Vikan


Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 09.02.1961, Blaðsíða 26
'Ó slcák textinn 1 þetta skipti birtum við textann hans Jóns Sigurðssonar — Eins og fóík er flest. — Ragnar Bjarnason syngur hann inn á plötu eins og getið er á öðrum stað í opnunni. Eins og fólk er flest. Lag og texti: Jón Sigurðsson. Ég er alveg eins og fólk er flest og finnst . þaS prýöilegt, þd taka engir eftir mér, þaö er svo notalegt, þó komi hér og komi þar, ég lcomiö get og fariö hér og þar og alls staöar. Ég gekk eitt kvöld um miöbœinn og mœtti stúlku þá, og mér fannst eins og opinberun heföi svifiö hjá. Ég sný mér viö, hvaö haldiö þiö, á horninu viö apótekiö dokaöi hún viö. Ég man þdö eins og þaö heföi gerzt gær, ég man þaö éins og þaö heföi gerzt í gær. Hún stóö þar eins og engill, á hœla- háum skóm. Ég hugsaöi, nei, hér duga vist ekki oröin tóm. Ég stamaöi og ræskti mig og reyndi aö finna orö. Ég roönaöi og ofan tók og ihneigöi mig á bæöi borö. Þá kom þaö viö mig, kjarkleysiö, meö kvalasvip ég siundi: HvaÖ er Klukkan ? afsakiö. En í því heyröist flautaö, hún óöar lagöi af staö og úpp í btlinn skauzt hún, cn ég stóö og horföi á þaö. Ý.g stunvi viö, ■ nö hénnar hliö sat heljarsláni, sem hún kyssti beint á alskeggiö. Ég man það eins og þaö heföi gerzt í gær, ég man það eins og þaö hefði gerzt í gær. En aö hún skyldi vilja hitta þennan mann, ég held ég skilji aldrei. Bara ég væri hann. öll réttindi áskilin, eftirprentun bönnuð. Á Brauðbarnum í Aðalstræti vinn- ur ung stúlka, sem heitir Elisabet Matthiasdóttir. Hún varð átján ára daginn sem við hittum hana að máli og var því í sérstaklega góðu skapi. Svo við spjölluðum um alla heima og geima og meðal annars þótti okk- ur tilhlýðilegt að leggja fyrir hana eftirfarandi spurningu: Finnst þér þú hafa elzt mikið síðan í gær? — Það munar sólarhring, er það ekki? — Hm. Þú munt vera komin á þann aldur, sem ekki )>ykir umtals- hæfur hjá kvenfólki. En snúum okk- ur að öðru. Þú munt vera dama, svo- kölluð smurbrauðsdama, er það ekki? — Jú, ekki veit ég að það sé kall- að annað. — Jú, góða mín, smurbrauðsjóm- frú. — Það finnst mér nú bara bjána- legt. — Það var og. Ætlarðu að vera svoleiðis dama alla þína ævi? — Nei, manni getur nú langað til að gera eitthvað annað. — Eins og hvað? — Það veit ég ekki. Bara eitthvað annað. —- Finnst þér þú vera einn af þess- um fávísu unglingum, sem eyða pen- ingunum sínum í tóma vitleysu? — Mér finnst það engin vitleysa að nota peningana sína til að fara í ferðalög meðan maður er ungur. Maður er nógu bundin seinna. Elísabet Mattliiasdóttir —; Nú já. Þú ferð þá i ferðalög. Til útlanda kannski? — Já, ég var bæði úti í fyrra og hitteð fyrra. Og það var gaman og ég ætla að fara út hvenær sem ég get. — Heyr, heyr. Þetta lízt okkur á. Við fáum ekki annað séð, en að þetta viðtal gefi glögga mynd af við- horfi ungrar stúlku til að minnsta kosti tveggja hluta Annars vegar tii- hneigingin til að vinna fleiri en eitt starf og þannig vikka sjóndeildar- hring sinn og hins vegar ferðalög, sem ekki eru siðri til andlegrar upp- lyftingar. ttu þetta? Það er ekki oft, sem við eigum kost á hollum skófatnaði, en nú bregður svo við, að hér hefur sézt á markaðnum undanfarið fótabúnaður, sem teljast má mjög hentugur. Það má nota hann jafnt heima hjá sér og í vinnunni. Skórnir eru formaðir þannig að þeir styðja fæturna og styrkja. Auk þess er það mjög heppi- legt að hafa fæturna sem minnst inniklemmda, en í þessum skóm þrengir ekki að fótunum og um loft- leysi er ekki hægt að kvarta. Þeir fást í öllum stærðum og kosta frá tæpum 140.00 krónum upp í rúmar 230.00 krónur. skrítlur Vörður kom að dreng í vatni og sagði: — Kanntu ekki að lesa eða hvað? Sérðu ekki að skrifað stendur: Bann- að að synda? — Þetta er allt í lagi, ég kann ekki að synda. —O— —■ Vilduð þér gjöra svo vel að endurgreiða mér skemmtanaskatt- inn? — Hvers vegna? — Ég skemmti mér hreint ekki neitt. —O— hl.j (Sinplö tur Ragnar Bjarnason er farinn að leggja land undir fót, þegar hann þarf að syngja inn á plötur. Og svo eru plöt- urnar gular, þannig að allt er gert til að gleðja kaupandann. ■ Lögin, sem Ragnar söng þar inn á |jeina plötu í Svíþjóð eru: — Hún Gunna — og — Eins og fólk er flest. ■— Textana og lögin gerðu þeir: Ólafur G. Þórhallsson og Jón Sig- urðsson, en hljómsveit Arvid Sundin leikur undir og Islenzkir Tónar gáfu út. Stórmeistarinn okkar Friðrik Ólafs- son varð sigurvegari í allmikilvægu og umtöluðu skákmóti í Hollandi seint á síðasta ári. Með sigri sínum vann hann sér réttindi til áfratnhald- andi keppni um áskorunarrétt við heimsmeistarann sjálfan, sem annað hvort verður Tal cöa Botwinnik, allt eftir því, hvor þeirra ber sigur af hólmi í væntanlegu einvígi þeirra á milli, sem fara á fram snemma á þessu ári. Það er Botwinnik að þessu sinni, sem er áskorandi. Friðrik tefldi á þessu fyrrnefnda móti oft með miklum glæsibrag og við skulum t.d. líta á hvernig hann sigrar léttilega „erfðafjandmann" sinn hinn unga stórmeistara þeirra Dana, Bent Larsen. Hvítt : Larsen. Svart : Friðrik. Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf36 3. Bf4 (Uppá- haldsleikur Arinbjarnar Guðmunds- sonar í þessari stöðu. Traustur og góður leikur, kannski of meinlaus, en „undir niðri býr kraftur og ólga“ eins og við fáum að sjá.) 3. — g6 4. c3 Bg7 5. Rbd2 o-o 6. e3 b6 7. h3 c5 8. Bd3 Bd7 9. o-o Rc6 10. Dbl Rf6-d7 11. Bg5 Db8 (Drottningarnar eru ó- venjulega staðsettar, venjulegri reitir fyrir þær í áþekkum stöðum eru Dc2 og Dc7. Hvitur lék sinn D til B1 vegna þess, í fyrsta lagi undirbýr hann b2-b4, og í öðru lagi kemur hann í veg fyrir öll hugsanleg óþægindi ef c-línan opnaðist. Svartur hefur einnig seinna atriðið í huga, en er aftur á móti að undirbúa e7-e5.) 12. b4 e5 13. b4xc5!? (Hér fórnar Larsen manni á djarfan og skemmtilegan hátt og byrjar nú fjörugur kafli) 13. — e4 14. c4xf3 15. c4xd5 Í3xg2 16. Hf-cl (Nú er sýnilegt að Larsen fær aftur mann- inn, nema eitthvað óvenjulegt komi fyrir og Friðrik hefur alltaf kunnað ljómandi vel við sig í slíkum stöðum sem þessum og bregður nú á leik. 16. ■— Rc6xd4!! 17. c6 Rxc6 18. dxc6 Bxc6 19. Bf4 (Larsen leggur ekki út í að hirða manninn, þvi hann sér að Hxc6 yrði svarað með De5 og þá fell- ur annað hvort Bg5 eða Hal.) 19. — Db7 20. Rd 2-e4 Re5 21. Bxe5 Bxe5 22. Db4 Had8 23. Bc2 a5 24. Og Larsen gafst upp, því hann getur ekki lengur haldið valdi á Re4. Djarflega tefld skák og báðum til sóma. 26 VIKAN,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.