Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 29
SPEGILLINN OG ÉG — (Framhald af bls. 9J. — Já, já, það skal ég gera, segi ■ég og vona, að hann hafi nú ekki meira að segja. En hann heldur .áfram og virðist hreint ekki þurfa að flýta sér: — Það væri bezt að viðra þetta allt :saman. — Já, já. — Og eitra svo rækilega. — Já, já. —• Veðrið er svo gott núna, tilvalið að bera allt út. — Já, já. — Heyrðu, ég gleymdi vist sól- gleraugunum heima, mjög bagalegt. — Já, mjög bagalegt. — Jæja, það verður að hafa það. Þú ættir að reyna að minna mig á þau i framtíðinni. — Já, ég skal reyna það. — Fínt. Og svo var það þetta með veiði-,,gallann“, þú manst Það. — Við Rúnar skreppum kannski upp í á næsta sunnudag. —• Já. — Ég nenni ekki að vera að minna hann á það, að hann var búinn að lofa að hjálpa mér í garð- inum um helgina. Loks kveður hann, og ég reyni að láta ekki á þvi bera, hve ég er fegin. 1 strætisvagninum hitti ég Friðrik. Við Friðrik erum skólasystkin, og ég held næstum, að við höfum verið trú- lofuð, að minnsta kosti vorum við ákaflega ástfangin hvort af öðru í nokkrar vikur, kannski mánuði. Við höfum ekki hitzt í mörg ár, hann hefur verið mikið erlendis, og ég hafði satt að segja alveg gleymt, að hann var til Og að hann hafi hugsað til mín, þykir mér afar óliklegt. Samt erum við bæði ákaflega hrifin af endurfundunum. Hann er enn þá jafnfallegur og áður, augnaráðið heitt og dreymandi og hárið jafnþykkt og hrokkið, — þetta hár, sem okkur stelpurnar lang- aði svo til að þræða fingrunum í gegnum, helzt öfugu leiðina. — Gaman að sjá þig aftur, Heiða, segir hann og þrýstir hönd mína fast og lengi. — Sömuleiðis, Friðrik, segi ég í fyllstu einlægni. Það er eins og ég sé allt í einu orðin ung og ástfangin. — Þú eldist. ekkert, alltaf sama yndislega Heiða mín. Hann segir þetta svo lágt, að enginn heyrir það nema ég. — Og þú, Friðrik, ert sama kvenna- gullið og í gamla daga. — Heiða, þú veizt, að ég var bara skotinn í þér einni, og þú varst reglu- lega harðbrjósta að hlaupa til og gifta þig, strax og ég var farin út. Ég hélt þú mundir bíða eftir mér. — Aumingja drengurinn, hvað þú hlýtur að hafa þjáðst. Mikið að þú skyldir lifa það af. •—• Ekki hæðast, mér er alvara, skal ég segja þér. — Hann er svo — Snúðu við maður, — það er ekkert vatn í lauginni. sakleysislegur, að maður getur næst- um haldið, að honum sé alvara með það, sem hann segir. I þessu er vagninn kominn niður á torg, og við verðum samferða út. Hann tekur undir handlegg mér, hlær og segir, um leið og við göngum fram hjá bankanum: — Heiða, það var svo gaman að hitta þig aftur. Það veiztu þó, að ég meina. — Auðvitað, Friðrik, það var sann- arlega skemmtilegt að sjá þig — eftir öll þessi ár. Hvernig hefur þér ann- ars liðið? — Dásamlega Mér líður alltaf vel, það veiztu frá því í gamla daga, og ég hef ekkert breytzt. En þú, — alltaf gift þeim sama? — Já, alltaf þeim sama, ertu ekki hissa? Og þú ætlar að halda áfram að vera piparsveinn? —• Já, ég held það sé bezt fyrir mig. Þannig spjöllum við og leiðumst eftir Austurstræti, alveg eins og þeg- ar við vorum ung, og svo erum við, áður en varir, komin inn í Aðalstræti. — Heyrðu, segir Friðrik, — ég þarf að hitta mann hérna hjá Morg- unblaðinu. Getum við ekki hitzt aftur og fengið okkur kaffi á Borginni eða einhvers staðar? — Jú, það væri gaman, segi ég — og er með nýja andlitið. -— Þetta síð- ara hugsa ég nú bara, segi það auð- vitað ekki. —• Eigum við að segja klukkan hálffjögur? segir hann. — Verður þú kannski lengi í bænum? —■ Jú, ætli það ekki, segi ég. — Gott, hittumst þá í Austurstræti. Bless, elskan, á meðan. Eg er í hálfgerðu uppnámi, þegar ég kem inn á hárgreiðslustofuna, en jafna mig fljótlega, þegar ég er setzt í stólinn og stúlkan byrjar að þvo mér hárið. Síðan tekur hver athöfnin við af annarri. Litun, þ. e. a. s. gráu hárunum fjölgar um helming, og af- gangurinn fær á sig eilítið rauðleitan blæ, — klipping og lagning. Að þessu loknu þekki ég varla sjálfa mig. En hafi maður verið svo vitlaus að segja a, verður maður enn vitlaus- ari og segir líka b, — já, jafnvel allt stafrófið, ef með þarf. Þess vegna kaupi ég ljósrauðan varalit og maka honum á mig Ég þarf ekki að mála kinnarnar, þær eru eldrauðar eftir alla meðferðina. 1 staðinn set ég dá- lítið af svörtu kringum augun. Ég er nýfarin að leggja fyrir mig þá teg- und málaralistar, nam hana af dóttur minni. Á meðan á öllu þessu stendur, bíður snyrtidaman þess, að mér þóknist að vera tilbúin að fara í dragtarjakkann. Hún hefur tekið hann af herðatrénu og heldur á honum eins virðulega og væri hann mörg þúsund króna minka- pels. Ég lít enn einu sinni í spegilinn, brosi all-náðarsamlega til stúlkunn- ar og segi í þessum tón, — þið vitið, — sem maður er vanur að nota, þegar maður vill gefa í skyn, að maður sé meiri og fínni persóna en maður lítur út fyrir að vera: —• Æ, maður er alltaf hálfskrýtinn, fyrst eftir að maður skiptir um greiðslu, en það Ivenst fljótt. § Stúlkan brosir aftur á móti og Jsegir: —- Já, það er satt. En mér finnst frúnni fara verulega vel þessi greiðsla, og liturinn á hárinu er líka sérstaklega góður. Ég ætla að skrifa hjá mér númerið á litnum, svo að þér fáið áreiðanlega þann sama næst. — Þakk'yður fyrir, það væri in- dælt, segi ég og brosi nú enn breiðara brosi og hugsa um leið: — En hvað Þetta er almennileg stúlka. Hún hlýt- ur að vita, hver ég er. Ég kveð, stúlkan opnar hurðina, og um leið og ég geng út, kinka ég kolli og brosi af lítillæti þeirrar konu, sem ekkert þarf að gera nema það, sem henni bezt líkar, og aumkar því vesalings stúlkuna, sem neyðist til að vinna fyrir brauði sínu. Og „vesalings stúlkan“ brosir enn einu sinni, en nú einhvern veginn öðruvísi Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss heíir tekizt að framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg, sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir 20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og reglulegt.sem sæmir CERTINA. O CERTINA-DS Selt og viðgert í rúmlega 75 löndum CERTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss ViKAIM 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.