Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 14
Draumspakur maður ræður drauma fyrir
lesendur Yikunnar.
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi um daginn, að ég þóttist vera
komin út á eyri. Mér fannst allt vera komið í
eyði þar. Ég var á hjóli og var að fara niður
brekku, þegar ég var stöðvaður af gömlum karli,
sem er frændi minn. Hann spurði mig, hvort
ég vildi giftast sér. Ég sagði nei og hjólaði af
stað. Þegar ég var komin dálítið frá karlinum,
fannst mér hvítur hestur vera á undan mér.
Hann fór hægt. Ég reyndi að komast fram hjá
honum og tókst það. Hann hljóp alltaf fast við
hjólið, svo að ég varð að hjóla út í skurð.
Þá kemur karlinn á dökkbrúnum hesti og
nær mér, en einhvern veginn gat ég sloppið og
fór lengra út eftir. Þar hitti ég ömmu mína og
tvær frænkur. Rétt eftir að ég hafði skilið við
þær, kemur karlinn og annar maður með hon-
um. Þeir komu á jeppa og setja mig í svart
teppi. Síðan settu þeir mig á miili siri í jepp-
anum. Þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir
svarið. Dreymandi.
Svar til dreymandi.
Ekki verður annað séð af draumnum en
þú verðir fyrir einhverjum leiðindum í sam-
bandi við verkefni, sem þér býðst, en samt
sem áður hittirðu manneskju, sem mun leið-
beina þér og reynast þér hjálpsöm. Amma
þín og tvær frænkur eru tákn um nokkuð
einfalda og óbrotna skemmtun. En á eftir
taka sömu leiðindin við, og þú munt búast
við einhverju fjárhagstjóni þar af.
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi, að ég kom ásamt fleira fólki
að miklu hrossastóði. Þar sá ég mjög fallegan,
brúnan hest. Mig fýsti mjög að komast á bak
honum og tók beizli, sem þar var, og gat komið
því á hann með hjálp manns, sem þar var
staddur. Ég var hálfhrædd við hestinn, sem
virtist vera hálfótaminn. Setti ég hnakk á hann
og reimaði gjörðina, settist á bak og reið af
stað. Þá fyrst fór ég að reima reiðann, og gerði
það, meðan hesturinn var á ferð, og var ég þá
alveg orðin örugg og óhrædd. Pálina.
Svar til Pálínu.
Ekki verður annað séð af draumnum og
bréfinu en hinn ungi hestur merki framtíð-
ar-fyrirvinnu, sem þú munt eignast, eftir að
þú ferð á ball. Þó að hann sé ótaminn og
kannski óstýrilátur, á meðan þú ert að ná
tökum á honum, verður ekki annað séð en
allt lagist og þú kippir því í lag, sem eftir
er, þegar þú ert búin að ná fullum tökum
á honum.
Draumráðandi Vikunnar.
Draumur sá, er mig langar að fá ráðningu
á, er þannig: Mér voru gefnir tveir gullhring-
ar, og voru báðir með steini; annar var dem-
antshringur, en hinn með rúbíni. Þriðja gull-
hringinn bar ég á vinstri hendi, en hann á ég.
Fjórða hringinn, vissi ég, að ég átti eftir að
fá, og var það mynztraður einbaugur.
Sami maðurinn átti að liafa gefið mér þessa
liringa nema þann, er ég bar á vinstri hendi.
Hvað merkir þessi draumur?
Með fyrirfram þökkum. Dúa.
Svar til Dúu.
Ilringar merkja oftast ástarævintýri og tví-
mælalaust í þessu tilfelli. Túlkunin á draumn-
um yrði því sá, að þú lendir í flestum ástar-
ævintýrunum með manninum, sem gaf þér
flesta hringana. En þó var þarna einn, sem
kom úr annarri átt, og verður því ekki annað
séð en þú sért ekki alveg við eina fjölina
felld á ástamálasviðinu.
dísirnar.
Eiríkur Svendsen var ósköp venjulegur mað-
ur að því fráskildu, að hann var svo nauðalíkur
Harry Heart kvikmyndaleikara, sem hver drop-
inn er öðrum. Hann átti lítið einbýlishús í út-
jaðri bæjarins. Hann átti ágætiskonu, fagra álit-
um, dökka á brún og brá með ljómandi augu,
brún að lit. Og hann átti lítinn son, sem vappaði
um skemmtigarðinn þeirra, sem Eirikur hafði
látið verkfræðing gera uppdrætti að.
Eirikur vann á skrifstofu vegamálastjóra, og
líf hans leið áfram án þess, að nokkuð sérstakt
bæri til tíðinda. Á morgnana kvaddi hann konu
og son með kossi. Svo vann hann við vegateikn-
ingar, höfuðbækur og reikningsvélar allan dag-
inn, las kvöldfréttirnar til að komast að, hve
þær voru lélegar, hjólaði síðan heim til sín og
heilsaði litla syninum og konunni sinni fallegu
með kossi.
Hamingja. Grár hversdagsleiki. Heiðir draum-
ar, — dagdraumar.
DRAUMAR Eiriks voru alltaf um eitt og sama
efni: Betur, að ég væri Harry Heart sjálfur, ekki
einungis, að ég líktist honum. Betur, að ég
mætti labba mina leið burtu frá reikningsvél-
um og öllu þess háttar, — öllu þvi, sem er inni-
hald hversdagsleikans, — beint út í ævintýri
með list og spenningi og leiksviðsljósum.
Ósköp algengur draumur það, einn af því tag-
inu, sem enginn býst eiginlega við, að rætist;
— rétt eins og einn af starfsfélögum Eiríks
hreytti út úr sér, þegar þeir hjóluðu heim frá
sk'rifstofunni og urðu samferða:
Hið eina, sem finna mátti að heimilislífi
Eiríks Svendsens, var það, að hann var
svo líkur Harry Heart kvikmyndaleikara,
að fjöldi manna villtist á þeim, jafnvel
þeirra nánustu.
— Jú, jú, svona er það, og öðruvísi verður
það fráleitt nokkurn tíma.
Þegar þeir komu að krossgötunum, skildu leið-
ir þeirra, eins og venja var til. Félaginn beygði
til vinstri og Eiríkur til hægri, og nú stefnir
hann heim til sin, — fallega vaxinn maður, ætíð
vel til fara. 1 dag er hann klæddur röndóttri
yfirhöfn, moldvörpulitri og gráum buxum. Hann
er friður sýnum með iiðað hár.
Hann stígur af hjólinu fyrir utan hús sitt. Á
sama augnabliki hemlar bifreið við hliðina á
honum, svo að ískrar í öllum hjólum. Tvær
tízkufágaðar konur stökkva út úr henni og
hlaupa til hans. Önnur er fokvond að sjá, hin
lítiur ásakandi til hans.
— Ferðu nú ekki að verða bráðum búinn að
fá nóg af þessum umskiptingsleik þínum? hvæsti
sú skapvonda út á milli gervitannanna. Það er
myndataka klukkan fjögur, og svo ferð þú út
í hundakúnstir einum hálftíma áður. Heldurðu,
að þú sért fyndinn — eða hvað? Hvar er bíll-
inn þinn, og hvar i andskotanum hefurðu kom-
izt yfir svona vitlaust reiðhjól? Settu það frá
þér, og komdu með i bílinn ... ! Klukkan er ...
— Ykkur skjátlast! æpti Eirikur óttasleginn.
Þetta eru mistök ...
— Þú kannt að gera að gamni þinu stundum,
hvæsti hin fagra mey, en nú kemurðu með okk-
ur. Hún reif hjólið af honum og fleygði þvi
upp að ljósastaur, svo dró hún hann með sér
að bifreiðinni.
— Ég er ekki sá, sem þið haldið, hrópaði
Eiríkur utan við sig.
Nýtt
farartæki
Orka h.f. liefur fengið um-
boð fyrir splunkunýtt farar-
tæki, og við höfum fengið
meðfylgjandi myndir til þess
að sýna ágæti þess, þar sem
orðunum sleppir. Þetta er
vélknúinn sleði; hann rennur
á skiðum að framan, en að
aftan eni belti, sem knýja
hann áfram. Þetta er vinsælt
heldrimannafarartæki erlend-
is, notað í skógartúra á
sunnudögum. Orka li.f. upp-
lýsir, að farartækið sé að vísu
nokkuð dýrt, muni kosta kr.
45.000,00 með öllum tollum og
gjöldum. Það er svipað og
gangverð á jeppum, fimmtán
ára gömlum, og geta þeir, sem
þá farkost eiga, ráðið það við
sig, hvort ekki sé rétt að
skipta. Sleðinn heitir á ensku
Ski-do, og vantar nú orðhaga
menn til að íslenzka það orð.
Hér sést fararskjótinn glögglega. Líklega er þetta
skemmtilegasta afþreying.
Nokkrir betriborgarar í sleðaferð.
14 VIKAN