Vikan


Vikan - 19.01.1961, Side 26

Vikan - 19.01.1961, Side 26
Aldís mín. Tengdamamma stjórnar heimilinu. Fyrir fjór- um árum giftist ég ekkjumanni sem átti tvö börn. Þá lofaði hann mér því að hann skyldi fljótlega útvega húsnæði út af fyrir okkur, en við búum samt enn þá hjá tengdamömmu. Frá byrjun var hún á móti því að við giftumst og hefur aldrei viðurkennt mig sem húsmóður á heimilinu. Tengdamóðir mín stjórnar heimilinu, börnunum, syni sínum og óskar vissulega að fá að stjórna mér með. Hvað i ósköpunum á ég að gera. Guðrún P. Svar: Þetta er vandamál sem þú og maður þinn verðið að gera út um. Þar sem þið búið á heimili tengdamóður þinnar hefur hún fullan rétt til að hafa sína hentisemi þar. En mað- urinn þinn lofaði þér eigin heimili og þú verður að halda áfram að reyna að sannfæra hann um að svona sambúð sé óþoiandi. Ef þú ekki kvartar gerir hann ekki neitt í mál- inu. Vitaskuld er hann hæstánægður með tvær konur sem gera allt fyrir hann og börn- in, svo hvers vegna skyldi hann óska eftir breytingu. Þú gætir reynt að fara á stúfana að Ifta eftir íbúð sjálf og ef þér tekst ekki að vekja áhuga hans fyrir að flytja, þá verður þú að leggja þig alla fram við að koma til móts við tengdamóður þína, þvf þegar allt kemur til ails þá er þetta hennar hús og hreint ekki svo lítil fórn af hennar hálfu að hafa ykkur öll á sínu heimili. Kveðja. Aldís. HÚN ER TRÚLOFUÐ ÖÐRUM. Kæra Aldis. Ég er ástfanginn af ungri stúlku, sem ég hefi þekkt og verið svolitið með siðastliðið ár. Þótt hún sé trúlofuð öðrum manni hefur mér tekist að fá hana til að koma út með mér stöku sinn- um. Unnusti hennar er heilsulitill og auk þess vinnur hann það langt í burtu að þau sjást ekki nema einu sinni i viku. Hún sagðist elska mig og að hún myndi rifta trúlofunni ef unnusti hennar vildi samþykkja það. En hann neitaði þvi. Nú segist hún elska hann, ætlar að giftast honum þvi hún vill ekki særa hann. Það er mér innilega á móti skapi að hún færi þessa fórn og geri þar með þrjár mann- eskjur óhamingjusamar. Er nokkur leið út úr þessu. Þinn Guðmundur. Kæri Guðmnndnr. Ekki hef ég trú á að stúlkan sé að færa neina fórn með þvf að giftast unnusta sínum, heldur áift ég að hún elski hann; þótt hún um stundarsakir hafi misst fótfestiuna vegna fjarveru hans og ásókna þinnar. Þú hafðir vissulega tækifæri til að telja stúlkunni hughvarf, en þegar til kastanna kom valdi hún manninn sem hún elskar. Þess vegna skalt þú færa þá fórn að láta hana afakiptalausa. Beztu kveðjor. Aldfa. 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.