Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 10
Fyrstu vikurnar eftir fæðinguna Stundum heyrast mæður segja, að mjólkin hafi horfið úr brjóstum þeirra. Hið sanna er oftast í raun réttri það, að mylking brjóstanna hefur ekki gengið eins fljótt og skyldi. Fær barnið mitt nægilega næringu með því, að ég hafi það á brjósti? spyr móðirin. Svarið hlýtur að vera jákvætt, að því er varðar fyrsta mánuðinn. Ef barnið fæðist í skammdeginu, — ég á hér við vetrarmánuðina, — þarf það að fá vítamínuppbót, eftir að það er orðið fjögurra til fimm vikna gamalt, og ætti þá að gefa því eina teskeið af lýsi á dag. Þegar barnið er orðið nokk- urra mánaða gamalt, má auka þennan skammt upp í eina barnaskeið. Að vetrinum ætti að gefa öllum börnum lýsi, þegar þau eru orðin fimm vikna eða eldri. Mjög ríður á, að barninu sé gefið móðurbrjóstið þegar í sængurlegu móðurinnar og það sé gert á réttan hátt. Stundum heyrast mæður segja, að þær hafi orðiÖ að hætta við að hafa barnið á brjósti, af því að mjólkin hafi „horfið úr brjóstunum“, rétt eftir að barnið fædd- ist. Langoftast er ástæðan hins vegar sú, að mylking brjóstanna hefur ekki gengið eins fljótt og skyldi. Til þess að mjólkin safnist í brjóstinu og haldist þar í nægilega ríkum mæli, er nauðsynlegt að tæma þau í hvert sinn. Ef barnið torgar ekki sjálft því, sem i þeim er, verður að ná því, sem eftir er, með höndunum eða mjólkursugu, ef unnt er að nota hana til þess. Af sömu ástæðu er það líka alveg sjálfsagt að hafa fyrir reglu að gefa barninu aðeins annað brjóstið. Ef það fær bæði brjóstin á víxl í sama sinn, fer eins og nú skal greina: Fyrsta mjólkin er jafnan lausust í brjóstunum, brjóstið er þá fullt, og barnið þarf ekkert á_sig að reyna til að ná fæðunni. Þegar lengra liður Framhald á bls. 24. 1 □ VIKAN Getraunin Halldór Pétursson teiknaði. Frægur atburður úr íslendingasögum Myndin, sem þið sjáið hér að ofan — og á forsíðunni, — á að sýna frægan atburð úr íslendingasögum. Það er mannvíg, nánar tiltekið, og eitt af þeim þremur, sem talin eru upp hér að neðan. Þið munið, að Skarphéðinn tafðist við að binda skóþveng sinn við Markarfljót, en stytti sér síðan leið og stökk yfir fljótið milli höfuðísa, renndi sér að Þráni, sem stóð fyrir á skörinni hinum megin, og hjó hann í herðar niður með öxinni Rimmugýgi. Aðförin að Gunnari á Hlíðarenda var ger, þá er hann var einn heima, og varðist hann með boga sínum, meðan hann mátti, en varð að lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu. Hið þriðja er víg Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, en þrælar hans urðu honum að bana í skógi og flúðu síðan til Vestmannaeyja. 1. Skarphéðinn stekkur yfir Markarfljót milli höfuðísa og höggur Þráin í herðar niður. 2. Veginn Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda. 3. Þrælar verða að bana Hjörleifi, bróður Ingólfs Arnarsonar. Getraunin verður í fjórum þáttum. Svörin ber að skrifa á fietrauna- seðilinn til hægri. Seðlunum er hald- ið saman, þar til getrauninni lýkur, og skal ]>á senda ]>á i bréfi til Vik- unnar, póstliólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.