Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 35
Danskar fegurðardísir hafa getið sér orðstír að undan- förnu og komizt vel áfram í kvikmyndaheiminum. Ein þeirra Hanne Smyrner frá Árósum, sem numið hefur land hjá þýzkum og haft af því metorð og ábata góðan. Hún býr í lúxusíbúð í Miinchen og ekur í snjóhvítum sportbíl. Eins og þið sjáið af myndinni, hefur Hanne lögulegan vöxt og hún er mjög ákveðin og dugleg að því að sagt er. En yfir velgengni hennar er mikill skuggi. Hún þjáist af hjartasjúkdómi og læknar hafa látið svo um mælt, að ekki sé víst að hún lifi nema tvö til þrjú ár til viðbótar. Þegar þess er gætt, að það er mjög eril- samt og erfitt að hafa kvikmyndaleik fyrir atvinnu, er það næsta undravert, hversu skjótan frama Hanne hefur fengið með svo bágborna heilsu. SELUR YÐUR LAUGAVEGI 19 VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.