Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 62
 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR Tónleikahald í Salnum verður með blómlegasta móti í desember og kennir þar ýmissa grasa. Þann 5. desember verða aukatónleikar Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, þegar hann fær Stefán Hilmarsson til sín í spjall og söng. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Fyrr sama dag, eða kl. 17, stend- ur Sendiráð Rússlands á Íslandi fyrir kynningu á kósakka söng- og dansflokknum „Derzhava“ („Stór- veldi“) frá borginni Voronezh í Rússlandi. Á dagskrá eru þekkt rússnesk þjóðlög ásamt hefðbundn- um kvæðum Dónárkósakka sem einkennast af sérstökum ljóðræn- um stíl. Í flutningi kvæðanna er lögð mikil áhersla á að undirstrika skapgerð og vaskleika þessarar þekktu hermannastéttar Rúss- lands. Áhorfendur fá þar að auki að sjá sérstæða danslist kósakka þar sem sverðum og svipum verð- ur brugðið á loft. Hópurinn hefur haldið fjöldamarga tónleika jafnt í heimalandinu sem um heim allan, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkj- unum og Suður-Ameríku, og notið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Í hópnum eru fjórir karlmenn og þrjár konur. Stjórnandi flokksins er Sergey Zolotarev. Aðgangur er ókeypis og opið meðan húsrúm leyfir. Á sunnudeginum, 6. desember, eru það svo Ljótu hálfvitarnir sem bjóða upp á fjölskyldutónleika kl. 15. Tónleikarnir eru ekki síst hugs- aðir til þess að aðdáendum hálf- vitanna í yngri kantinum gefist kostur á að sjá þá á tónleikum, en hljómsveitin hefur orðið þess vör að hún á talsverðu fylgi að fagna í yngsta aldurshópnum. Og reyndar upp eftir öllu aldurstrénu, þannig að vonandi verða í Salnum heilu kynslóðirnar frá börnum upp í langömmur. Sniglabandið held- ur jólatónleika í Salnum fimmtu- daginn, 10. desember, þar sem það tekur lög af nýrri plötu bandsins, Jól, meiri jól. Það er ekki laust við að í tónlistinni gæti írskra áhrifa en einnig finnur hlustandinn keim af sænsku berjalyngi og íslensku stuðlabergi. Má búast við hressi- legum tónleikum að hætti Snigla- bandsmanna, en þeir hefjast kl. 20.30. Kakó og kósýheit er yfirskriftin á jólatónleikum 13. desember kl. 16. Sverrir Árnason og Jón Gunn- ar Biering Margeirsson hófu að spila saman fyrir um átján árum á þaki leikfangaskúrs í austurbæ Kópavogs. Samstarfið var slípað í Digranesskóla þar sem dúettinn „Viskustykki og sultutau“ fæddist. Sá dúett kom svo fram annað veif- ið allt til ársins 2000. Félagarnir héldu svo jólatónleika að Sólheim- um í Grímsnesi 2007 og höfðu gaman af. Stefnt er að afslappaðri, kakósötrandi, piparkökunartandi jólastemningu. Megas og Senuþjófarnir verða með tónleika 16. desember kl. 20.30 í tilefni af útkomu nýrrar plötu, „Segðu ekki frá“, sem er tvöföld tónleikaplata. Á henni hefur verið safnað saman upptökum síðustu ára af tónleikum Megasar & Senu- þjófanna. Niðurstaðan er ómetan- legt safn bestu og þekktustu laga Megasar í glæsilegum tónleika- búningi. Megas er ómissandi á aðventunni! Lárusdætur, þ.e. tónleikar með systrunum Ingibjörgu, Þórunni og Dísellu Lárusdætrum, verða í Salnum 18. desember kl. 21.00. Jólatónleikar af bestu gerð enda ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að hlýða á systurnar saman á tónleikum. Miðasala er í Salnum á þessa viðburði. - pbb Salurinn á aðventunni TÓNLIST Megas og Senuþjófarnir eru ómissandi á aðventunni segja þeir Salarmenn. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ íslensk hönnun og handverk Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is Kór Kristskirkju í Landakoti og söngfólk úr Biskupstungum halda aðventutón- leika sunnudag inn 6. desember 2009 kl. 16.00 í Krists- kirkju í Landakoti Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Egill Ólafsson Konsertmeistari: Hjörleifur Valsson Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson Flutt verða ýmis verk sem tengjast aðventu og jólum. Aðgangur kr. 2500,- kr. – Miðar seldir á midi.is Aukatónleikar í Kristskirkju sunnudaginn 6. desember kl. 20.00. Miðar á seinni tónleikana seldir í Kjötborg, Ásvallagötu 19 og Klausturvörum, Garðastræti 17. Upplýsingar í síma 869 8110. Aðventu tónleikar „Kraftmikil bók sem löðrungar lesandann veggja á milli.“ GERÐUR KR ISTNÝ / FRÉTTABLAÐIÐ J Ó L A G J Ö F L J Ó Ð A U N N A N D A N S Jajaja er norrænt tónlistarsam- starf í London sem unnið er af ÚTÓN og norrænum systurskrif- stofum. Samstarfið er ætlað tón- listarmönnum frá Norðurlöndun- um sem vilja kynna tónlist sína í Bretlandi. Hljómsveitin Kira Kira lék á fyrsta kvöldinu sem hald- ið var hinn 19. nóvember. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÚTÓN, segir kvöld- ið hafa gengið mjög vel og að troðið hafi verið út að dyrum. „Þetta er keyrt sem prufuverk- efni til maíloka, en ef vel gengur ætlum við að halda þessu áfram. Hljómsveitir sækja um þátttöku á netinu og svo eru þekktir aðilar úr breska tónlistariðnaðinum fengnir til að velja þær hljómsveitir sem spila. Það eru ekki alltaf vald- ar hljómsveitir frá hverju landi fyrir sig en fyrstu þrjú skiptin hafa hljómsveitir frá Íslandi verið valdar til þátttöku,“ segir Anna Hildur. Hljómsveitin Bloodgroup mun leika á jólatónleikunum nú í desember og í janúar munu pilt- arnir í Leaves taka þátt. „Hljóm- sveitirnar fá ferðasjóð frá ÚTÓN en mesti styrkurinn er auðvitað þessi öfluga kynning sem hlýst af því að spila. Hljómsveitirnar fá góða kynningu og geta skapað tengsl við fólk í breska tónlistar- iðnaðinum,“ segir Anna Hildur að lokum. Áhugasamir geta sótt um á www. sonicbids.com/jajaja. - sm Norræn klúbba- kvöld í London GÓÐ KYNNING Anna Hildur Hildibrands- dóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segir Jajaja-klúbbakvöldin í London vera góða kynningu fyrir norrænar hljómsveitir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.