Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 2
Ein helzta dægradvöl mín er að ráða kross-
gátnr. Sú breyting sem hefur orðið á þeim síð-
an skýringarnar voru færðar inn í þær, finnst
mér vera til stórra bóta, en þar sem þetta form
gefur miklu meiri möguleika til fjölbreytni
finnst mér þó sem þeir sem þær búa til, kasti
til hendinni við þær smíðar. Allt er ráðið út
frá iykilorðunum (myndaorðunum), þegar þau
eru fundin eru skýringarnar eitthvað á þessa
leið: frumefni, ósamst., tveir ólíkir, félag,
fangamark, ending, svona má lengi telja. Finnst
mér að gera mætti betur og hafa þær þó erf-
iðar. Krossgáta.
Trúlega hefur þú lög að mæla, Krossgáta
mín, og væri vel, ef krossgátuframleiðendur
vildu vanda sig svolítið betur. Þeir eru á-
reiðanlega me,ð vinsælli mönnum þjóðar-
innar, þótt fæstir viti hverjir þeir eru, en
þeir mega ekki misznota sér þær vinsældir.
Það hlýtur að gefa auga leið, að erfitt er
að ráða krossgátu, sem að mestu leyti er
uppbyggð að skammstöfunum og endingum.
Hins vegar hafa margir snjallir krossgátu-
menn látið svo um mælt, að krossgáta Vik-
unnar sé sú bezta sem völ er á í íslenzkum
blöðum.
Of miklar auglýsingar.
lværa Vika.
Þú mátt ekki taka það sem svo að ég sé að
lasta þig, með þessum orðum, síður en svo.
Þvi Vikan er góður heimilisgestur á hvaða heim-
ili sem er. En mér finnst of mikið af þessum
auglýsingum, því það er nú ekkert nema tóm-
ar auglýsingar í þessum dagblöðum okkar.
Mér finnst alltaf vanta smáþátt fyrir sjóarana,
hressilegar framlialdssögur frá fornum sjóferð-
um eða eitthvað annað, nóg er til. Sjómenn
kaupa mikið Vikuna og það er gott að dotta
yfir henni á haujuvaktinni.
Svo þakka ég Vikunni fyrir góðar stundir á
síðasta ári. •— Með beztu kveðjum.
Sjómaður.
Aldrei verður gert, svo öllum líki. Fyrirtækin
vilja fá auglýsingar og gera mikið til þess
að koma þeim á framfæri, þar sem flestir
sjá þær. Nú er Vikan víðlesið blað, og þess
vegna gott auglýsingablað. Hitt ber líka að
taka fram, að auglýsingar gera það kleift
að gefa út blöð, þar sem fólksfæðin hér á
Iandi gerir það að verkum að salan á blað-
inu mundi ekki duga fyrir útgáfukostnað-
inum. Mér lízt vel á þá uppástungu, að koma
að einhverju góðu sjóaraefni. Um þá, þessa
dáðadrengi okkar, leikur einhver ævintýra-
Ijómi, þannig að allir ættu að geta lesið það
sér til ánægju, bæði sjóarar og landkrabbar.
Við sem vinniim —
Kæri Póstur.
ViS erum hér samankomin nokkur sem öll
vinnum afgreiðslustörf, og hefur okkur komið
saman um aS þakka þér fyrir hve vel þú svar-
aSir bréfi frá einni í timaþröng, sem birtist
í blaðinu 29/12 s.l. ár. Frk. TímajDröng virðist
ekki hafa haft tíma til að hugsa út í það hvenær
viS höfum tíma til að verzla. En jiað gerum
við í okkar matartíma, annan tíma höfum við
ekki. Frk. Tímaþröng heldur víst að við lifum
og hrærumst fyrir innan búSarborðiS. En við
erum ekkert frábrugðin öðru fólki, við elskum
okkar frítíma eins og aðrir. Og finnst fáum
hann vera allt of mikill. Svo vonum við að þú
gefir frk. Timaþröng og öðrum sem hafa sams
konar skoðanir á þessu máli tækifæri til að
lesa bessar linur.
Kær kveðja.
Nokkur í verzlun.
Ég þakka bréfið, sem ég birti bara vegna
þess, hve mér þykir hólið gott.
Skin eftir skúr.
Kæra Vika. -— Ég óska þér gleðilegs árs og
þakka þér á liönum árum, ég er mikill unnandi
þinn á hinum siðari árum. Því treysti ég þér
að koma fyrir mig á framfæri smátillögu. Ég
er nýbúinn að lesa skáldsöguna „Skin eftir
skúr“ eftir Jón Mýrdal og fyndist mér hún
alveg tilvalin útvarpssaga í skammdeginu, og
enginn væri betur fallinn til að lesa hana en
Helgi Hjörvar. Finnst mér mjög ábótavant á
útvarpsdagskrána og ég vil fá fjölbreyttara
efni en sífeTlda tónlist frá morgni til kvölds.
ÞaS er orðið langt síðan maður hefur heyrt
almennilega sögu lesna í IJtvarpinu hvað þá
heldur útvarpssögu, en þar sem ég tel áður-
nefnda sögu mjög til þess fallna. Vona ég að
hinir réttu aðilar taki þessa tillögu mína til
greina. — Kær kveðja. HafnfjörS.
P. S. Sendu mér reikning ef þarf.
Ég kem tillögu þinni hér með á framfæri,
en þar sem ég hef enn ekki komizt til að
lesa umrædda skáldsögu, treysti ég mér ekki
til þess að mæla með henni — og þá ekki
heldur í mót. En ef mér er ekki farið að
förlast minni, er þetta fyrsta bréfið í óánægju-
tón, sem berst mér í hendur síðan vetrar-
dagskrá ríkisútvarpsins hófst. Mér finnst
heldur ekki sanngjarnt að segja, að það sé
„sífelld tónlist frá morgni til kvölds“. — Ég
sendi þér engan reikning, því öllum er frjálst
að senda Póstinum línu.
Erfitt að gera svo öllum líki.
Mér finnst mikið óhagræði í því að flýta út-
varpsdagskránni að kvöldinu og ég veit, að þar
mæli ég fyrir munn alls þorra sveitafólks. Hátt-
virt útvarpsráð veit víst ekki, hvernig störfum
er háttað til sveita. Það er útilokað að koma
af nauðsynlegum verkum og gegningum fyrir
Fegurð hársins hefst með
/ J
Hversvegna? Vegna þess, að
með þvi að nota White Rain
verður hárið lifandi og blæfagurt.
Þessi silkimjúki vökvi er meS
lokkandi ilmi, gerir hárið glitr-
andi, gefur jjví blæbrigði ... vek-
ur hina duldu fegurð þess. White
Rain er framleitt á þrennan mis-
munandi hátt til þess aS fegra
sérhverja hárgerS — ein þeirra
Iiæfir einmitt yðar hári.
Perluhvítt fyrir venjulegt hár
Fölblátt fyrir þurrt hár
Bleikfölt fyrir feitt hár
White Rain fegrunar shampoo
— hæfir öllu hári.
2 VIKAN