Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 12
 ií '< •• ■"ár' " Þær stjórna úthlutunum Vetrarhjálparinnar: Jónfna Guðmundsdóttir. K! tFE Svava Mathiesen og Hun var komm til að biðja um hjalp og var heldur rislág, sem von- legt var. „Vib styrkjum heldur óverðuga en synja þeim sem þurfandi eru". — Hvar ertu nú, Þóra mín? Á Langholtsveginum ? — Nei, ég var þar. — Hvar ertu núna? — 1 Goðheimunum. — Ertu komin Jþar í nýtt? — Já. — Jahá. Heyrðu. Varstu ekki niðri á Vesturgötunni, Þóra mín? — Jú. — Ertu bara með eitt barn hjá Þér? Hvar er hitt? — Það er ... — Það er farið? — Já. — Þið eruð nefnilega tvær. —’ Já, ég er með hitt fyrir utan. Það er allt í lagi . . . — Já, góða mín. Það er allt í lagi, góða mín. Þið eruð nefnilega tvær ... — Já, ég ... —- Það er nefnilega önnur Þóra líka, þar sem þú varst. — Já, það er rétt. Hún Þóra Jóna. — Það er nefnilega það. — Já. Ja, ég hefði ekkert komið hingað, ef ég hefði ekki verið svo veik allan nóvember, að ég gat ekk- ert unnið. — Já. — Og hef voða lítið unnið í des- ember líka. — Við gleðjum þig eitthvað, bara af gömlum vana. Við gerum það með mikilli ánægju. —■ Ég vildi bara vita, hvort ég væri á skrá eða ekki. — Þú ert á skrá! — Nei, svo skuluð þið bara strika mig út. — Við hjálpum þér, þegar þú þarft þess með. Og svo, þegar þú getur bjargað þér sjálf, þá ... —- Maður kemur ekki hingað, nema eitthvað þrengi að. —• Nei, nei, en þú veizt, að þú hefur alltaf verið velkomin, við höfum allt- af viljað hjálpa þér. Og það er sjálf- sagt, meðan við eitthvað getum og eigum. — Ég hef alltaf ... — Við skulum sjá til ... — Á ég ekki bara að taka þetta núna, en ekki vera að senda stúlku? — Jú, jú. Þú skalt bara taka það núna. —O— — Ég vildi gjarnan fá að vita, hver er tilgangur mæðrastyrks- nefndar. — Tilgangur nefndarinnar er nátt- úrlega fyrst og fremst tvískiptur. Að- aJlega er það að hjálpa bágstöddum mæðrum, og það getum við sagt, að til þess hefur nefndin ráðið lögfræð- ing, sem hefur þau mál með hönd- um, sem varða barnsfeður og skiln- aðarmál og ýmislegt annað. Og svo hefur nefndin náttúrlega alltaf baft sína hjálparstarfsemi. Má segja, að hún skiptist í tvennt. Það er mæðra- dagurinn, þegar mæðrablómið er selt. Þeir peningar eru notaðir til sumardvalar fyrir þessar fátæku kon- ur og þeirra börn. Svo er það, sem við erum að vinna hér í dag. Það er jólasöfnunin. Hún hefur verið unnin til að styrkja og gleðja þessar ein- stæðu konur fyrir jólin. — Er þessi jólastarfsemi, söfnunin, í nokkru samráði við Vetrarhjálpina? — Um öll undanfarin ár hefur þessi söfnun verið sjálfstæð þar til í fyrra, að við erum í samfélagi um húsnæði fyrir föt. Þar fer úthlutun saman á fötum, og okkar konur hafa verið þar. — Er það ekki miklu heppilegra fyrirkomulag? — Það er að mörgu leyti miklu heppilegra. Það er heppilegra fyrir fólkið að koma á einn stað og geta fundið þar það, sem það þarf, í stað- inn fyrir að þvælast á milli, og heppilegra líka fyrir okkur að fá þarna gott húsnæði, því að hér búum við við þrengsli. En um jólastarfið er það að segja, að Það eru ekki bara þessar einstæðu mæður, sem við hjálpum, við hjálpum öllum. Við ger- um ekki greinarmun, hvort konan er ein með barnið sitt eða hvort hún býr meg manni, sem er ekki vinnufær, eða heimilið hefur ekki peninga til þess að framfleyta sér vegna veikinda. — Og hvernig finnst ykkur nú ganga að hjálpa þessu fólki? — Við getum náttúrlega aldrei sagt alveg um það, en við vitum það bara á þvi fólki, sem kemur hingað ár eftir ár, að margir eru ákaflega hjálpar þurfi. En það er svo um alla starfsemi, sem unnin er svona, að aldrei er unnt að vera öruggur. Það eru svo margar útgöngudyr, ef fólk vill ekki vera heiðarlegt. Og það geri ég ráð fyrir, að við verðum líka að bíta í. — Já. — E'n eru nú líka brögð að því, að fólk notfæri sér þetta, þegar það er ekki I raun og veru þurfandi? — Við viljum ekki trúa því, að brögð séu að því. Og við viljum held- ur gleðja óverðugan en synja þeim, sem er þurfandi. Og það þykir okkur einna allra erfiðast núna, að við höf- um engum neitað enn þá, en vitum ekki, hvort við höfum verið alltof ríflegar á það, sem bæjarbúar gefa okkur. Annars hafa þeir aldrei brugð- izt okkur. Reykvíkingar hafa aldrei brugðizt okkur. — Er söfnunin meiri I ár eða jafn- mikil ... ? — Hún er minni i ár, — því miður. Og því miður eru það áreiðanlega mjög margir, sem bætzt hafa við. Margir hafa verið að reyna að bjarga sér undanfarið, et. ekki getað það núna. Þeim finnst dýrtiðin hafa auk- izt svo mikið. — Hvað haldið þér, að hingað komi margt fólk, sem er hjálpar þurfi, — einstaklingar, ekki fjölskyldur? — Ég held, að það sé svona á sjö- unda hundrað, sem komið er. •— Er það ekki meira en hefur verið áður? — Það hefur bætzt við núna, meira en venjulega. En við höfum fengið -svona upp undir 800 beiðnir árlega nú siðustu árin. Það eru fata- beiðnir, matarbeiðnir og peningar. Og ég geri ráð fyrir, að það verði álika, þó að Það afskrifist alltaf eitt- hvað árlega, og þá kemur þetta nýja aftur inn. — Eru það fjölmennar fjölskyld- ur, sem beiðast hjálpar? — Já, við vorum einmitt að tala um það, hve mikið kæmi núna af barnafjölskyldum. Við vorum að vandræðast af, hve þetta væri mikið. Við höfum líklega 30 fjölskyldur, sem hafa þetta frá 7 upp i 13 börn. Og 6 fjölskyldur af þessu eru með 12 og 13 börn. — Og þessar fjölskyldur, eru þær, — auk þess sem þær eru fátækar, — líka í vondu húsnæði? — Yfirleitt. Þrjár af þessum með 12 og 13 börn búa mjög lélega, en eru nú að komast í betra húsnæði. En hinar búa mjög erfiðlega. Og verst gengur þessu fólki að borga húsaleiguna, og Því hefur það búið Framhald á bls. 21. Sagt frá heimsókn til Vetrarhjálparinnar 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.