Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 17
Hljómplata, þá fá-
ið þið tækifæri
til að nota þenn-
an yndislega hatt,
sem sjálfsagt á
eftir að skapa
tízku. Auðvitað
setjið þið svo
hljómplötur hér
og þar á viðeig-
andi staði eða
eftirlíkingar af
þeim.
Næturklúbbadansmær í
reglulegum netsokkum.
Bandið yfir mjaðmirn-
ar má einnig vera mjög
stutt pils, og yfir lær-
ið má setja skrautlegt
band með rós í.
Bursti, og þá eru
burstar alls stað-
ar upp úr og nið-
ur úr. Þennan
búning má útbúa
á mjög skemmti-
legan hátt.
Ungbarn. Þar lát-
ið þið hugmynda-
flugið ráða, en
smekkurinn og
túttan eru ómiss-
andi.
Hollenzk stúlka. Hol-
lenzki búningurinn er
frisklegur og skemmti-
legur með tilheyrandi
körfum og túlipönum.
Módel 1920, í pilsum fyrir ofan hné,
hárið eins og hjálmur yfir höfðinu,
og tilheyrandi málning.
Stjarna, fallegur og
áhrifamikill búning-
ur, glæsilegur fyrir
háar stúlkur, og í
hamingjunnar bæn-
um, hafið hann í blá-
um litbrigðum.
Djöfullinn, hroll-
vekjandi og glæsi-
legur. Vert er að
minnast á Drac-
ula, Frankenstein
og þá félaga í þvf
sambandi.
Þar sem fleiri myndir komast
ekki fyrir, viljum við hér telja upp
nokkrar hugmyndir: gamlar sögu-
persónur, úr ævintýrum, sögum og
leikritum, — t. d. Mjallhvit, stjúpan,
Þyrnirós, Papageno, Hamlet o. s.
frv. ! i V|í
Ballettdansmær, tii þess þarf
auðvitað töluverðan yndisþokka og
fallegan búning.
Stúlka í sólbaði, fallegt pils eða f
stuttbuxur og brjóstahaldari þann-
ig, að bert sé á milli, þar að auki
sólolía, vikublöð, handklæði, karfa
og sólgleraugu (ágæt í staðinn fyrir
grímu), og auðvitað verðið þið að
„meika“ ylckur brúnar.
í garðvinnu, þá klæðizt þið til-
heyrandi garðfötum og vopnizt
klippum og öðrum áhöldum.
Klukka. Hafið stóra klukku á
höfðinu fyrir hatt (úr pappa), og
hafið svo búninginn eftir vild, en
alls staðar smáklukkur.
Tannkremstúpa. Hafið eftirlik-
ingu af Colgates-töppunum á höfð-
inu, og kjóllinn er hvitur sekkur,
eins og tannkremstúpan í laginu.
Á kjólinn setjið þið stafi, klippta
eða isaumaða, og hafið hið sama j
Framhald á bls. 25. É
Vl<AM 17