Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 19
I I \ I Hér fáum við litils háttar fróSleik um það, hvernig við getum þekkt skapgerðareinkenni fólks ó förnum vegi á ökutækjum þess: Cadillac: Þú leggur mikið upp úr þvi að sýna, hve þú átt mikla peninga. T'að liggur í augum uppi, að þú hefur horgað mikið fyrir bílinn. Ilins vegar ertu minni smekkmaður en sá, sem ekur í Rolls Royce. Sá, sem eluir í látlausri gerð af Ford eða Chevrolet, ekki mjög gömlu módeli, er með því að segja umhverf- inu: — Sko, hér er ég, en ég er mjög alþýðlegur. Ég er enn þá strákur. Munurinn er bara sá, að nú hef ég svolítið af peningum milli handanna. Sportbíll: Þú hrífst af liraða og hávaða. Segjum, að bíllinn sé t. d. Austin Sprite, þá ertu örugglega ást- fanginn, ]jví að í þeim bíl eru bara tvö sæti, eitt fyrir þig og annað fyrir hana. Fleiri komast ekki fyrir. Ef þú átt Jaguar, hefur þú dulda drottnunarkennd og metn- aðargirnd; þú nýtur þess að finna liina miklu orku bilsins og það, að þú getur ekið hraðar en flestir aðrir. Ef þú hefur gaman af að dútla við vélar, er Jagúarinn ákjósanlegur. Gamli Ford eða önnur hliðstæð bifreið sýnir, að þú hefur gaman af því að vekja athygli og furðu. Fjölskyldubíll: Þú ert ekki mikið fyrir að sýnast og sníður stakkinn eftir vexti. En undir niðri langar þig til að eignast stærri og fínni bíl. Rolls Royce er að vísu óþekkt bílfyrirbrigði hér á landi, cn það er liaft fyrir satt, að þeir, sem slíkum híl aka að staðaldri, hafi meðvitaða eða ómeðvitaða metorðagirnd. Þig langar til að sýna heiminum, live langt þú hefur náð, og fullvissa sjálfan þig um, að þú sért hörkudugiegur náungi. Jón Laxdal í Kiss nie, Kate. Clark Gable auðnaðist ekki að sjá sitt eigið barn, sem var rétt óborið, er hann lézt. Og þetta er eina barn hans, sem sögur greina frá, svo að það var heldur illa gert af forlög- unum að gera honum þennan grikk. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að fólk, sem aldrei eignast börn, er óánægðara með lifið, þegar hallar að ævikvöldi, en hinir, sem eiga barnaláni að fagna. Jón Laxdal heitir ungúr ísfirðingur og er Halldórsson. Hann hefur hlotið nokkurn frama með erlendum þjóðum. Hann brautskráðist úr leikskóla Þjóðleikhússins 1954. Tveimur árum seinna, haustið 1956, fór hann til Austurríkis með það í huga að þreyta inntökupróf i fræg- um leiklistarskóla í Vín. Hann hafði lært utan að tvær klausur, — eintal, — úr leikriti, en annað kunni hann ekki í þýzku. Þeir komust svo að þessu kunnáttuleysi hans, en um það var samið, að hann legði sig fram við þýzku- námið. 300 reyndu við inntökupróf, en 25 voru teknir í skólann. Eftir veturinn fékk hann þrenn verðlaun fyrir framsögn í þýzku, og er furðu- legt til frá'sagnar, að íslendingur skari fram úr Austurríkismönnum i þeirra eigin máli. Eins og i öllum slíkum skólúm, sem hafa aðstöðu til slíks, er lögð mikil áherzla á líkamlega þjálf- un, svo sem fimleika, skylmingar og dans. Þriðja skólaárið fer kennslan fram á þann hátt, að nemendur fá hlutverk, sem þeir leika á sviði fyrir áhorfendur i liinu gamla hirð- hin frægu tilraunaleikhús til húsa í kjöllurum, leikhúsi Mariu Theresíu. í Vín er blómlegt leiklistarlif, og þar eru þar sem nokkrir tugir áhorfenda komast fyrir. Áhugi almennings er mikill á lciklist, og því geta öll þessi leikhús þrifizt með góðu móti. Jón lauk námi sumarið 1959 og fékk þá fyrstu verðlaun fyrir frammistöðuna. Nú er liann starfandi við Alþýðuleikhúsið i Rostock og hef- ur þar að auki leikið á sumrin í sérstæðu leikhúsi, ef leikhús skyldi kalla, þvi að það er sögulegur sjónleikur, sem fer fram undan ströndum eyjarinnar Rúgen í Eystrasalti. -fc- Í'.V.c^th • Clark Gable, kona hans og fósturbörn. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.