Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 25
VÍKAlil Útgvfiimlh VSKAH B.F. rtilitjorí; Gíslí Slyurðitcft (ábm.) Aualýs!ii«j 1 síjárl i )ólianne» jörund!.spii. Ft- ’njcyæmdaítjcri i HMmar A. Kriítjánison. ftitttjórn og auglýilngar: Sklpholtl 33. Sírnar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149, Afgreíösla og drelfing: BI aöad re í f i n g, Mfklubraut 15, ííml ÍS0I7. Verð í lausa- söfu kr. 15 Atkrifíarverð er 200 kr. árt- þriöjungslena, grelðist fyrirfram.. Prent- un: Hilmír h.f. Myndamót: Rafgrai h.f. í næsta blaöi verður m. a.: 4 Sami maður á tveimur stöðum í einu. Grein um það dulræna fyrirbrigði, er einn og sami maður sést á tveimur — eða fleiri — fjarlægum stöðum á sama tíma. ♦ Barn sakborningsins. Smásaga um forhertan glæpa- mann og litla stúlku, sem komst ein af úr flugslysi. 4 Frægur atburður úr íslendingasögum. Verðlauna- getraun Vikunnar heldur áfram. Frystikista og kæliskápur í verðlaun. 4 Smáatriðin skipta máli. Þátturinn hús og húsbún- aður tekur fyrir ýmis atriði í innréttingum eldhúsa. Sjö myndir til skýringar. 4 1 gróandanum. Smásaga eftir Óla Ágústar. 4 Morð Jóns Gottskálkssonar. Þorsteinn frá Hamri skrifar um gamalt afbrotamál. 4 Skopskyggni. Grein eftir dr. Matthías Jónasson um hæfileikann til þess að sjá hinar broslegu hliðar hlutanna. 4 Munaðarleysingjar. Frásögn með mörgum myndum af heimsókn á tvö munaðarleysingjahæli. GRÍMUBÚNINGAR Framliald af bls. 17J. og stendur á Colgates-túpunum. HafiS stóran tannbursta líka með í ferðinni. Sól og tungl. í því tilfelli þarf víst ekki miklar leiðbeiningar að gefa. Blóm. Þar er úr hundruðum teg- unda að velja eins og um fuglana. Úr þessu efni er hægt að gera ynd- islega búninga. Svo eru hin venjulegu störf þjóð- félagsins, flugfreyja, lögregluþjónn, læknir, hjúkrunarkona, sótari, skó- burstari (útbúið gervið þá eins og skóburstara erlendis, sein standa á götuhornum), visindamaður, slátr- ari o. s. frv. o. s. frv. Vínflaska. Þar verður að fara líkt að og með tannkremstúpuna. Hjarta. Um það er lítið að segja, en þið verðið að vera þaktar í hjörtum og það rauðum. Róni. Þá ríður á að klæða sig eins og róni og lifa sig inn i hlut- verkið. Simi. Þar verður að koma við mikilli lagni og hugkvæmni. Og að lokum viljum við stinga upp á þvi, að þið stælið hina og þessa menn, að innan og utan, eins og Ómar Ragnarsson, ráðherrana oklcar eða einhvern, sem allir kann- ast við og er sérkennilegur. Þetta var ekki alveg að lokum, við gleymdum ungfrú yndisfríðri. Það er tilvalið gervi, því að auð- vitað er hún léttklædd og yndisleg að vanda, og einhvers staðar ber hún nafn sitt, t. d. á hattinum. Þá hættum við, þvi að Vikan er nú ekki stærri en þetta, og svona hefðum við getað haldið áfram endalaust. En i endann fáein heil- ræði, hjá þeim verður ekki komizt. Munið að lifa ykkur inn í hlutverk- ið og leika það. T. d. sezt daman i sólbaðinu á handklæðið og ber á sig sólolíu, skóburstarinn er á hnjánum fyrir hverjum, sem er, til að bursta skóna og þar fram eftir götunum. Þetta kvöld eruð þið það, sem þið leikið, í gegn, ekki bara utan á. Og loks: Góða skemmtun! BÖLSKYGGN AUGU (Framháld af bls. 13) ugg og geig. Þannig dregur úr sjálfs- trausti hins aldna. Hann treystir sér helzt við vanabundnar athafnir, en gerist deigur við nýjar og ókunnar leiðir. En straumur þróunarinnar fleytir einmitt hinu gamla og venju- bundna burt, og ber að 'í staðinn ný og flókin viðfangsefni. Þá gerast í mörgu brjósti þau geðhvörf, að sjálfsgagnrýni á þverrandi þori er nú í sjálfsbjargarskyni snúið að veröldinni. Ekki hinn aldni hugur hefur bilað; veröldin sjálf er á glöt- unarbarmi. Hinn ellimóði hvarflar auðveldlega til æskuminninganna, þegar veröldin var enn þá björt og vonfögur. En hann stælir ekki þor sitt við minningarnar, eins og barn- ið gerir í heimi hugarflugsins. Æskuminningin er honum aðeins afdrep, þaðan sem hann horfir böl- skyggnum sjónum á þann raunveru- leika, sem hann veldur aldrei framar. ★ % Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þú verður að sætta þig við, þótt talsvert reyni á þolinmæði þína i þessari viku. Ef þú biður þolinmóður Þangað til I næstu viku, muntu einnig uppskera rikulega, Nýr kunningi þinn hefur talsvert mikil áhrif á gerðir þínar, og er Það vel Þú ættir að reyna að kynnast honum betur. Fimmtudagskvöldið verður dálitið óvenjulegt. Talan 8 skiptir konur miklu í vikunni. Nautsmerkiö (21. apr.—21. mai>: Þú færð freistandi tilboð, sem þú verður að yfirvega og meta, áður en þú tekur því. Líklega ferð þú í afar skemmti- legt og óvenjulegt samkvæmi í vikunni. Þú skalt aðeins varast að ljóstra ekki upp leyndarmáli, sem þú og félagi þinn eigið einir. Það hefur borið nokkuð á eigin- girni í fari félaga þíns og það bitnað einkum á þér. Reyndu að sýna honum íram á villu sina. Heiilatala 5. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Maður, sem þú þekkir lítillega verður til Þess að hjálpa þér í vik- unni. Þér gefst einmitt tækifæri til þess að endur- gjalda greiðvikni hans, enda þótt hætt sé við þvi að Þú hliðrir þér við því, vegna anna. Láttu það endi- lega ekki verða. Þú græðir peninga í vikunni, án þess að hafa hið minnsta fyrir því. Krábbamerkiö (22. júni—23. júlí): Þú verður til þess að leysa deilu nokkurra kunningja þinna, og verða endalok þess máls næsta nýstárleg og skemmti- leg. Stjörnurnar vilja benda þér á, að bjartsýni sé auðvitað holl hverjum manni, en ert þú ekki einum of bjartsýnn? Verður þú ekki fyrir óþarfa vonbrigðum? Vinur þinn er i vanda staddur — reyndu að létta af honum þessari byrði, því að það getur þú hæglega. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Það hvílir einhver hula yfir framtíð þinni, og verður afar litið lesið úr afstöðu stjarnanna í þessari viku. Þó má sjá, að eitthvað markvert gerist um helgina, en hvort það er þér i vil eða ekki, verður ekki séð með vissu. Einnig mun talan 7 skipta þig miklu. Þú skalt fara að öllu með gát í vikunni. MeyjarmerkiÖ (24. ág,—23. sept.): Þú hefur lengi átt þér áhugamál, sem þér hefur ekki gefizt tæki- færi til þess að sinna, og hefur þér þótt það miður. Eíinmitt í þessari viku gefst þér tækifæri til þess að sinna þessu áhugamáli, svo um munar, en verið getur samt að þér verði ijóst, að Þetta áhugamál er ekki eins ómet- anlegt og þú hefðir talið sjálfum þér trú um. ______ VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú virðist of trú- gjarn og treystir náunganum um of, og þess vegna verður þú fyrir óþarfa vonbrigðum. Hætt er við, að þú rekir þig illþyrmilega á þessa staðreynd í vik- unni. Vertu ekki of uppáþrengjandi við þennan nýja vin þinn. Þið verðið að kynnast smátt og smátt. Stjörnurnar vilja eindregið mæla með þessum nýja kunningsskap. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Einhver verður til þess óviljandi að koma i veg fyrir, að áform þín nái fram að ganga. Varast skaltu samt að skeyta skapi þínu á þessari persónu, því að það er alls ekki hennar sök. Þú lest eða heyrir eitthvað, sem verður til þess að þú tekur að vinna að einhverju verkefni af miklum eldmóði. Þér getur orðið mikið úr verki. Þú skemmtir þér ó- venjumikið í þessari viku. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú hefur allt of mikið á prjónunum og verður þess vegna lítið úr verki á einu vissu sviði. Það er einhver óeirð i þér, sem ef til vill stafar af óánægju út af hjart-ans mál- um. Sannleikurinn er samt sá, að þú þarft allt ann- að en kvíða, þegar hjartans mál eru annars vegar. Þú hefur ekki metið ástvin þinn réttilega. Tvö kvöld vikunnar verða afar skemmtileg, heldur dauft yfir hinum. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þér berast Þægi- legar fréttir i vikunni, sem verða til þess að koma þér í mjög gott skap. Ekki veitti víst af, því að þú hefur verið fremur þunglyndur undanfarið — lík- lega samt að ástæðulausu, eins og nú kemur í ijós. í sambandi við merkisatburð í fjölskyldunni munt þú komast að dálitlu, sem þér hefur lengi leikið forvitni á að vita. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Ef þú gætir komið auga á galla þína, myndi það verða til þess að þér yrði murí meira úr verki. Sérðu ekki einhvern galla í fari allra kunningja þinna? Hvers vegna skyldir þú einmitt vera gallalaus? Þú ferð út eitt kvöldið og kynnist þá manni, sem þig hefur lengi langað til að kynnast, en líklega verður þú fyrir vonbrigðum. Þú átt von á gleðifregnum um helgina. Heillatala 4. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú gerir eitthvað i vikunni, sem verður þér dýrmæt reynsla — líklega víti til varnaðar. Um helgina munt þú líklega óaf- vitandi koma kunningja þínum i eitthvert klandur, en þótt undarlegt megi virðast, verður þetta aðeins byrjunin á löngu, skemmtilegu ævintýri. Taktu ekki mark á því, sem kvenpersóna, sem þú þekkir lítillega, segir þér um einn bezta vin þinn. Mánudagur til heilla.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.