Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 18
I ■
Hér er Marilyn Monroe á sex myndum með „sex“. Því er ekki að leyna,
að miklar breytingar hafa orðið á leiklistarferli hennar. Fyrst var
ekki um neina leiklist að ræða, og þá var hún kynbomba Hollywoods,
en nú hefur hún vent sínu kvæði í kross. Hún hefur fengið einka-
kennslu Lee Strasbergs, og þeir, sem áður áttu ekki nógu áhrifamikil
orð til þess að lýsa hæfileikaleysi hennar á leiksviði, keppast nú hver
um annan þveran að dásama hana. Víst er það, að Marilyn virðist
hafa þó nokkra leikhæfileika.
Um þessar mundir sýnir þetta trió í Lidó Það hefur ferðazt um allan hnöttinn
og sýnt listir sinar við mikinn fögnuð áhor;íenda. Spænskir dansar njóta æ meiri
vinsælda úti um heim, og eru þeir nú orðið kennslugreih í dansskóla Jóns Valgeirs.
Má þvi búast Við því, að margir geri sér ferð til að horfa á tríóið. Pilturinn er 25 ára,/
en stúlkurnar 18 Og 20. Yngri stúlkan syngur, auk þess sem hún dansar, og eykur
það fjölþreytnina að mun. Þau kalla sig Trio Capricho Espanol.
Ræningjabrúðurin
Vclerie. 18 ára.
Victor Terry,
mannsefnið. 20 ára.
lngmar Bergman hefur hlotið vjöurkejunngu u.n alian heim
sem einn fremsti kvikmyndastjórnandi vorra daga. Nýjasta verk
hans heitir Augu djöfulsins og er gamanleikur, ívafinn smáræði
af mannvonzku. Stig Járrel leikur andskotann og tekur upp á
því meðal annars að vekja Don Juan frá dauðum. Sem vænta
má, er þessari mynd tekið vel, þótt sumum finnist hún ekki
nógu andskotaleg.
]
GLÖTUÐ ÆSKA.
Fjórir unglingar i Englandi voru
fjárþurfi og lögðu leið sína inn í banka.
Þar sannfærðu þau einn gjaldkerann
um nauðsyn þess að afhenda þeim eins
og þúsund pund, sem hann hafði í
sinni umsjá. Að vísu kostaði það gjald-
kerann lífið, þar .sem þau i fortöluæs-
ingnum hleyptu af nokkrum skotum
á hann. En þau hlupu sem skjótast
á brott með fenginn. Lögreglan náði
tveimur þeirra fljótlega, 16 og 20 ára
piltum. En það tók lögregluna þrjá
daga að ná hinum tveimur, og var það
piltur tvítugur og stúlka átján ára.
Þau voru þá á leið til Gretna Green
í Skotlandi, þar sem þau ætiuðu að
ganga í það heilaga. Nú er mörgum
spurn, hvað valdi þvi, að unglingar
bessir fóru út á þessa braut. Er það
hreint og beint heimska, sem er undir-
rót slíkra afbrota? Manni er næst að
halda það, því að varla getur þetta
talizt gáfuleg fjáröflunarleið, og ekki
hefur verið mikið hugsað út í það,
hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir
gjaldkerann og hans fjölskyldu. Auðg-
unarþjófnaður hefur einnig skotið upp
kolli hér undanfarið, og er hann ðllu
meira áhyggjuefni en drykkjuþjófnað-
ur, er fyrir var. ★
1B VIKAN