Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 62

Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 62
 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR Tónleikahald í Salnum verður með blómlegasta móti í desember og kennir þar ýmissa grasa. Þann 5. desember verða aukatónleikar Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, þegar hann fær Stefán Hilmarsson til sín í spjall og söng. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Fyrr sama dag, eða kl. 17, stend- ur Sendiráð Rússlands á Íslandi fyrir kynningu á kósakka söng- og dansflokknum „Derzhava“ („Stór- veldi“) frá borginni Voronezh í Rússlandi. Á dagskrá eru þekkt rússnesk þjóðlög ásamt hefðbundn- um kvæðum Dónárkósakka sem einkennast af sérstökum ljóðræn- um stíl. Í flutningi kvæðanna er lögð mikil áhersla á að undirstrika skapgerð og vaskleika þessarar þekktu hermannastéttar Rúss- lands. Áhorfendur fá þar að auki að sjá sérstæða danslist kósakka þar sem sverðum og svipum verð- ur brugðið á loft. Hópurinn hefur haldið fjöldamarga tónleika jafnt í heimalandinu sem um heim allan, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkj- unum og Suður-Ameríku, og notið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Í hópnum eru fjórir karlmenn og þrjár konur. Stjórnandi flokksins er Sergey Zolotarev. Aðgangur er ókeypis og opið meðan húsrúm leyfir. Á sunnudeginum, 6. desember, eru það svo Ljótu hálfvitarnir sem bjóða upp á fjölskyldutónleika kl. 15. Tónleikarnir eru ekki síst hugs- aðir til þess að aðdáendum hálf- vitanna í yngri kantinum gefist kostur á að sjá þá á tónleikum, en hljómsveitin hefur orðið þess vör að hún á talsverðu fylgi að fagna í yngsta aldurshópnum. Og reyndar upp eftir öllu aldurstrénu, þannig að vonandi verða í Salnum heilu kynslóðirnar frá börnum upp í langömmur. Sniglabandið held- ur jólatónleika í Salnum fimmtu- daginn, 10. desember, þar sem það tekur lög af nýrri plötu bandsins, Jól, meiri jól. Það er ekki laust við að í tónlistinni gæti írskra áhrifa en einnig finnur hlustandinn keim af sænsku berjalyngi og íslensku stuðlabergi. Má búast við hressi- legum tónleikum að hætti Snigla- bandsmanna, en þeir hefjast kl. 20.30. Kakó og kósýheit er yfirskriftin á jólatónleikum 13. desember kl. 16. Sverrir Árnason og Jón Gunn- ar Biering Margeirsson hófu að spila saman fyrir um átján árum á þaki leikfangaskúrs í austurbæ Kópavogs. Samstarfið var slípað í Digranesskóla þar sem dúettinn „Viskustykki og sultutau“ fæddist. Sá dúett kom svo fram annað veif- ið allt til ársins 2000. Félagarnir héldu svo jólatónleika að Sólheim- um í Grímsnesi 2007 og höfðu gaman af. Stefnt er að afslappaðri, kakósötrandi, piparkökunartandi jólastemningu. Megas og Senuþjófarnir verða með tónleika 16. desember kl. 20.30 í tilefni af útkomu nýrrar plötu, „Segðu ekki frá“, sem er tvöföld tónleikaplata. Á henni hefur verið safnað saman upptökum síðustu ára af tónleikum Megasar & Senu- þjófanna. Niðurstaðan er ómetan- legt safn bestu og þekktustu laga Megasar í glæsilegum tónleika- búningi. Megas er ómissandi á aðventunni! Lárusdætur, þ.e. tónleikar með systrunum Ingibjörgu, Þórunni og Dísellu Lárusdætrum, verða í Salnum 18. desember kl. 21.00. Jólatónleikar af bestu gerð enda ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að hlýða á systurnar saman á tónleikum. Miðasala er í Salnum á þessa viðburði. - pbb Salurinn á aðventunni TÓNLIST Megas og Senuþjófarnir eru ómissandi á aðventunni segja þeir Salarmenn. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ íslensk hönnun og handverk Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is Kór Kristskirkju í Landakoti og söngfólk úr Biskupstungum halda aðventutón- leika sunnudag inn 6. desember 2009 kl. 16.00 í Krists- kirkju í Landakoti Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Egill Ólafsson Konsertmeistari: Hjörleifur Valsson Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson Flutt verða ýmis verk sem tengjast aðventu og jólum. Aðgangur kr. 2500,- kr. – Miðar seldir á midi.is Aukatónleikar í Kristskirkju sunnudaginn 6. desember kl. 20.00. Miðar á seinni tónleikana seldir í Kjötborg, Ásvallagötu 19 og Klausturvörum, Garðastræti 17. Upplýsingar í síma 869 8110. Aðventu tónleikar „Kraftmikil bók sem löðrungar lesandann veggja á milli.“ GERÐUR KR ISTNÝ / FRÉTTABLAÐIÐ J Ó L A G J Ö F L J Ó Ð A U N N A N D A N S Jajaja er norrænt tónlistarsam- starf í London sem unnið er af ÚTÓN og norrænum systurskrif- stofum. Samstarfið er ætlað tón- listarmönnum frá Norðurlöndun- um sem vilja kynna tónlist sína í Bretlandi. Hljómsveitin Kira Kira lék á fyrsta kvöldinu sem hald- ið var hinn 19. nóvember. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÚTÓN, segir kvöld- ið hafa gengið mjög vel og að troðið hafi verið út að dyrum. „Þetta er keyrt sem prufuverk- efni til maíloka, en ef vel gengur ætlum við að halda þessu áfram. Hljómsveitir sækja um þátttöku á netinu og svo eru þekktir aðilar úr breska tónlistariðnaðinum fengnir til að velja þær hljómsveitir sem spila. Það eru ekki alltaf vald- ar hljómsveitir frá hverju landi fyrir sig en fyrstu þrjú skiptin hafa hljómsveitir frá Íslandi verið valdar til þátttöku,“ segir Anna Hildur. Hljómsveitin Bloodgroup mun leika á jólatónleikunum nú í desember og í janúar munu pilt- arnir í Leaves taka þátt. „Hljóm- sveitirnar fá ferðasjóð frá ÚTÓN en mesti styrkurinn er auðvitað þessi öfluga kynning sem hlýst af því að spila. Hljómsveitirnar fá góða kynningu og geta skapað tengsl við fólk í breska tónlistar- iðnaðinum,“ segir Anna Hildur að lokum. Áhugasamir geta sótt um á www. sonicbids.com/jajaja. - sm Norræn klúbba- kvöld í London GÓÐ KYNNING Anna Hildur Hildibrands- dóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segir Jajaja-klúbbakvöldin í London vera góða kynningu fyrir norrænar hljómsveitir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.