Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 11
I. verðlawn FRYSTÍKISTA verðmæti 12000,00 kr 2. verðlaun KÆLISKAPUR með frystihólfi verðmæti kr. 8000,00 VerSlaunin í þessari getraun eru þeir hlutir, sem fjölmargar húsmæöur mundu helzt kjósa sér af heimilistækjum. Kæliskápar eru að vísu orðnir nokkuS algengir í þéttbýlinu, en enn sem komiS er, munu þeir fáséðir til sveita. Allir vita, hvilíkt þarfa- þing þeir eru, en hitt vita færri, að ekki er frystikistan óþarfa búsílag. Þá er fengin aðstaða til þess að kaupa matarbirgðir til langs tíma, og þarf varla að gera það að umtalsefni, hversu mjög það sparar húsmóðurinni snúninga og óþarfa fyrirhöfn. Frystikistan, sem liér verður til boða, er að rúmmáli 150 lítrar, en hæðin er um það bil 90 cm. Bæði frystikistan og kæliskápur- inn eru útbúin með hitastilli, sem rýfur rafstrauminn, þegar kuldastigi frystikistunnar hefur verið náð, sem er 18 stig C. Ilitastillirinn setur siðan kælikerfið sjálfkrafa i gang, þegar þess gerist þörf. Þess vegna eru þessi tæki mjög ódýr í rekstri. Kæliskapurinn er að rummáli 120 lítrar. Efst í honum er frysti- hólf, svo sem tíðkast, og plastbakki undir þvi. Innrétting skáps- •ns er hentug fyrir umbúðir hinna algengustu neyzluvara á inn- lendum markaði. í hurðinni er hilla fyrir egg og önnur fyrir flöskur. Iiillurnar í skápnum eru úr ryðfríu stáli og færanlegar. Neðst i skápnum er geymsluhólf. Ðæði frystikistan og kæliskáp- urinn eru frá llafha i Hafnarfirði. Getraunin sjálf er létt, og ættu allir að geta tekið þátt i henni. Hvort tveggja er, að flestir vita eitthvað um hina frægari atburði íslendinga sagna, og svo hitt, að myndirnar eru svo augljósar, að enginn verður i vafa um hið rétta svar. Berist mörg rétt svör, verður dregið úr þeim. NY VERÐLAUNAKEPPN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.