Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 27
lcvilcrayndir Vladimir Nabokov heitir maður nokkur. Hann heíur helzt getið sér það til frægðar að hafa skrifað skáld- sögu, sem fjallar um ástarævintýri 12, segi og skrifa, 12 ára stúlku og manns sem kominn var vel til ára sinna. Stúlkan, sem hefur hlutverk stúlkubarnsins með höndum, er ame- rísk og heitir Sue Lyon. Þessa mynd er verið að taka í London og hefur William Holden og Nancy Kwan. Donald, Herbert, Norman, Brown, John eldri og Harry. Mótleiktri hennar í myndinni er William Holden, sem er kvikmynda- húsgestum að góðu kunnur. Inga Helga Jónsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Guðríður Eiríksdóttir, Ingunn Ragnarsdóttir, Edda Ragn- arsdóttir og Fjóla Andórsdóttir, all- ar á Reykjaskóla i Hrútafirði óska eftir bréfaviðskiptum við pilta 16 til 18 ára. Jóhanna Jóhannsdóttir, Ás- laug Garibaldadóttir, Heiðdís Bake- man, Vigdís Gústafsdóttir, Eygló Valdimarsdóttir og Sigrún Aðalsteins- dóttir allar á húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði óska eftir bréfasambandi við pilta 18 til 24 ára. Anna Steingrímsdóttir og Dóra Gunn- arsdóttir að húfemæðraskólanum á Varmalandi i Borgarfirði óska eftir að komast i bréfasamband við pilta 19 til 21 árs, mynd fylgi bréfunum, Guðrún Helgadóttir, Laugum í Reykjadal, Suður-Þing. vill skrifast á við pilta á aldrinum 16 til 18 ára. Rut Guðbjarnardóttir, Mánabraut 10, og Guðfinna Sigurðardóttir, Laugar- braut 13, Akranesi vilja skrifast á við stúlkur og drengi 16 til 19 ára. Kamilla Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu óskar að komast í bréfa- samband við pilt eða stúlku 17 til 22 ára. 1 Noregi er 38 ára gamall járnbrautarstarfsmaður, sem hefur áhuga á að komast i bréfasamband við islenzkan frímerkjasafnara karl- kyns. Ekki kann hann íslenzku, en segist skilja ensku, dönsku, þýzku og sænsku. Nafn hans og heimilisfang er: Nic. Nilsen Eidanger, Norge. Og loksins er svo ung stúlka, sem skrif- ar eftirfarandi: Ég óska að komast i bréfaviðskipti við pilta á aldrinum 13 til 15 ára. Óska að mynd fylgi. Áhugamál dans og böll. Ragna Vallý Eggertsdóttir, Steðja, Flókadal, Borg- arfjarðarsýslu. Nancy Kwan. Þegar átti að kvikmynda söguna um Susie Wong var ákveðið að láta France Nuyen, sem lék í South Paci- fic, leika aðalhlutverkið. En rétt áður en upptökurnar áttu að hefjast varð eitthvert ósamkomulag milli France og kvikmyndafélagsins, Því stóð fé- lagið eins og glópur, leikkonulaust. L'.i hendur voru látnar standa fram úr ermum og þeir fundu Nancy Kv/an, 21 árs gamla stúlku frá Hong Kong. Ekki þurfti félagið að sjá eftir þeirri ákvörðun sinni, því Nancy stóð sig með prýði. Nancy er dóttir kínversks arkitekts í Hong Kong og hefur alið þar ævi sína. Á unga aldri lærði hún ballet og ekki fer hjá þvi að það hafi haft þau áhrif að hún kvað hafa sérstaklega fallegt göngulag og skemmtilegar hreyfingar. Þar sem hún hafði ekki leikið í kvikmynd áður, varla staðið á sviði, varð hún vitaskuld að leggja hart að sér og meðal annars lagði hún leið sina á þá staði í Hong Kong, þar sem stúlk- ur á borð við Susie Wong halda til. Óskað hefur verið að við birtum mynd af John Gavin. Ekki er okkur kunnugt um hvort hann hafi sést i mynd hérna, en þykir það ósenni- legt. Sagan segir svo að hann hafi verið lítið hrifinn af að leika i kvik- mynd, en hafi þótt svo efnilegur að hann fékk engan frið fyrir kvik- myndafélögunum. Hann er kvæntur stúlku sem heitir Cecily Evans. Um 1930 stofnuðu fjórir bræður kvartett sem bar heitið Mills Brothers. Þeir hétu John, Herbert, Harry og Donald Mills. Ekki voru þeir lengi að verða frægir, því strax 1931 voru þeir með eftirsóttari jass- söngvurum og á þar næstu árum léku þeir í ýmsum kvikmyndum og fóru í hljómleikaferðir til Evrópu. 1936 lézt John og þá tók faðir þeirra við af honum, en hann heitir líka John. Fram að þeim tíma höfðu þeir sjálfir leikið á hljóðfæri og annast þannig sjálfir undirleik, en núna bættist i hópinn gítarleikari Bernard Addison að nafni. Þeir hafa þannig í 30 ár sungið og leikið og enn 1952 voru þeir kosnir i bandarísku blaði, vin- sælasti kvartett í Bandaríkjunum Þeir hafa leikið með ýmsum fræg- um jassstjörnum inn á plötur og má þar nefna Louis Armstrong, Ellu Fitzgerald og Cab Calloway. Uppúr 1940 má segja að þeir segi skilið við jassinn sem uppsprettulind sönglist- ar sinnar, því þeir lögðu sig æ meira að dægurlagastíl. Það lag sem einna Unglingur á „Glapstigum“. þar heilsuskemmdarstarfsemi, með þvi að þamba gosdrykki og reykja baneitrað tóbak, sem engum heilvita fullorðnum manni dettur í hug að leggja sér til munns. Ja, kannski ekki að leggja sér til munns, það er úr móð, en reykja þennan óþverra. Þannig er hægt að gera að gamni sínu. Sannleikurinn er sá, að í Nor- egi tóku tveir blaðamenn sig til og fóru á rúntinn þar, eins og við ger- um stundum hérna. Og þeir komust að sömu niðurstöðu um unglingana þar og við um unglingana hér. Sem sé, að þetta væri skemmtilegasta fólk, upplitsdjarfara, frjálsmannlegra og rólegra, en fyrri kynslóð. En varla trúir fyrri kynslóðin þessu og því miður eru miklar líkur til að þið verðið litið skárri í ykkar dómum, þegar þið eruð komin til ára ykkar. E’ða hvað haldið þið? Þau gleymdu henni frænku sinni. Sue móður sína með sér eða öllu heldur hefur móðirin ekki sleppt aug- unum af stúlkunni, þar sem Sue er aðeins 16 ára. Auk þess hefur kvik- myndafélagið ráðið til sín mann, nokkurs konar einkakennara, sem á að gæta þess, að ósiðsemin nái ekki út fyrir kvikmyndatjaldið. James Mason leikur hinn miðaldra elskhuga. Myndin er væntanleg núna í vor. bréfaviðskipti NÝKOMIÐ er á markaðinn nýtt hefti af BEZTU DANSLAGATEXT- UNUM, sem er mjög yandað að öll- um frágangi, eins og fyrri hefti, sem komið hafa út af þeirri útgáfu. Meðal efnis í þessu hefti má t. d. nefna textann „FORÐAÐU ÞÉR“, eftir Jón Sigurðsson við lagið Run Samson run, sem kom fyrst fram í þætti Svavars Gests, „Gettu betur". 1 heftinu er fjöldi íslenzkra og er- lendra dægurlagatexta, sem nú eru vinsælastir, auk fjölda mynda sem skreyta heftið. veiztu að... Joseph Niepce fann fyrstur manna aðferð til að taka myndir, en þá tók það hvorki meira né minna en átta klukkustunair að taka myndina. Jacob nokkur Perkins bjó til kæli- tæki 1834, en það var ekki fyrr en 40 árum seinna að þau urðu svo full- komin að hægt var að nota Þau til að flytja í þeim matvæli. hljfSmlist mestra vinsældra hefur notið hér á landi með þeim, er tvímælalaust Lazy River. Enda skýtur það upp kollin- um annað veifið í útvarpinu. á rúntinum Nú létum við okkur detta i hug að bregða okkur út fyrir landstein- ana og reyna að skyggnast um á rúntinum einhversstaðar í útlandinu. Og viti menn. Það var alveg sama spillta æskan þar og hér. Haldið þið ekki að krakkarnir hafi hangið á götuhornum malandi og masandi, i staðinn fyrir að heimsækja hana frænku sína. Og þegar litið var inn í sjoppurnar stunduðu unglingarnir óskamyndin VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.