Vikan


Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 7
skömmum tlma þar eftir meir um að tala, til þess þrjú ár voru liðin. Bar svo við að tvö van- sköpuð börn fæddust i borginni i þvi stræti ... en i þeirri líkprédikun var af prestinum, herra Menelao, áminnzt um margs konar ósiði, sem honum virtist tíðkast og í vöxt fara i borginni, og á meðal annars varð honum áminnzt um þetta barn og talaði harðlega til þeim andlega sel- slcap, bæði um vandlætingarleysi, um forboðna hoffrakt og yngismeyjanna ljótlega klæðadragt, þvi þessi áðurnefndu tvö meybörn báru þvilika vansköpun eftir meyjanna hárfléttan, topphúf- um og axlasaumshæðum, pilsrykkingapipum og afsettum skóm með þvilíku dreisslegu teikni hverjar afskaplegar fæðingar að tíðar skeðu bæði þar og viða annars staðar, hvar til Guð verður þrátt neyddur með ýmislegri óhófs at- höfn og Guðs gáfna vanbrúkun“. En þessi prédikun hins fróma kapelláns hafði sín eftirköst. Sóknarherrann kærði hann fyrir erkibiskupi, sem afsagði kapelláninn frá emb- ætti og þeirri kirkju. „Síðan gerði hann þar sina síðustu prédikun“, segir Jón, „undir hverri ég óverðugur var ásamt öðru frómu fólki, hvert hann með miklum gráti kvaddi og yfir þvi auð- mjúka blessan gerði, söfnuðurinn honum það aftur auðsýnandi þvi að allir unnu honum hugástum". Ekki þóttist erkibiskup og aðrir lærðir hafa komið nógri hefnd fram við kapelláninn fyrir bersögli hans með þessu, heldur gekk erkibiskup nú fyrir kóng og bar fram ákæru sina til hans staðfestingar. En þá snerist vopnið úr höndum þeirra, þvi að kóngur lét strax senda eftir kapelláninum, „og bífalaði prédikun strax fyrir sér á slotinu, ásamt þeim hálærðu, að gjöra, hvað og skeði. Geðjaðist kónginum mjög vel hans ræða og sagði hann sér velkominn upp á slotið og varð þar svo slotsprestur síðan“. *ELDUR mun þá hafa verið sukksamt í . / I Kaupenhafn, drykkjuskapur úr hófi og 'f morð daglegur viðburður. Ekki vant- aði það þó að þung viðurlög og harðar refsingar kæmu fyrir þá glæpi, sem uppvíst Framhald á bls. 33. Týhúsið — til vinstri — og bak við það Próvíantgarðurinn. Þarna var á dögum Jóns norðvesturhorn herskipa- hafnarinnar. Hátíðaflugeldar og leiksýningar á hallar- torginu í Kaupmannahöfn á dögum Krist- jáns IV. Ekki er ólíklegt, að myndin sé af sömu leiksýningu sem Jón Indíafari telar um. Teikning af konungshöllinni og byggingunum á Slotshólmanum, eins og þær voru á dögum Jóns Indíafanu VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.