Vikan


Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 32
OMO skilar yður ins hvítasta þvotti X-OMO 100/EN-2445 — A8 fara út að ganga, tvimæla- laust. Hann gengur alltaf einn eða tvo tíma á hverjuin degi hérna upp um fjöllin. Meðal annars þess vegna gæti hann ekki hugsað sér að eiga heima í borginni og ganga þar á milli húsa eða í húsasundum. Svo hefur hann sagt mér og það síðast i dag, aS sér finnist mjog gott að semja á þessum gönguferðum. Þar að auki er hann svo mikið fyrir náttúruna; einhverjar þær beztu endurminningar, sem ég á með hon- um, eru úr þannig gönguferðum upp um fjöll og firnindi. — En ef svo vill til, að ekki er göngufært einlivern daginn, gengur þá ekki verr að skrifa? — Ég veit það ekki, en honum finnst hann verða þreyttari, ef hann kemst ekki út. En hann gerir einn- ig annað sér til afþreyingar og þaS er að spila á píanó. Hann situr stundum langt fram á nætur við flygiiinn. — Hvað spilar hann þá aðallega? — Einna mest eftir Bach, en svo eigum við gríðarmikið og gott plötu- safn, sem við hlustum mikið á. — Hver munduð þér annars segja að væri bezti maturinn, sem þér gætuð borið á horð fyrir mann yðar? — Það er erfitt að segja um það. Halldór er vandlátur hæði á mat og vín og vanur bezta fáanlega mat úr öllum heimshornum. En íslenzk- ur matur finnst honum góður og beztur, sé hann framreiddur líkast því, sem var hjá móður hans, eins og t. d. saltkjöt og baunir. Þetta er víst mörgum eiginmönnum sameig- inlegt. Og hann er eins og aðrir karlmenn, honum þykja pönnukök- ur góðar, en þær verða að vera heitar. — Hvað mætti segja að væri öðruvisi í húshaldi hjá yður og öðr- um húsmæðrum? — Það er ósköp álika, held ég, nema þá helzt gestakomurnar. Ég hef þurft að taka á móti gestahóp- um með sama sem engum fyrirvara og stundum fyrirvaralaust. Þegar ég var yngri, fannst mér svo smáborg- aralegt að halda gestabók, en nú dauðsé ég eftir að hafa ekki gert það. Það er nefnilega alveg ótrú- legt, hversu margt og margvíslegt fólk hefur komið hingað. Hér hafa verið ýmsir mestu listamenn i heimi, eins og Adolf Busch, Rostropovitsj, Serkin, Fischer-Dieskau, Khacha- turjan og fjöldi annarra tónlistar- manna, menntamanna, sendiherra og jafnvel þjóðhöfðingjar. Fyrir nokkrum árum höfðum við þá ánægju að hafa hér sem heiðurs- gest í fjölmennri veizlu húspreláta páfans í Róm. Halldór segir, að hann eigi að gæta þess, að páfinn gangi ekki af trúnni. Siðar varð hann sá fyrsti til að halda okkur veizlu í Róm, eftir að við lcomum frá Austurlöndum. — Búið þér sjálfar og vinnustúlk- an til matinn, þegar miklar veizlur eru haldnar? — Nei, matartilbúninginn annast oftast nær skrifstofustjórinn i Markaðnum, sem líka er útlærður kokkur. Hann er góður kunningi okkar og segist gera sér það til skemmtunar að kokka fyrir okkur. — Hvernig varð ykkur annars við, þegar fréttirnar um nóbels- verðlaunin bárust? — Halldór var staddur í Svíþjóð og var á leiðinni til Kaupmanna- hafnar, þegar hann var allt i einu stöðvaður og sagt að snúa við. Hann vissi ekki neitt, það gat alveg eins verið, að þetta væri handtaka. Mig grunaði þetta, þó að mér yrði mikið um, og var einmitt að fikta i útvarpinu, þegar Hersteinn Páls- son hringdi fyrstur manna með fréttirnar. Þennan dag var staddur hjá mér Stefán, barþjónn á Gull- fossi, og kona hans, og bað ég hann að hjálpa mér, því að nú þyrftum við að halda veizlu. Og meðan hann dúkaði borð og útbjó veitingar, flýtti ég mér upp á loft til að skipta um föt. En það tók mig tvo til þrjá tíma, því ég var alltaf í simanum. Það komu fimm og tíu samtöl i einu, og ég var aldrei kom- in nema fáeinar tröppur upp i stig- ann, þegar hringt var aftur. Fyrst

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.