færa málefni atvinnu- lausra frá sveitarfélögum til ríkis. Lagabreytingin var réttlætt með því að þá yrði allt landið að einu atvinnusvæði og því hægt að úthluta mönnum vinnu hvar sem er á landinu. Almenn andstaða var við hugmyndina, enda bjóða þvingaðir „hreppaflutning- ar“ upp á að fjölskyldur sundrist, þegar feður eða mæður verða að sækja vinnu víðs fjarri heimili eða að öðrum kosti missa atvinnuleysisbætur. Í Reykja- vík var á sínum tíma mikið og gott starf unnið með atvinnulausum ungmennum á vegum ÍTR. Náms- flokkarnir buðu einnig úrræði fyrir atvinnulausar eldri konur, sem nefndist Gangskör. Þar var lögð áhersla á tölvukennslu og annað sem tengdist nútíma atvinnulífi og í framhaldinu var mörgum boðin starfsþjálfun hjá stofnunum borgarinnar. Oft gerði þetta gæfumuninn því starfsþjálfun eftir langt atvinnuleysi jók sjálfstraust. Í dag er unnið að því að færa málefni aldraðra og fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga því nærsamfélagið er talið betur í stakk búið til að sinna þörfum einstaklinga. Þetta á einnig við um málefni atvinnulausra, sérstaklega unglinga. Því skora ég á flokksbróður minn, félagsmála- ráðherra, að láta gera úttekt á kostum og göllum þess að sveitarfélögin taki aftur við málefnum atvinnu- lausra. Höfundur er kennari og fyrrverandi varaformað- ur atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkur. GUÐRÚN ERLA GEIRSDÓTTIR Hvar er Ömmi? Icesave-umræðan hélt áfram á þingi í gær. Margir hafa komið oft í pontu og tjáð sig lengi. Þó ekki allir. Lætur nærri að þetta sé fyrsta málþófið sem Vinstri grænir taka ekki þátt í frá stofnun flokksins fyrir áratug. Fjarvera eins þingmanns VG vekur þó meiri athygli en annarra, það er Ögmundar Jón- assonar. Ögmundur var einn helsti hvatamaður þess að Icesave-málinu var vísað aftur til þings og lagði til þess ráðherrastól sinn að veði. Samt hefur hann varla sagt aukatekið orð um málið. Hverju sætir? Og engar frímínútur? Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinn- ar, var í banastuði á Alþingi í gær. Þór notaði öll tækifæri til að kvarta. Ein athugasemdin var á þá leið að dagskrá þingsins vantaði. Líkti Þór þessu við að senda barn í skóla án stundaskrár. Þingmaðurinn má að minnsta kosti eiga það að hann gengst við hegðun sinni. Getum tafið áfram Það má líka segja Þór það til hróss að meðan aðrir þing- menn sem hafa þæft Icesave-málið í skjóli þess að málið þyrfti að „ræða í þaula“ og krefðist „vandlegrar þingmeðferðar“, kemur hann sér beint að efninu, samanber blogg hans í gær: „Við á þinginu getum tafið þetta mál eitt- hvað áfram en það þarf að heyrast hærra í almennum borgurum þessa lands …“ Svona hreinskilni er hressandi. Að vísu bauð Þór Saari sig fram undir þeim formerkjum að hann vildi ný og betri vinnubrögð á þingi. En þá var hann að vísu í Borgarahreyfingunni. Nú er hann í Hreyfingunni. bergsteinn@frettabladid.is TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 990 KLAUSTURSBLEIKJA LÚÐUFLÖK LAXAFLÖK HUMARSÚPA SKELFLÉTTUR HUMAR XL JÓLAHUMAR U ndanfarin ár hefur erlendum konum sem leita í Kvenna- athvarfið fjölgað verulega. Þær voru til dæmis helming- ur þeirra kvenna sem í athvarfið leituðu á síðasta ári. Í gær var kynnt rannsókn sem unnin hefur verið í athvarfinu á aðstæðum þeirra erlendu kvenna sem þang- að komu á liðlega hálfu öðru ári frá hausti 2007 og fram á mitt ár 2009. Rannsóknin er unnin af Hildi Guðmundsdóttur mannfræðingi og vaktstýru í Kvennaathvarfinu. Meirihluti þeirra erlendu kvenna sem í athvarfið leita er frá löndum utan EES-svæðisins en aðstæður þeirra eru mun verri en hinna sem koma frá löndum sem eru í EES. Aðstæðumunurinn felst einkum í því að konurnar frá EES-löndunum fá dvalar- og atvinnu- leyfi svo framarlega sem þær hafa vinnu meðan dvalarleyfi kvenna sem koma frá löndum utan EES-svæðisins er tengt maka þeirra fyrstu fjögur árin sem þær eiga hér heima. Þetta þýðir að við sam- búðarslit missa þær dvalarleyfi sitt og eiga þá sjaldnast annarra úrkosta völ en að snúa aftur til fyrri heimkynna, oft í aðstæður sem þær áður höfðu kosið að yfirgefa. Þetta þýðir að í mörgum tilvikum fara þessar konur aftur í óbreyttar aðstæður í sambúð við ofbeldismann. Allar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis eru þungbærar þeim sem fyrir því verður. Heimilisofbeldi er ein birtingarmynd þess og er iðulega samspil andlegs og líkamlegs ofbeldis sem gerir það að verkum að konur geta átt í erfiðleikum með að losa sig út úr sam- böndunum þrátt fyrir að eiga í umhverfi sínu sterkt net fjölskyldu og vina. Að búa við heimilisofbeldi og ótryggar aðstæður að öðru leyti, svo sem óvissu um framtíð á Íslandi, óvissu um réttindi, tungu- málaörðugleika og án fjárhagslegs sjálfstæðis, eins og fram kemur í skýrslunni að getur verið hlutskipti þessara kvenna, er þungbærara en orð fá lýst. Fram kemur í skýrslunni að um helmingur þeirra kvenna sem koma frá löndum utan EES og leita í Kvennaathvarfið er að flýja aðstæður í sambúð með íslenskum mönnum. Meira að segja er dæmi um að tvær konur af erlendum uppruna hafi leitað í Kvenna- athvarfið vegna sama mannsins. Sumarið 2008 var bætt við ákvæði í útlendingalögum sem á að taka til aðstæðna kvenna í ofbeldissamböndum. Ákvæðið opnar fyrir þann möguleika að erlend kona geti fengið áframhaldandi dvalarleyfi ef sambúð er slitið vegna misnotkunar eða ofbeldis. Hildur bendir í skýrslu sinni á að erfitt hefur reynst að nýta ákvæðið, meðal annars vegna þess að sönnunarbyrði getur reynst erfið í heimilisofbeldismálum enda er konunum sem fyrir ofbeldinu verða ekki alltaf kunnugt um að þær geti kallað til lögreglu og/eða fengið áverkavottorð. Hildur Guðmundsdóttir hefur í skýrslu sinni safnað afar mikilvægum upplýsingum um hóp kvenna sem eru lítt sýnilegar í samfélaginu. Þessar upplýsingar verður að nýta til þess bæta úr aðstæðum þeirra. Staða kvenna í ofbeldissamböndum frá lönd- um utan EES er algerlega óviðunandi. Konur í fjötrum ofbeldismanna STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.