Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 29
 Frá Finnlandi: Blaðapappír Bóka- og skrifpappír Umbúðapappír Smjörpappír Salernispappír Pappi til iðnaðar Pappírspokar Umslög Stílabækur Teikniblokkir S. ÁRNASON & Co. Hafnarhvoli 5, sími 2-22-14 Peysa á imgbarn Framhald af bls. 16. Prjóna 71 1. 2 sl. teknar saman, 1 I. tekin fram af óprjónuð o. s. frv., prjóna 40 1. Endurtak þessar úrtökur 1 annarri hverri umf. beint upp af fyrri úrtökum. Hvort fram- stk. á að minnka um 1 1., bak og ermar um 2 1. hvert stk. Eftir 15% cm þá er gert 1. hnappagatið, en þau eru 3 í allt með 3% cm milli- bili. Þau komi 3 lykkjum frá brún og yfir 2 1. Eftir síðasta hnappagatið er tekið úr svo að 70 1. verði eftir. Prjóna 1 umf. Fella af. Kragi: Fitja upp 77 1. og prjóna garðaprjón 4 umf. Síðan er prjón- að mynztur fyrir utan 5 1. i jöðrum, sem prjónast með garðaprjóni alla leið. Tekið er úr fyrir innan þess- ar 4 1. hvorum megin. 1 1. í annarri hverri umferð. Þegar kraginn er 4 cm, er fellt af. Fólk á förnum vegi Framhald af bis. 19. — Og þegar bankinn er nú kom- inn á laggirnar, hvers konar við- skipti vérða það helzt? — Bankanum er heimilt að ann- ast öll venjuleg bankastörf: kaupa og selja víxla, tékka og ^visanir, taka við innlögum með sparisjóðs- kjörum, kaupa og selja skuldabréf, veita lán gegn veði og ábyrgð, t. d. sjálfsskuldarábyrgð eða ábyrgð bæj- ar- og hreppsfélaga. Bankinn mun annast öll þessi viðskipti eftir þvi livað hentar þykir. Aðaltilgangur lians er jú að greiða fyrir fjármála- viðskiptum verzlunarstéttarinnar. — Og verðið þér bankastjóri Verzlunarbankans? — Það þarf nú fyrst að stofna bankann, svo kjósa stjórn og hún ræður bankastjóra. — Við þökkum yður fyrir við- talið og óskum yður og bankanum góðs gengis. ★ Fordæmi og viðvörun Framhald af bls. 15. Ég sé hann enn fyrir mér, þegar við kvöddumst; hann skalf af geðs- hræringu og mátti varla mæla. „Þér skuluð aldrei sjá mig aftur í þessu ástandi," sagði hann. Þrátt fyrir óstyrka rödd, fylgdi óvenjuleg festa þessum orðum. Og hann stóð vel við þau. Eitt slíkt vixlspor getur orðið til þess að marka óráðnum unglingi fasta stefnu. Hann tekur þá sjálfan sig til viðvörunar. Loforðið, sem hinn ungi vinur minn gaf ótilkvadd- ur, var i rauninni heit, sem hann gaf sjálfum sér: Ég vil aldrei fram- ar komast i þetta ástand. HIÐ ÁKVARÐANDI VIÐBRAGÐ. Mannssálin er undarlega við- kvæm, svo að torvelt er að sjá fyrir, hvernig hún kann að bregðast við framandi áhrifum. Blindur ákafi, að láta ungmennið íklæðast lýtalausu gervi fyrirmyndarinnar, vekur oft neikvætt viðbragð hið innra með því sjálfu. Samt þarfnast allir menn fyrirmynda, ungmennið e. t. v. fyrst og fremst, en annars hver maður, meðan framfaraviðleitni gætir hjá honum. Hollust reynast áhrif þess fordæmis, sem ótrufluð eðlisávísun einstaklingsins velur sér sjálf. At- burðir og persónur, sera enginn skip- aði okkur að gefa gaum né meta neins, geta orðið okkur hugsjón og ráð:ð miklu um lífsstefnu okkar. Hins vegar verður fordæmið að eins konar gervifyrirmynd, ef því er haldið of fast að okkur. Það verð- ur því að teljast mjög óráðlegt, að foreldrar eða kennari haldi sjálfu sér sem fyrirmynd að stálpaðri börnum og unglingum. Æskuna grunar það, þó að hún geti ekki fært full rök að því, að nokkur brestur sé i siðgæðisþroska þess manns, sem lokar augunum fyrir sinum eigin breyzkleika. Holl fyrirmynd að hegðun og lífs- stefnu missir ævinlega sefjunar- magn sitt, ef við reynum að steypa yfir hana geislabaug fullkomleik- ans frammi fyrir æskunni. Góð fyr- irmynd þarf alls ekki að vera full- komin. Sannleikurinn um breyzk- leika, hrösun og baráttu okkar sjálfra verður æskunni líklega miklu sterkari hvöt til þroskavænlcgrar viðleitni. Foreldrar og kennarar að minnsta kosti, sem hafa uppeldis- starf að köllun og atvinnu, ættu að segja æskunni eins og er, að það varð þeim ávallt ærinn vandi að taka góð fordæmi fram yfir hin illu. Þegar unglingurinn finnur, að þau vandamál, sem honum er ætlað að glíma við, eru foreldrum hans einn- ig vandamál, þótt á öðru stigi kunni að vera, þá vaknar samúð og traust. Við þetta jákvæða innra viðbragð verður ungmennið sefnæmt á áhrif góðs fordæmis. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.