Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 28

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 28
Glæsileg dýr. Ef vi5 ' Hugsaðu um að gælum aðeins komið / koma okkur ^ þeim lifandi hcim. lifandi heim. ^ IPalli pwns En Palli prins stóð kyrr og leit niður á sjálfan sig. Ilann var svo sótugur, að hann vogaði sér ekki að ganga út á stofugólfið, sein var þakið fallega litum litium mottum. Með ákafri löngun leit hann á lítinn sófa, sem stóð úti í einu liorni stofunnar. Nei, liann gat ekki farið að leggja sig þar, sófinn mundi áreiðanlega aldrei verða hreinn aftur. Hann varð að láta sér nægja steinflötinn fyrir framan arininn. l>að var auðvelt að þvo hann aftur. Það var kannski ekkert mjúW að liggja þar, en Palli lagði viðarbút undir höfuðið, og brátt var liann steinsofnaður. Tíminn leið, og Palli prins svaf og svaf. Fölleit vetrarsólin kom upp og gyllti hið hvíta vetrarlandslag, en Palli svaf jafnvel á harðri steinplötunni. Þegar leið á síðdegið, kom nokkuð einkennilegt fyrir. Stjarna kom allt i einu svífandi niður úr himingeimnum. Það var ekki svo auðvelt að koma auga á hana, þar sem bjart var úti, en það var raunverulega ’r*a~" lítil stjarna. Hún sveif léttilega í topp eikitrésins, rétt blakaði við dyrunum á húsinu, og þá opnuðust þær. Litla stjarnan trítlaði inn og horfði brosandi og full umhugsunar á þennan iitla, sofandi kóngsson. „Auminginn litli,“ hvísl aði stjarnan, — „þreyttur, óhreinn, svangur og heim- ilislaus, — það getur orðið einum of milcið fyrir lit- inn, góðan prins.“ Þá lyfti hún upp litlum staf með pínulítilli stjörnu á end- annm og ýtti lauslega við Palla prins. Palli vaknaði skelfdur og nuddaði stlrurnar úr aug- 'unum. Ilann hélt, að hann sæi ofsjónir. Fyrir framan hann stóð stjarna, sem leit út eins og manneskja með andlit og allt tilheyrandi. „Fyrirgefðu, að ég skuli hafa brotizt inn i húsið þitt,“ stamaði Palli prins, „en ég hafði engan annan stað að sofa á í nótt.“ Stjarnan brosti. „Húsið mitt?“ sagði hún. „Það er ekki ég, sem á það. Palli litli prins á húsið.“ „Hvað segirðu?“ hróp- aði Palli prins himinlif- andi. „Nú skil ég hvorki upp né niður í neinu. Prins, P-,“ en svo snarstanzaði hann, — „hva, það er ég!“ „Einmitt,“ sagði stjarn- an. „Húrra!“ hrópaði Palli prins, „þá trúirðu mér. Loksins hitti ég einhvern, sem veit, hver ég er. En hvernig getur þetta hús verið húsið mitt?“ ,jÞað er auðvelt að útskýra. Má ég kynna mig? Ég er nefnilega stjörnuhrapið, sem þú sást i gær. Ég er komin til að hjálpa þér. Það er ekki auðvelt, en ef við vinnum saman, ættum við að geta það. Þetta hús er fyrsta hjálp mín og svona til reynslu. Þú verður að hafa ein- hvern stað að búa á fyrst um sinn. Og til allrar hamingju stóðstu fyrstu reynsluna. Þú brauzt ekki upp hurðina, og þú liefur ekki skitið neitt út hér. Það er svona fólk eins og þú, sem stjörnurnar vilja hjálpa. Það er einn hlutur .enn, sem veldur þvi, að ég vil gera allt fyrir þig, sem ég get, og það er, að þú skyldir ekki reyna að fara inn í lokaða herbergið. Þar inni er nefnilega stjörnukíkirinn, og með honum getum við lesið stjörnublaðið. Án þess getum við ekki sigrazt á töfrunum. Komdu, við skulum athuga, hvort nokkuð nýtt er 1 stjörnu- blaðinu.“ Palli prins gekk hægt af stað til að fylgja stjörnunni eftir inn i litla, dularfulla herbergið. En svo staðnæmdist hann ’og kallaði: „Biddu! Sjáðu, hve ég óhreinka motturnar.“ „En hvað ég get verið hugsunarlaus," sagði stjarnan. Og svo lyfti Framhald á bls. 21. 2B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.