Vikan


Vikan - 19.01.1961, Page 14

Vikan - 19.01.1961, Page 14
 UNG SKÁLD Næst á myndinni er Ari Jósefsson þá Guðbergur Bergsson og svo kemur Alfreð Flóki, sem ekki er skáld heldur „snillingur“ og loks Jóhann Hjálmarsson. ÞaS var á dögunum, að stúdentaráð háskólans gekkst fyrir kynningu á átta ungum skáldum og verkum þeirra. Ekki kunnum við frá því að scgja, hvers vegna þessi átta urðu fyrir valinu, þar sem fieiri ungir menn en þessir kenna sig við skáldskap og hafa jafnvel gefið út ljóða- bækur. Ef til vill hefur stúdentaráð litið svo á, að þessi skáld væru snjöllust 1 hópi hinna ungu, ef til vili hafa hin ekki fengizt til þess að taka þátt i kynningunni og svo hefur þeim boðið í grun, að yfrið nóg yrði að kynna átta sem og kom í ljós; margir urðu þe-irri stund fegnir er upp var staðið. Samkoman byrjaði með því, að Jóhannes skáld úr Kötium hólt er- indi um skáldskap. Hann er jafnan áheyrilegur og talaði i föðurlegum tón um vandamál skáldskapar'að fornu og nýju og sér í lagi hafði hann þá ljóðlistina í huga, enda voru ljóðskáld i miklum meirihluta meðal þeirra sem kynnt voru. Erindi Jóhannesar hefði eitt dugað til réttlætingar því að draga menn i hráslaga og skammdegi vestur í Há skóla og fékk liann undirtektir góðar. Hann gat þó ekki látið vera að koma áleiðis pólitiskum boðskap sir/:m, alkunnum, og var viðlíka skemmtile^t að hlusta á þann þátt ræðunnar og aðra menn sem gert hafa stjórnmál að trúarbrögðum. Það er alkunna, að austantjaldsskáldin hafa átt heldur erfitt uppdráttar utan þeir, sem til þess voru fúsir að syngja fimmáraáætlun ríkisins lof og dýrð í ljóðum sinum. Kallaði Jóhannes ljóð þeirra „tilgangslist" og varð tlðrætt um gróandann þar eystra og hins vegar hina vestrænu „hnignun". Mun Jóhannes þó hafa grunað, að ekki þætti öllum þetta góð latína, sem á hann kynnu að hlusta í hátíðasal háskólans og bætti því við, að skáldskapur hefði oft staðið í blóma með hnignandi þjóðfélagi. Benti hann á ritun íslendingasagna i lok þjóðveldistlmans og bókmenntaleg afrek Kiljans á þeim tima er bændasamfélagið íslenzka lét af höndum varðveizlu menningarinnar. Jóhannes úr Kötlum bar fram þá spurningu, hvernig nútímaljóð ætti að vera til þess að geta talizt hlutgeng list á tímum öryggisleysis, hel- sprengna og gífurlegra tæknilegra framfara. Honum fannst þó einsýnt, að afstaða ungs skálds, hlyti að markast af þvi, hvort það aðhylltist þjóðskipulag sósíalismans eða hinn „hnignandi kapltalisma“. Að lokum þrengdi hann spurninguna og miðaði hana við íslenzkar aðstæður: Hvernig á íslenzkt nútímaljóð að vera? Lét liann skáldunum ungu það eftir að svara þeirri spurningu. Síðan gengu skáldin fram og fluttu verk sln, misgóð. Tvcir voru fulltrúar hins óbundna máls: Guðbergur Bergsson, sem flutti heldur leiðinlegan kafla og tilþrifalítinn úr skáldsögu og Ingimar Erlendur Sigurðsson, sem flutti snoturlega smásögu. Þar glitti viða í gull, en sennilega væri sagan kölluð klám og ekki í húsum hafandi, ef birtist á prenti. Eftir að hafa hlustað ú ljóðskáldin, virðist það auðsætt, hvert er mest vandamál þar i sveit: Það er að halda áheyrendum vakandi. Gerðust augnalok manna ískyggilega þung undir lestrinum og varð margur til þess að draga ýsur þótt allur væri af vilja gerður að hlusta. Framhald á bls. 27. Næst á myndinni situr Dagur Sigurðarson, þá Ingimar Erlendur Sig- Jóhannes úr Kötlum talar um gróandann eystra. urðsson, Jón frá Pálmholti og Þorsteinn frá Hamri. 14 viKam

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.