Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 44
 3. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR Ekki fer á milli mála við hvaða lit flokkur Steingríms J. Sigfússonar kennir sig. Grænn jakki, græn skyrta og grænt bindi klæða enda hinn rauðbirkna Stein- grím einkar vel. Dökkblá jakkaföt, dökkblátt bindi, hvít skyrta og blá tjöld Alþingis í baksýn. Bjarni Benediktsson svíkur ekki lit. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leggur áherslu á að vera með falleg og litskrúðug hálsbindi. Hér um árið var ekki þverfótað fyrir mönnum í jakkafötum á leið- inni á mikilvæga fjármálafundi. Eitthvað hefur þeim fækkað sem ekki geta farið út úr húsi öðruvísi klæddir en í jakkafötum og með bindi en þó klæðast enn margir jakkafötum við störf sín. Alþingis- menn voru á vordögum leystir undan þeirri skyldu að vera með hálsbindi í vinnunni, en af þeirri kvöð höfðu alþingiskonur aldrei haft neinar sérstakar áhyggjur. Steingrímur, Sigmundur og Bjarni eru samt oftast með bindin sín um hálsinn og í jakkafötunum enda ekki um margt annað að velja, nema kannski stakan jakka, ef þeir ætla sér að vera teknir alvarlega í starfi. Þeir formennirnir eiga til að velja fötin sín og þó sérstaklega bindin eftir flokkslínum og þeir eru heppnir með það hvað þessar línur fara þeim vel. - bb Í uppáhaldslitunum í vinnunni ● GÆÐI OG NOTAGILDI Á KOSTNAÐ ÚTLITS Í síðari heimsstyrjöldinni varð al- mennt mikill vöruskortur, sem hafði meðal annars áhrif á klæðnað og tísku. Þá var ekki óal- gengt að karlmenn klæddust gömlum einkennisbúningum og um það leyti komust líka hattar aftur í tísku. Gæði og notagildi náðu yfirhöndinni á kostnað útlits og ekki var óalgengt að mis- munandi efni væru notuð í buxur og jakka vegna skorts á hráefni. Þá voru nælonskyrtur kærkomin tilbreyting frá bómullarskyrtum, þar sem þær voru fljótar að þorna og þurfti ekki að strauja. Heimild: visindavefur.is. Enginn þarf að fara í jakkafata- jólaköttinn, hvorki stórir né smáir, breiðir né mjóir. Mín- erva Jónsdóttir, deildarstjóri í Debenhams, lofar því að þar fáist jakkaföt handa öllum. Og að sjálfsögðu í nýjustu tísku. „Jakkaföt eru mest dökk núna, mikið svart,“ segir hún. „Skyrt- urnar eru hefðbundnar, hvítar og svartar en fjólublátt aðalliturinn fyrir þessi jól. Það er þessi fallegi dökkfjólublái vetrarlitur, bæði á skyrtum og bindum. Bindin eru bæði einlit og mynstruð og við erum með margar útgáfur og skyrturnar fást líka bæði einlitar og röndóttar.“ Mínerva segir jakkaföt seljast vel fyrir jólin. „Karlmenn kaupa sér jólaföt og salan er mjög góð. Við aðstoðum viðskiptavinina við að velja fallegustu fötin sem klæða hvern og einn sem best.“ Í Debenhams fer enginn í jakka- fataköttinn því þar fást jakka- föt af öllum stærðum og gerðum. „Við erum með mjög breiða línu, bæði venjuleg jakkaföt og að- sniðin frá mörgum merkjum. Við eigum stærðir frá 44-64 og 25 upp í 118 fyrir styttri menn og lengri. Stóra menn vantar oft jakkaföt,“ segir hún og bætir við: „Svo erum við með breitt úrval af skyrtum, bæði með venjulegum ermum og ermalengri fyrir handleggja- langa menn, aðsniðnar og beinar. Skyrtur eigum við í stærðum frá 37-51 sentrimetra í hálsmál,“ segir Mínerva og bendir enn fremur á að 25 prósenta afsláttur sé af öllum jakkafötum til áramóta. „Ódýrustu jakkafötin eru á 29.900 krónur og svo er 25 afsláttur,“ segir Mínerva svo allir ættu að geta verið fínir yfir hátíðarnar. Eitthvað til fyrir alla, óháð hæð, þyngd eða efnahag Mínerva Jónsdóttir hjá Debenhams aðstoðar viðskiptavini við að finna hin full- komnu jakkaföt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FELIX jakkaföt 44.900 kr. LINDBERGH skyrta 9.990 kr. ESPRIT bindi 7.990 kr. ESPRIT jakki 37.990 kr. (buxur seldar stakar 21.990 kr.) ESPRIT skyrta 14.990 kr. ESPRIT bindi 7.990 kr. LINDBERGH jakkaföt 29.990 kr. BRUUN & STENGADE skyrta 14.990 kr. CONNEXION bindi 6.990 kr. FELIX jakkaföt 44.900 kr. LINDBERGH skyrta 9.990 kr. CONNEXION bindi 4.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.